Fjarþjónustan, tækifærin og líðan barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 17. desember 2019 17:00 Líðan ungmenna skipta okkur öll máli. Í niðurstöðum síðustu könnunar Rannsóknar og greiningar kemur fram að ungmenni í 9. og 10. bekk eru í meira mæli en áður með einkenni þunglyndis og kvíða. Í Garðabæ er sérstök ástæða til þess að rýna í niðurstöður þar sem m.a. unglingsstúlkur í Garðabæ eru að skora töluvert hátt á kvarða sem mælir kvíðaeinkenni. Þegar niðurstöður sem þessar birtast er mikilvægt að bregðast við með einhverjum hætti og leita leiða til að sporna við. Stoðþjónustan gegnir hér lykilhlutverki og því mikilvægt að hugsa þær leiðir sem eru færar til að styðja við og efla alla þjónustu. Ein af mikilvægustu björgunum er forvörn og fræðsla og fyrsta hjálp. Hvar eru bjargirnar? Hvert geta ungmenni leitað með auðveldum og skjótum hætti? Við gerum okkur öll grein fyrir því hversu mikilvægt það er að geta brugðist hratt og örugglega við þegar kemur að líðan barna og ungmenna. Ekki síst til þess að fyrirbyggja frekari vanlíðan sem auðveldlega getur undið upp á sig og kallar á frekari aðgerðir og meiri þjónustu þegar til lengri tíma er litið. Nú á tímum tæknivæðingar er mikilvægt að nýta þau tækifæri sem í henni felast því þau eru fjölmörg. Fjarþjónusta er ein leið sem til að mynda færir okkur nær alls konar þjónustu og auðvelda okkur aðgengið til muna og þar liggja gríðarleg tækifæri fyrir velferðar- og menntakerfið til að gera betur í þágu barna og ungmenna. Fjarþjónusta er snjöll leið og góð viðbót við þá stoðþjónustu sem boðið er upp á í dag. Það sem gerir hana eftirsóknarverða eru m.a. þeir þættir sem hún hefur bein áhrif á, þ.e. tímasparnaður, minni kostnaður og auðveldara aðgengi. Við eigum að nýta fjarþjónustu í forvarnarskyni í meiri mæli. Fyrir ungt fólk einfaldar slík leið svo margt. Að geta sótt faglega og örugga fræðslu í gegnum net án mikillar fyrirhafnar gæti verið frábær leið til þess að ná til ungmenna sem finna fyrir kvíðaeinkennum og/eða þunglyndi. Námskeiðið má byggja þannig upp að notandi geti sótt sér fræðslu á hvaða tíma sem er þegar hverjum og einum hentar. Slík þjónusta tekur í burtu kerfisvilluna „bið eftir þjónustu“ sem flestir þekkja og getur reynst dýrkeypt. Það var því afar ánæjulegt að fá tillögu þess efnis samþykkta nýverið í bæjarstjórn Garðabæjar. Garðabær mun því að minnsta kosti gera tilraun til þess að bregðast við með ábyrgum hætti og í samstarfi við fagaðila sem sérhæfa sig í fjarþjónustu fyrir m.a. ungmenni. Tillagan felur í sér að bæjarstjórn feli fræðslusviði að skoða mögulegar leiðir til þess að bjóða upp á viðurkennda fjarþjónustu í forvarnarskyni á unglingastigi í formi forvarnarnámskeiða gegn kvíða fyrir ungmenni. Að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 verði gert ráð fyrir einni og hálfri milljón króna í formi styrkja til þróunarvinnu og aðlögun námskeiðs að hluta og niðurgreiðslu námskeiðs fyrir aldurshópinn 14-16 ára eða unglingastig grunnskólans í gegnum viðurkennda fjarþjónustu. Það er mikið fagnaðarefni að finna vilja til þess að bregðast við og auðvelda aðgengi að fyrstu hjálp eins og slíkt er kallað og sjá hvaða áhrif það hefur. Fyrsta hjálp er talin gríðarlega mikilvæg sem inngrip til þess að koma í veg fyrir alvarlegri vanda og þróun á einkennum sem mögulega er hægt að koma í veg fyrir. Al-mennt er kallað eftir frekari úrræðum í formi fyrstu hjálpar til þess einmitt að sporna við alvarlegri vanda sem oft verður raunin þegar ekkert er að gert. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Líðan ungmenna skipta okkur öll máli. Í niðurstöðum síðustu könnunar Rannsóknar og greiningar kemur fram að ungmenni í 9. og 10. bekk eru í meira mæli en áður með einkenni þunglyndis og kvíða. Í Garðabæ er sérstök ástæða til þess að rýna í niðurstöður þar sem m.a. unglingsstúlkur í Garðabæ eru að skora töluvert hátt á kvarða sem mælir kvíðaeinkenni. Þegar niðurstöður sem þessar birtast er mikilvægt að bregðast við með einhverjum hætti og leita leiða til að sporna við. Stoðþjónustan gegnir hér lykilhlutverki og því mikilvægt að hugsa þær leiðir sem eru færar til að styðja við og efla alla þjónustu. Ein af mikilvægustu björgunum er forvörn og fræðsla og fyrsta hjálp. Hvar eru bjargirnar? Hvert geta ungmenni leitað með auðveldum og skjótum hætti? Við gerum okkur öll grein fyrir því hversu mikilvægt það er að geta brugðist hratt og örugglega við þegar kemur að líðan barna og ungmenna. Ekki síst til þess að fyrirbyggja frekari vanlíðan sem auðveldlega getur undið upp á sig og kallar á frekari aðgerðir og meiri þjónustu þegar til lengri tíma er litið. Nú á tímum tæknivæðingar er mikilvægt að nýta þau tækifæri sem í henni felast því þau eru fjölmörg. Fjarþjónusta er ein leið sem til að mynda færir okkur nær alls konar þjónustu og auðvelda okkur aðgengið til muna og þar liggja gríðarleg tækifæri fyrir velferðar- og menntakerfið til að gera betur í þágu barna og ungmenna. Fjarþjónusta er snjöll leið og góð viðbót við þá stoðþjónustu sem boðið er upp á í dag. Það sem gerir hana eftirsóknarverða eru m.a. þeir þættir sem hún hefur bein áhrif á, þ.e. tímasparnaður, minni kostnaður og auðveldara aðgengi. Við eigum að nýta fjarþjónustu í forvarnarskyni í meiri mæli. Fyrir ungt fólk einfaldar slík leið svo margt. Að geta sótt faglega og örugga fræðslu í gegnum net án mikillar fyrirhafnar gæti verið frábær leið til þess að ná til ungmenna sem finna fyrir kvíðaeinkennum og/eða þunglyndi. Námskeiðið má byggja þannig upp að notandi geti sótt sér fræðslu á hvaða tíma sem er þegar hverjum og einum hentar. Slík þjónusta tekur í burtu kerfisvilluna „bið eftir þjónustu“ sem flestir þekkja og getur reynst dýrkeypt. Það var því afar ánæjulegt að fá tillögu þess efnis samþykkta nýverið í bæjarstjórn Garðabæjar. Garðabær mun því að minnsta kosti gera tilraun til þess að bregðast við með ábyrgum hætti og í samstarfi við fagaðila sem sérhæfa sig í fjarþjónustu fyrir m.a. ungmenni. Tillagan felur í sér að bæjarstjórn feli fræðslusviði að skoða mögulegar leiðir til þess að bjóða upp á viðurkennda fjarþjónustu í forvarnarskyni á unglingastigi í formi forvarnarnámskeiða gegn kvíða fyrir ungmenni. Að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 verði gert ráð fyrir einni og hálfri milljón króna í formi styrkja til þróunarvinnu og aðlögun námskeiðs að hluta og niðurgreiðslu námskeiðs fyrir aldurshópinn 14-16 ára eða unglingastig grunnskólans í gegnum viðurkennda fjarþjónustu. Það er mikið fagnaðarefni að finna vilja til þess að bregðast við og auðvelda aðgengi að fyrstu hjálp eins og slíkt er kallað og sjá hvaða áhrif það hefur. Fyrsta hjálp er talin gríðarlega mikilvæg sem inngrip til þess að koma í veg fyrir alvarlegri vanda og þróun á einkennum sem mögulega er hægt að koma í veg fyrir. Al-mennt er kallað eftir frekari úrræðum í formi fyrstu hjálpar til þess einmitt að sporna við alvarlegri vanda sem oft verður raunin þegar ekkert er að gert. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun