Yfir 600 börn bíða eftir sérfræðiþjónustu skóla Kolbrún Baldursdóttir skrifar 31. desember 2019 11:30 Á fundi velferðarráðs í desember voru lagðar fram biðlistatölur barna sem bíða eftir sérfræðiþjónustu skóla. Það eru 489 börn sem bíða eftir fyrstu þjónustu og 340 börn sem bíða eftir frekari þjónustu. Alls eru því 641 barn að bíða. Með sérfræðiþjónustu skóla er átt við sálfræðiviðtöl, kennslufræðilegt mat, talkennslu og sértækar greiningar á vanda barnanna sem foreldrar, kennarar og fleiri telja að barnið þurfi nauðsynlega á að halda. Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram formlega fyrirspurn um stöðu barnanna sem bíða eftir þessari þjónustu og sundurliðun á ástæðu tilvísunar. Grípa verður til aðgerða Ráðast verður til atlögu með markvissum og kerfisbundnum hætti til að stytta biðlista. Það verður einungis gert með því að fjölga fagfólki skólanna og skipuleggja störfin þannig að meiri skilvirkni náist. Við síðari umræðu um fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar lagði Flokkur fólksins fram fimm breytingartillögur. Ein þeirra var tillaga um að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar til að stytta biðlista. Lagt var til að ráðið yrði fagfólk tímabundið, tveir sálfræðingar og einn talmeinafræðingur til eins árs. Gert er ráð fyrir að kostnaður við þessi þrjú stöðugildi nemi 40,5 m.kr. Tillagan var felld. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lengi talað fyrir að aðsetur skólasálfræðinga sé í skólunum þar sem sálfræðingarnir eru nálægt börnunum og til stuðnings og ráðgjafar við kennara og starfsfólk. Það myndi bæta skipulag og auka skilvirkni. Bið eftir þjónustu skapar óvissu og veldur börnum og foreldrum þeirra oft miklu álagi. Það hafa ekki allir foreldrar ráð á að leita sér aðstoðar með börn sín hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum. Við eigum að geta gert kröfu um að börn hafi gott aðgengi að allri þjónustu borgarinnar þar með talið sérfræðiþjónustu skólanna. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Á fundi velferðarráðs í desember voru lagðar fram biðlistatölur barna sem bíða eftir sérfræðiþjónustu skóla. Það eru 489 börn sem bíða eftir fyrstu þjónustu og 340 börn sem bíða eftir frekari þjónustu. Alls eru því 641 barn að bíða. Með sérfræðiþjónustu skóla er átt við sálfræðiviðtöl, kennslufræðilegt mat, talkennslu og sértækar greiningar á vanda barnanna sem foreldrar, kennarar og fleiri telja að barnið þurfi nauðsynlega á að halda. Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram formlega fyrirspurn um stöðu barnanna sem bíða eftir þessari þjónustu og sundurliðun á ástæðu tilvísunar. Grípa verður til aðgerða Ráðast verður til atlögu með markvissum og kerfisbundnum hætti til að stytta biðlista. Það verður einungis gert með því að fjölga fagfólki skólanna og skipuleggja störfin þannig að meiri skilvirkni náist. Við síðari umræðu um fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar lagði Flokkur fólksins fram fimm breytingartillögur. Ein þeirra var tillaga um að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar til að stytta biðlista. Lagt var til að ráðið yrði fagfólk tímabundið, tveir sálfræðingar og einn talmeinafræðingur til eins árs. Gert er ráð fyrir að kostnaður við þessi þrjú stöðugildi nemi 40,5 m.kr. Tillagan var felld. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lengi talað fyrir að aðsetur skólasálfræðinga sé í skólunum þar sem sálfræðingarnir eru nálægt börnunum og til stuðnings og ráðgjafar við kennara og starfsfólk. Það myndi bæta skipulag og auka skilvirkni. Bið eftir þjónustu skapar óvissu og veldur börnum og foreldrum þeirra oft miklu álagi. Það hafa ekki allir foreldrar ráð á að leita sér aðstoðar með börn sín hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum. Við eigum að geta gert kröfu um að börn hafi gott aðgengi að allri þjónustu borgarinnar þar með talið sérfræðiþjónustu skólanna. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun