Áhrif okkar eru ótvíræð Gunnar Hnefill Örlygsson skrifar 6. maí 2020 19:16 Við Íslendingar höfum sem þjóð, háð baráttu frá febrúarlokum. Varnarbaráttu gegn þeim vágesti sem sú veira er, sem herjar nú á heimsbyggðina. Í sameiningu höfum við sem þjóðfélag kappkostað að stöðva útbreiðslu smita og einsett okkur það markmið að ná að útrýma veirunni úr þjóðríki okkar, svo samfélagið megi komast í sitt rétta horf og höfum við staðið þar vel að verki. En sjaldan er ein báran stök. Nú er komið að næsta varnarslag. Því öllum þeim aðgerðum sem þurft hefur að beita til þess að koma böndum á veiruna, fylgir mikill fórnarkostnaður. Við höfum í miklum mæli þurft að hægja á samfélaginu, setja á ýmsar hömlur, takmarka samgöngur milli ríkja og það sem þyngst mun vega, okkar stærsta tekjulind, ferðaþjónustan er um óráðinn tíma komin í frost. Þetta þýðir að gjaldeyristekjur munu að stærstum hluta falla niður á þessu ári og jafnvel því næsta líka, ef heimsbyggðin nær ekki að hefta útbreiðslu smita í bráð. Bein afleiðing þess er að í hagkerfi okkar á Íslandi, dregur verulega úr innkomu erlendis frá. En samtímis því erum við að senda gríðarlega fjármuni úr landi með öllum þeim vörum og þjónustu sem við verslum erlendis frá. Í eðlilegu árferði væri lítið athugavert við það, þannig virkar hagkerfi heimsins. En í öllum rekstri hvort sem það er að reka heilt hagkerfi þjóðar, stór og smá fyrirtæki eða jafnvel heimili, þá gilda þar sömu lögmál, að innkoma þarf ávallt að vera meiri eða jöfn útgjöldum.Þegar innkoma dregst saman, þá þarf að skera niður í útgjöldum. Í þjóðhagslegum skilningi felast útgjöld í innflutningi á vörum og þjónustu erlendis frá. En þannig er mál með vexti að um margt höfum við val, fjármálakerfi virka þannig að peningar færast manna á milli, í skiptum fyrir einhver verðmæti. Margt af því sem við verslum, getum við skapað hér í okkar eigin landi. Séum við meðvituð um þá staðreynd, þá getum við stýrt okkar fjármunum þannig, að þeir haldist hér innan okkar hagkerfis og fari hér manna á milli, í stað þess að við færum úr landi hluta af því heildarfjármagni sem við höfum í hagkerfi Íslands. Þar með fáum við þær vörur og þá þjónustu sem við þurfum, án þess að ganga á gjaldeyrisforða landsins og senda þá fjármuni úr landi, sem yrðu þá ekki notaðir til vöru- og þjónustukaupa á Íslandi. Við verðum að brýna fyrir okkur þann skilning að við erum þjóðin, við erum ríkið, við erum hagkerfið. Án aðkomu okkar, þá væri ekkert af þessu. Þitt framlag skiptir máli, mitt framlag skiptir máli, okkar framlag skiptir máli. Það er því undir okkur sjálfum komið að snúa vörn í sókn og vinna heilshugar að því verki að halda þjóðarskútunni á floti og halda hagkerfinu okkar gangandi. Veljum það að vernda íslensk störf. Áhrif okkar eru ótvíræð. Einsetjum okkur það að versla allt það sem við getum hér heima á Íslandi, með hagsæld okkar allra að leiðarljósi. Höfundur er nemandi í fjármálaverkfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hnefill Örlygsson Mest lesið Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum sem þjóð, háð baráttu frá febrúarlokum. Varnarbaráttu gegn þeim vágesti sem sú veira er, sem herjar nú á heimsbyggðina. Í sameiningu höfum við sem þjóðfélag kappkostað að stöðva útbreiðslu smita og einsett okkur það markmið að ná að útrýma veirunni úr þjóðríki okkar, svo samfélagið megi komast í sitt rétta horf og höfum við staðið þar vel að verki. En sjaldan er ein báran stök. Nú er komið að næsta varnarslag. Því öllum þeim aðgerðum sem þurft hefur að beita til þess að koma böndum á veiruna, fylgir mikill fórnarkostnaður. Við höfum í miklum mæli þurft að hægja á samfélaginu, setja á ýmsar hömlur, takmarka samgöngur milli ríkja og það sem þyngst mun vega, okkar stærsta tekjulind, ferðaþjónustan er um óráðinn tíma komin í frost. Þetta þýðir að gjaldeyristekjur munu að stærstum hluta falla niður á þessu ári og jafnvel því næsta líka, ef heimsbyggðin nær ekki að hefta útbreiðslu smita í bráð. Bein afleiðing þess er að í hagkerfi okkar á Íslandi, dregur verulega úr innkomu erlendis frá. En samtímis því erum við að senda gríðarlega fjármuni úr landi með öllum þeim vörum og þjónustu sem við verslum erlendis frá. Í eðlilegu árferði væri lítið athugavert við það, þannig virkar hagkerfi heimsins. En í öllum rekstri hvort sem það er að reka heilt hagkerfi þjóðar, stór og smá fyrirtæki eða jafnvel heimili, þá gilda þar sömu lögmál, að innkoma þarf ávallt að vera meiri eða jöfn útgjöldum.Þegar innkoma dregst saman, þá þarf að skera niður í útgjöldum. Í þjóðhagslegum skilningi felast útgjöld í innflutningi á vörum og þjónustu erlendis frá. En þannig er mál með vexti að um margt höfum við val, fjármálakerfi virka þannig að peningar færast manna á milli, í skiptum fyrir einhver verðmæti. Margt af því sem við verslum, getum við skapað hér í okkar eigin landi. Séum við meðvituð um þá staðreynd, þá getum við stýrt okkar fjármunum þannig, að þeir haldist hér innan okkar hagkerfis og fari hér manna á milli, í stað þess að við færum úr landi hluta af því heildarfjármagni sem við höfum í hagkerfi Íslands. Þar með fáum við þær vörur og þá þjónustu sem við þurfum, án þess að ganga á gjaldeyrisforða landsins og senda þá fjármuni úr landi, sem yrðu þá ekki notaðir til vöru- og þjónustukaupa á Íslandi. Við verðum að brýna fyrir okkur þann skilning að við erum þjóðin, við erum ríkið, við erum hagkerfið. Án aðkomu okkar, þá væri ekkert af þessu. Þitt framlag skiptir máli, mitt framlag skiptir máli, okkar framlag skiptir máli. Það er því undir okkur sjálfum komið að snúa vörn í sókn og vinna heilshugar að því verki að halda þjóðarskútunni á floti og halda hagkerfinu okkar gangandi. Veljum það að vernda íslensk störf. Áhrif okkar eru ótvíræð. Einsetjum okkur það að versla allt það sem við getum hér heima á Íslandi, með hagsæld okkar allra að leiðarljósi. Höfundur er nemandi í fjármálaverkfræði.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun