Fjarþjónustan, tækifærin og líðan barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 17. desember 2019 17:00 Líðan ungmenna skipta okkur öll máli. Í niðurstöðum síðustu könnunar Rannsóknar og greiningar kemur fram að ungmenni í 9. og 10. bekk eru í meira mæli en áður með einkenni þunglyndis og kvíða. Í Garðabæ er sérstök ástæða til þess að rýna í niðurstöður þar sem m.a. unglingsstúlkur í Garðabæ eru að skora töluvert hátt á kvarða sem mælir kvíðaeinkenni. Þegar niðurstöður sem þessar birtast er mikilvægt að bregðast við með einhverjum hætti og leita leiða til að sporna við. Stoðþjónustan gegnir hér lykilhlutverki og því mikilvægt að hugsa þær leiðir sem eru færar til að styðja við og efla alla þjónustu. Ein af mikilvægustu björgunum er forvörn og fræðsla og fyrsta hjálp. Hvar eru bjargirnar? Hvert geta ungmenni leitað með auðveldum og skjótum hætti? Við gerum okkur öll grein fyrir því hversu mikilvægt það er að geta brugðist hratt og örugglega við þegar kemur að líðan barna og ungmenna. Ekki síst til þess að fyrirbyggja frekari vanlíðan sem auðveldlega getur undið upp á sig og kallar á frekari aðgerðir og meiri þjónustu þegar til lengri tíma er litið. Nú á tímum tæknivæðingar er mikilvægt að nýta þau tækifæri sem í henni felast því þau eru fjölmörg. Fjarþjónusta er ein leið sem til að mynda færir okkur nær alls konar þjónustu og auðvelda okkur aðgengið til muna og þar liggja gríðarleg tækifæri fyrir velferðar- og menntakerfið til að gera betur í þágu barna og ungmenna. Fjarþjónusta er snjöll leið og góð viðbót við þá stoðþjónustu sem boðið er upp á í dag. Það sem gerir hana eftirsóknarverða eru m.a. þeir þættir sem hún hefur bein áhrif á, þ.e. tímasparnaður, minni kostnaður og auðveldara aðgengi. Við eigum að nýta fjarþjónustu í forvarnarskyni í meiri mæli. Fyrir ungt fólk einfaldar slík leið svo margt. Að geta sótt faglega og örugga fræðslu í gegnum net án mikillar fyrirhafnar gæti verið frábær leið til þess að ná til ungmenna sem finna fyrir kvíðaeinkennum og/eða þunglyndi. Námskeiðið má byggja þannig upp að notandi geti sótt sér fræðslu á hvaða tíma sem er þegar hverjum og einum hentar. Slík þjónusta tekur í burtu kerfisvilluna „bið eftir þjónustu“ sem flestir þekkja og getur reynst dýrkeypt. Það var því afar ánæjulegt að fá tillögu þess efnis samþykkta nýverið í bæjarstjórn Garðabæjar. Garðabær mun því að minnsta kosti gera tilraun til þess að bregðast við með ábyrgum hætti og í samstarfi við fagaðila sem sérhæfa sig í fjarþjónustu fyrir m.a. ungmenni. Tillagan felur í sér að bæjarstjórn feli fræðslusviði að skoða mögulegar leiðir til þess að bjóða upp á viðurkennda fjarþjónustu í forvarnarskyni á unglingastigi í formi forvarnarnámskeiða gegn kvíða fyrir ungmenni. Að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 verði gert ráð fyrir einni og hálfri milljón króna í formi styrkja til þróunarvinnu og aðlögun námskeiðs að hluta og niðurgreiðslu námskeiðs fyrir aldurshópinn 14-16 ára eða unglingastig grunnskólans í gegnum viðurkennda fjarþjónustu. Það er mikið fagnaðarefni að finna vilja til þess að bregðast við og auðvelda aðgengi að fyrstu hjálp eins og slíkt er kallað og sjá hvaða áhrif það hefur. Fyrsta hjálp er talin gríðarlega mikilvæg sem inngrip til þess að koma í veg fyrir alvarlegri vanda og þróun á einkennum sem mögulega er hægt að koma í veg fyrir. Al-mennt er kallað eftir frekari úrræðum í formi fyrstu hjálpar til þess einmitt að sporna við alvarlegri vanda sem oft verður raunin þegar ekkert er að gert. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Sjá meira
Líðan ungmenna skipta okkur öll máli. Í niðurstöðum síðustu könnunar Rannsóknar og greiningar kemur fram að ungmenni í 9. og 10. bekk eru í meira mæli en áður með einkenni þunglyndis og kvíða. Í Garðabæ er sérstök ástæða til þess að rýna í niðurstöður þar sem m.a. unglingsstúlkur í Garðabæ eru að skora töluvert hátt á kvarða sem mælir kvíðaeinkenni. Þegar niðurstöður sem þessar birtast er mikilvægt að bregðast við með einhverjum hætti og leita leiða til að sporna við. Stoðþjónustan gegnir hér lykilhlutverki og því mikilvægt að hugsa þær leiðir sem eru færar til að styðja við og efla alla þjónustu. Ein af mikilvægustu björgunum er forvörn og fræðsla og fyrsta hjálp. Hvar eru bjargirnar? Hvert geta ungmenni leitað með auðveldum og skjótum hætti? Við gerum okkur öll grein fyrir því hversu mikilvægt það er að geta brugðist hratt og örugglega við þegar kemur að líðan barna og ungmenna. Ekki síst til þess að fyrirbyggja frekari vanlíðan sem auðveldlega getur undið upp á sig og kallar á frekari aðgerðir og meiri þjónustu þegar til lengri tíma er litið. Nú á tímum tæknivæðingar er mikilvægt að nýta þau tækifæri sem í henni felast því þau eru fjölmörg. Fjarþjónusta er ein leið sem til að mynda færir okkur nær alls konar þjónustu og auðvelda okkur aðgengið til muna og þar liggja gríðarleg tækifæri fyrir velferðar- og menntakerfið til að gera betur í þágu barna og ungmenna. Fjarþjónusta er snjöll leið og góð viðbót við þá stoðþjónustu sem boðið er upp á í dag. Það sem gerir hana eftirsóknarverða eru m.a. þeir þættir sem hún hefur bein áhrif á, þ.e. tímasparnaður, minni kostnaður og auðveldara aðgengi. Við eigum að nýta fjarþjónustu í forvarnarskyni í meiri mæli. Fyrir ungt fólk einfaldar slík leið svo margt. Að geta sótt faglega og örugga fræðslu í gegnum net án mikillar fyrirhafnar gæti verið frábær leið til þess að ná til ungmenna sem finna fyrir kvíðaeinkennum og/eða þunglyndi. Námskeiðið má byggja þannig upp að notandi geti sótt sér fræðslu á hvaða tíma sem er þegar hverjum og einum hentar. Slík þjónusta tekur í burtu kerfisvilluna „bið eftir þjónustu“ sem flestir þekkja og getur reynst dýrkeypt. Það var því afar ánæjulegt að fá tillögu þess efnis samþykkta nýverið í bæjarstjórn Garðabæjar. Garðabær mun því að minnsta kosti gera tilraun til þess að bregðast við með ábyrgum hætti og í samstarfi við fagaðila sem sérhæfa sig í fjarþjónustu fyrir m.a. ungmenni. Tillagan felur í sér að bæjarstjórn feli fræðslusviði að skoða mögulegar leiðir til þess að bjóða upp á viðurkennda fjarþjónustu í forvarnarskyni á unglingastigi í formi forvarnarnámskeiða gegn kvíða fyrir ungmenni. Að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 verði gert ráð fyrir einni og hálfri milljón króna í formi styrkja til þróunarvinnu og aðlögun námskeiðs að hluta og niðurgreiðslu námskeiðs fyrir aldurshópinn 14-16 ára eða unglingastig grunnskólans í gegnum viðurkennda fjarþjónustu. Það er mikið fagnaðarefni að finna vilja til þess að bregðast við og auðvelda aðgengi að fyrstu hjálp eins og slíkt er kallað og sjá hvaða áhrif það hefur. Fyrsta hjálp er talin gríðarlega mikilvæg sem inngrip til þess að koma í veg fyrir alvarlegri vanda og þróun á einkennum sem mögulega er hægt að koma í veg fyrir. Al-mennt er kallað eftir frekari úrræðum í formi fyrstu hjálpar til þess einmitt að sporna við alvarlegri vanda sem oft verður raunin þegar ekkert er að gert. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun