Áhrif okkar eru ótvíræð Gunnar Hnefill Örlygsson skrifar 6. maí 2020 19:16 Við Íslendingar höfum sem þjóð, háð baráttu frá febrúarlokum. Varnarbaráttu gegn þeim vágesti sem sú veira er, sem herjar nú á heimsbyggðina. Í sameiningu höfum við sem þjóðfélag kappkostað að stöðva útbreiðslu smita og einsett okkur það markmið að ná að útrýma veirunni úr þjóðríki okkar, svo samfélagið megi komast í sitt rétta horf og höfum við staðið þar vel að verki. En sjaldan er ein báran stök. Nú er komið að næsta varnarslag. Því öllum þeim aðgerðum sem þurft hefur að beita til þess að koma böndum á veiruna, fylgir mikill fórnarkostnaður. Við höfum í miklum mæli þurft að hægja á samfélaginu, setja á ýmsar hömlur, takmarka samgöngur milli ríkja og það sem þyngst mun vega, okkar stærsta tekjulind, ferðaþjónustan er um óráðinn tíma komin í frost. Þetta þýðir að gjaldeyristekjur munu að stærstum hluta falla niður á þessu ári og jafnvel því næsta líka, ef heimsbyggðin nær ekki að hefta útbreiðslu smita í bráð. Bein afleiðing þess er að í hagkerfi okkar á Íslandi, dregur verulega úr innkomu erlendis frá. En samtímis því erum við að senda gríðarlega fjármuni úr landi með öllum þeim vörum og þjónustu sem við verslum erlendis frá. Í eðlilegu árferði væri lítið athugavert við það, þannig virkar hagkerfi heimsins. En í öllum rekstri hvort sem það er að reka heilt hagkerfi þjóðar, stór og smá fyrirtæki eða jafnvel heimili, þá gilda þar sömu lögmál, að innkoma þarf ávallt að vera meiri eða jöfn útgjöldum.Þegar innkoma dregst saman, þá þarf að skera niður í útgjöldum. Í þjóðhagslegum skilningi felast útgjöld í innflutningi á vörum og þjónustu erlendis frá. En þannig er mál með vexti að um margt höfum við val, fjármálakerfi virka þannig að peningar færast manna á milli, í skiptum fyrir einhver verðmæti. Margt af því sem við verslum, getum við skapað hér í okkar eigin landi. Séum við meðvituð um þá staðreynd, þá getum við stýrt okkar fjármunum þannig, að þeir haldist hér innan okkar hagkerfis og fari hér manna á milli, í stað þess að við færum úr landi hluta af því heildarfjármagni sem við höfum í hagkerfi Íslands. Þar með fáum við þær vörur og þá þjónustu sem við þurfum, án þess að ganga á gjaldeyrisforða landsins og senda þá fjármuni úr landi, sem yrðu þá ekki notaðir til vöru- og þjónustukaupa á Íslandi. Við verðum að brýna fyrir okkur þann skilning að við erum þjóðin, við erum ríkið, við erum hagkerfið. Án aðkomu okkar, þá væri ekkert af þessu. Þitt framlag skiptir máli, mitt framlag skiptir máli, okkar framlag skiptir máli. Það er því undir okkur sjálfum komið að snúa vörn í sókn og vinna heilshugar að því verki að halda þjóðarskútunni á floti og halda hagkerfinu okkar gangandi. Veljum það að vernda íslensk störf. Áhrif okkar eru ótvíræð. Einsetjum okkur það að versla allt það sem við getum hér heima á Íslandi, með hagsæld okkar allra að leiðarljósi. Höfundur er nemandi í fjármálaverkfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hnefill Örlygsson Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum sem þjóð, háð baráttu frá febrúarlokum. Varnarbaráttu gegn þeim vágesti sem sú veira er, sem herjar nú á heimsbyggðina. Í sameiningu höfum við sem þjóðfélag kappkostað að stöðva útbreiðslu smita og einsett okkur það markmið að ná að útrýma veirunni úr þjóðríki okkar, svo samfélagið megi komast í sitt rétta horf og höfum við staðið þar vel að verki. En sjaldan er ein báran stök. Nú er komið að næsta varnarslag. Því öllum þeim aðgerðum sem þurft hefur að beita til þess að koma böndum á veiruna, fylgir mikill fórnarkostnaður. Við höfum í miklum mæli þurft að hægja á samfélaginu, setja á ýmsar hömlur, takmarka samgöngur milli ríkja og það sem þyngst mun vega, okkar stærsta tekjulind, ferðaþjónustan er um óráðinn tíma komin í frost. Þetta þýðir að gjaldeyristekjur munu að stærstum hluta falla niður á þessu ári og jafnvel því næsta líka, ef heimsbyggðin nær ekki að hefta útbreiðslu smita í bráð. Bein afleiðing þess er að í hagkerfi okkar á Íslandi, dregur verulega úr innkomu erlendis frá. En samtímis því erum við að senda gríðarlega fjármuni úr landi með öllum þeim vörum og þjónustu sem við verslum erlendis frá. Í eðlilegu árferði væri lítið athugavert við það, þannig virkar hagkerfi heimsins. En í öllum rekstri hvort sem það er að reka heilt hagkerfi þjóðar, stór og smá fyrirtæki eða jafnvel heimili, þá gilda þar sömu lögmál, að innkoma þarf ávallt að vera meiri eða jöfn útgjöldum.Þegar innkoma dregst saman, þá þarf að skera niður í útgjöldum. Í þjóðhagslegum skilningi felast útgjöld í innflutningi á vörum og þjónustu erlendis frá. En þannig er mál með vexti að um margt höfum við val, fjármálakerfi virka þannig að peningar færast manna á milli, í skiptum fyrir einhver verðmæti. Margt af því sem við verslum, getum við skapað hér í okkar eigin landi. Séum við meðvituð um þá staðreynd, þá getum við stýrt okkar fjármunum þannig, að þeir haldist hér innan okkar hagkerfis og fari hér manna á milli, í stað þess að við færum úr landi hluta af því heildarfjármagni sem við höfum í hagkerfi Íslands. Þar með fáum við þær vörur og þá þjónustu sem við þurfum, án þess að ganga á gjaldeyrisforða landsins og senda þá fjármuni úr landi, sem yrðu þá ekki notaðir til vöru- og þjónustukaupa á Íslandi. Við verðum að brýna fyrir okkur þann skilning að við erum þjóðin, við erum ríkið, við erum hagkerfið. Án aðkomu okkar, þá væri ekkert af þessu. Þitt framlag skiptir máli, mitt framlag skiptir máli, okkar framlag skiptir máli. Það er því undir okkur sjálfum komið að snúa vörn í sókn og vinna heilshugar að því verki að halda þjóðarskútunni á floti og halda hagkerfinu okkar gangandi. Veljum það að vernda íslensk störf. Áhrif okkar eru ótvíræð. Einsetjum okkur það að versla allt það sem við getum hér heima á Íslandi, með hagsæld okkar allra að leiðarljósi. Höfundur er nemandi í fjármálaverkfræði.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun