Steve Bruce, knattspyrnustjóri Newcastle United, sagði að sínir menn hefðu gert dýrkeypt mistök gegn Manchester United á Old Trafford í kvöld.
Newcastle náði forystunni með marki Mattys Longstaff á 17. mínútu en tapaði á endanum, 4-1.
„Við áttum skelfilegar 20 mínútur fyrir og eftir hálfleik þegar við gerðum alltof mörg mistök,“ sagði Bruce eftir leikinn.
„Það sem þú mátt ekki gera hérna er að gefa þeim mörk. Ég veit að það eru jól en við gáfum fleiri mörk á hálftíma en við höfum gert í þrjá mánuði. Við getum ekki gert svona mistök.“
Newcastle er í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
„Gáfum fleiri mörk á hálftíma en við höfum gert í þrjá mánuði“

Tengdar fréttir

Martial með tvö mörk í öruggum sigri United
Manchester United lenti undir gegn Newcastle United en vann á endanum öruggan sigur.