Ég á mér draum Aðalbjörg Egilsdóttir skrifar 1. desember 2019 16:30 Eftirfarandi erindi var flutt á loftslagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar kl. 13 þann 29. nóvember. Sæl öll og takk fyrir að bjóða mér að taka þátt. Ég vil byrja á því að þakka öllum þeim sem hafa undirritað loftslagsyfirlýsingu hér í dag. Við unga fólkið treystum á ykkur og vonum innilega að þið leggið ykkur öll fram við að uppfylla þær kröfur sem við höfum sett fram, meðal annars á fjórða allsherjarverkfallinu fyrir loftslagið sem lauk rétt í þessu á Austurvelli. Kröfur verkfallsins hafa ekki breyst mikið undanfarið, en þær eru að ríkisstjórn Íslands lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum, að viðeigandi aðgerðaáætlun fylgi og að að minnsta kosti 3,5% af þjóðarframleiðslu landsins verði tileinkað baráttunni gegn loftslagsbreytingum og aðlögun að þeim, sem er í samræmi við kröfur milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál, IPCC. Í grunninn eru kröfurnar okkar þær að ríkisstjórn, sveitarfélög og fyrirtæki taki vandanum alvarlega og ráðist í viðeigandi aðgerðir, í stað þess að ræða endalaust hvort það eigi að ráðast í þær. Við höfum ekki tíma til að rífast lengur heldur þurfum að standa saman og takast á við þann vanda sem er beint fyrir framan okkur. Vanda sem veldur mörgum, ungum sem öldnum, ómældum kvíða og áhyggjum. Vanda sem hefur drifið fólk út á götur í milljónatali um allan heim. Vanda sem hefur drifið mig út á Austurvöll, föstudag eftir föstudag, vegna áhyggja minna af framtíð minni, framtíð systkina minna og vina og framtíð fólks í þeim löndum sem loftslagsváin bitnar fyrst og verst á. En ég er ekki alltaf jafnkvíðin. Stundum, þegar loftslagskvíðinn og óttinn við að allt fari á versta veg víkur um stund, læt ég mig dreyma um heiminn sem við getum búið til í sameiningu. Þessi draumur gerist einhvern tímann í framtíðinni og hefst þannig að ég er gangandi um í verslunarmiðstöð. Ekki eitthvað sem ég geri oft núorðið, en í þessari verslunarmiðstöð eru ekki venjulegar búðir, heldur er hún með búðir þar sem hægt er að kaupa mat, hreinlætisvörur og aðrar nauðsynjavörur umbúðalaust. Hún er með saumastofur, skósmiði, búðir þar sem hægt er að versla notaðar vörur, sem nýtast öðrum ekki lengur. Í verslunarmiðstöðinni eru einnig fataleigur, verkfæraleigur og aðrar álíka leigur, sem byggja á deilihagkerfinu og gera það að verkum að við þurfum ekki að eignast eins marga hluti, við getum fengið þá lánaða frekar. Því að við höfum áttað okkur á því að aukin neysla mun ekki gera okkur hamingjusamari. Við munum ekki njóta lífsins frekar við að eignast fleiri hluti sem veita okkur stundarhamingju, heldur eru það samverustundir með fjölskyldu og vinum, vinna í okkur sjálfum, útivera og hreyfing, sem veita okkur hamingjuna þegar til lengri tíma er litið. Á leið heim úr verslunarmiðstöðinni kem ég við á leikskóla og sæki barnið mitt. Barn sem ég get ekki hugsað mér að eignast eins og staðan er í dag, en barn sem ég á þegar mig dreymir um betri heim. Við höldum heim en komum við í sameiginlegum grænmetisgarði hverfisins til að sækja þær ferskvörur sem vantar fyrir kvöldverðinn. Fyrir utan það að átta okkur á því að við þurfum ekki endalaust dót þá höfum við nefnilega líka áttað okkur á gleðinni sem felst í því að rækta okkar eigin mat, að minnsta kosti að einhverju leyti. Eftir að barnið er komið í rúmið kveiki ég á tölvunni og les fréttir. Ég les fréttir um að rannsóknir sýni að andleg heilsa Íslendinga sé að batna í fyrsta sinn í áratugi, og að talið sé að ástæður þess séu aukin útivera og tengsl og skilningur á náttúrunni, auk styttri vinnudags og minna álags dagsdaglega. Niðurstöðurnar eru einnig tengdar við betri líkamlega heilsu sem sé vegna meiri notkunar almenningssamgangna, hjólreiða og tveggja jafnfljótra á kostnað einkabílsins og aukinnar neyslu grænmetis, ávaxta og annarra plantna á kostnað dýraafurða. Aðrar fréttir fjalla um hversu vel endurheimt regnskóga, leiruviðarskóga, mýrlenda og annarra búsvæða sem voru í mikilli hættu, hefur gengið og að stofnar fjölmargra tegunda sé loksins að ná sér á strik eftir margra áratuga hnignun. Eftir fréttalesturinn hugsa ég til baka, til hvernig við sem samfélag hjálpuðumst að við að komast á stað þar sem ekki bara okkur mannkyninu líður betur, bæði andlega og líkamlega, heldur er vellíðanin að skila sér til náttúrunnar. Ég hugsa til gamla kvíðans sem ég hafði og er þakklát fyrir allt sem við breyttum. Þakklát fyrir að okkur tókst að draga nógu mikið úr almennri neyslu að fólk í þróunarlöndum gat fengið önnur störf í heimalöndum sínum en við að fjöldaframleiða drasl. Þakklát fyrir þau svæði sem menguðust ekki vegna þess að við drógum gífurlega úr fataframleiðslu, sem var orðinn annar mest mengandi iðnaður heims. Þakklát fyrir að okkur tókst ekki aðeins að búa til ný störf við endurheimt búsvæða, náttúruvernd, uppbyggingu betri innviða fyrir almenningssamgöngur, hjólandi og gangandi, og fleira, heldur fórum við að meta önnur, afar mikilvæg störf sem við þekkjum vel, að verðleikum. Kennslu- og umönnunarstörf urðu betur metin og þá eftirsóttari því við áttuðum okkur á því að þetta væru störfin sem samfélagið byggði á. Í staðinn fyrir þau fjölmörgu störf sem urðu til um allan heim töpuðust að sjálfsögðu önnur störf, störf í kolanámum og við olíuhreinsun, við fjöldaframleiðslu alls kyns einnota dóts fyrir okkur Vesturlandabúana, en það voru störf sem enginn grét heldur vorum við þakklát fyrir allar góðu breytingarnar sem höfðu orðið. Þegar dró úr fjöldaframleiðslunni gat fólk í Kína og annars staðar í Asíu loksins andað að sér hreinu lofti og vegna þess hve umferð einkabílsins hefur minnkað hefur það ekki gerst lengi að leikskólabörnum á Akureyri sé bannað að fara út að leika vegna loftmengunar. Loftið okkar er einfaldlega hreinna og betra. Ekki bara hér heima heldur um allan heim. Þar sem dregið hefur gífurlega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, og hann er nánast orðinn enginn, virðumst við eiga eftir að ná markmiðum alheimssamfélagsins um að halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C. Kóralrifin munu líklegast lifa af auk rækjunnar, ísbjarnarins og fjölmargra annarra tegunda sem eru viðkvæmar fyrir breyttum veðurskilyrðum. Þessi draumur er mín útópía, og vá hvað ég vona að hann rætist. En um leið og ég vonast eftir því að við grípum til nógu hraðra og róttækra aðgerða svo að draumurinn minn verði að veruleika þá átta ég mig á því að við erum að vissu leyti orðin of sein. Við erum of sein fyrir þær tegundir sem eru þegar dánar út vegna breytinga á loftslagi. Við erum of sein fyrir þá skóga sem hafa brunnið og þann líffræðilega fjölbreytileika sem þar tapaðist, fyrir fólkið sem hefur þurft að flýja heimili sín vegna þeirra hamfara, flóða, skógarelda og þurrka sem hafa orðið vegna loftslagsvánnar. Kannski erum við orðin of sein fyrir kóralrifin, rækjuna og ísbjörninn. Mig langar að trúa því að við séum ekki orðin of sein til að snúa við þeirri þróun sem hefur verið hingað til í tapi á búsvæðum og rýrnun á líffræðilegum fjölbreytileika og að við munum taka á móti þeim sem eiga eftir að missa heimili sín vegna loftslagsbreytinga en ég hreinlega veit það ekki. Það er örugglega það sem ég er hræddust við. Bæði að við séum orðin of sein en sérstaklega að við munum ekki hjálpa þeim sem munu vera í mestu neyðinni. Þeim þjóðum sem bera langminnsta ábyrgð á loftslagsvandanum en hann mun bitna harðast á. Það er það sem heldur mér vakandi á nóttunni og ég óttast mest. Þannig að ég bið ykkur öll, plís ekki bara skrifa undir loftslagssamning og ganga svo í litlar aðgerðir sem líta vel út út á við en skipta ekki endilega miklu máli. Takið vandanum alvarlega, alvarlegar en nokkrum vanda sem þið hafið áður tekist á við. Vinnið saman að lausnum, ekki bara innan fyrirtækja, sveitarfélaga eða Íslands, heldur vinnið með öðrum þjóðum, ríkum og fátækum. Hjálpið þeim að byggja upp umhverfisvænni og hollari lifnaðarhætti á meðan við byggjum þá upp hérna heima. Því þetta snýst ekki um hver er bestur. Við græðum nánast ekkert á því að verða best eða umhverfisvænust í heimi. Það sem við græðum mest á er að allir vinni saman í átt að besta heimi sem við getum búið til fyrir okkur sjálf, aðrar þjóðir, aðrar tegundir og afkomendur okkar allra. Þannig að tökum okkur saman og gerum það.Höfundur er ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála, ein af skipuleggjendum loftslagsverkfallanna og fulltrúi Röskvu í Stúdentaráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Eftirfarandi erindi var flutt á loftslagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar kl. 13 þann 29. nóvember. Sæl öll og takk fyrir að bjóða mér að taka þátt. Ég vil byrja á því að þakka öllum þeim sem hafa undirritað loftslagsyfirlýsingu hér í dag. Við unga fólkið treystum á ykkur og vonum innilega að þið leggið ykkur öll fram við að uppfylla þær kröfur sem við höfum sett fram, meðal annars á fjórða allsherjarverkfallinu fyrir loftslagið sem lauk rétt í þessu á Austurvelli. Kröfur verkfallsins hafa ekki breyst mikið undanfarið, en þær eru að ríkisstjórn Íslands lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum, að viðeigandi aðgerðaáætlun fylgi og að að minnsta kosti 3,5% af þjóðarframleiðslu landsins verði tileinkað baráttunni gegn loftslagsbreytingum og aðlögun að þeim, sem er í samræmi við kröfur milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál, IPCC. Í grunninn eru kröfurnar okkar þær að ríkisstjórn, sveitarfélög og fyrirtæki taki vandanum alvarlega og ráðist í viðeigandi aðgerðir, í stað þess að ræða endalaust hvort það eigi að ráðast í þær. Við höfum ekki tíma til að rífast lengur heldur þurfum að standa saman og takast á við þann vanda sem er beint fyrir framan okkur. Vanda sem veldur mörgum, ungum sem öldnum, ómældum kvíða og áhyggjum. Vanda sem hefur drifið fólk út á götur í milljónatali um allan heim. Vanda sem hefur drifið mig út á Austurvöll, föstudag eftir föstudag, vegna áhyggja minna af framtíð minni, framtíð systkina minna og vina og framtíð fólks í þeim löndum sem loftslagsváin bitnar fyrst og verst á. En ég er ekki alltaf jafnkvíðin. Stundum, þegar loftslagskvíðinn og óttinn við að allt fari á versta veg víkur um stund, læt ég mig dreyma um heiminn sem við getum búið til í sameiningu. Þessi draumur gerist einhvern tímann í framtíðinni og hefst þannig að ég er gangandi um í verslunarmiðstöð. Ekki eitthvað sem ég geri oft núorðið, en í þessari verslunarmiðstöð eru ekki venjulegar búðir, heldur er hún með búðir þar sem hægt er að kaupa mat, hreinlætisvörur og aðrar nauðsynjavörur umbúðalaust. Hún er með saumastofur, skósmiði, búðir þar sem hægt er að versla notaðar vörur, sem nýtast öðrum ekki lengur. Í verslunarmiðstöðinni eru einnig fataleigur, verkfæraleigur og aðrar álíka leigur, sem byggja á deilihagkerfinu og gera það að verkum að við þurfum ekki að eignast eins marga hluti, við getum fengið þá lánaða frekar. Því að við höfum áttað okkur á því að aukin neysla mun ekki gera okkur hamingjusamari. Við munum ekki njóta lífsins frekar við að eignast fleiri hluti sem veita okkur stundarhamingju, heldur eru það samverustundir með fjölskyldu og vinum, vinna í okkur sjálfum, útivera og hreyfing, sem veita okkur hamingjuna þegar til lengri tíma er litið. Á leið heim úr verslunarmiðstöðinni kem ég við á leikskóla og sæki barnið mitt. Barn sem ég get ekki hugsað mér að eignast eins og staðan er í dag, en barn sem ég á þegar mig dreymir um betri heim. Við höldum heim en komum við í sameiginlegum grænmetisgarði hverfisins til að sækja þær ferskvörur sem vantar fyrir kvöldverðinn. Fyrir utan það að átta okkur á því að við þurfum ekki endalaust dót þá höfum við nefnilega líka áttað okkur á gleðinni sem felst í því að rækta okkar eigin mat, að minnsta kosti að einhverju leyti. Eftir að barnið er komið í rúmið kveiki ég á tölvunni og les fréttir. Ég les fréttir um að rannsóknir sýni að andleg heilsa Íslendinga sé að batna í fyrsta sinn í áratugi, og að talið sé að ástæður þess séu aukin útivera og tengsl og skilningur á náttúrunni, auk styttri vinnudags og minna álags dagsdaglega. Niðurstöðurnar eru einnig tengdar við betri líkamlega heilsu sem sé vegna meiri notkunar almenningssamgangna, hjólreiða og tveggja jafnfljótra á kostnað einkabílsins og aukinnar neyslu grænmetis, ávaxta og annarra plantna á kostnað dýraafurða. Aðrar fréttir fjalla um hversu vel endurheimt regnskóga, leiruviðarskóga, mýrlenda og annarra búsvæða sem voru í mikilli hættu, hefur gengið og að stofnar fjölmargra tegunda sé loksins að ná sér á strik eftir margra áratuga hnignun. Eftir fréttalesturinn hugsa ég til baka, til hvernig við sem samfélag hjálpuðumst að við að komast á stað þar sem ekki bara okkur mannkyninu líður betur, bæði andlega og líkamlega, heldur er vellíðanin að skila sér til náttúrunnar. Ég hugsa til gamla kvíðans sem ég hafði og er þakklát fyrir allt sem við breyttum. Þakklát fyrir að okkur tókst að draga nógu mikið úr almennri neyslu að fólk í þróunarlöndum gat fengið önnur störf í heimalöndum sínum en við að fjöldaframleiða drasl. Þakklát fyrir þau svæði sem menguðust ekki vegna þess að við drógum gífurlega úr fataframleiðslu, sem var orðinn annar mest mengandi iðnaður heims. Þakklát fyrir að okkur tókst ekki aðeins að búa til ný störf við endurheimt búsvæða, náttúruvernd, uppbyggingu betri innviða fyrir almenningssamgöngur, hjólandi og gangandi, og fleira, heldur fórum við að meta önnur, afar mikilvæg störf sem við þekkjum vel, að verðleikum. Kennslu- og umönnunarstörf urðu betur metin og þá eftirsóttari því við áttuðum okkur á því að þetta væru störfin sem samfélagið byggði á. Í staðinn fyrir þau fjölmörgu störf sem urðu til um allan heim töpuðust að sjálfsögðu önnur störf, störf í kolanámum og við olíuhreinsun, við fjöldaframleiðslu alls kyns einnota dóts fyrir okkur Vesturlandabúana, en það voru störf sem enginn grét heldur vorum við þakklát fyrir allar góðu breytingarnar sem höfðu orðið. Þegar dró úr fjöldaframleiðslunni gat fólk í Kína og annars staðar í Asíu loksins andað að sér hreinu lofti og vegna þess hve umferð einkabílsins hefur minnkað hefur það ekki gerst lengi að leikskólabörnum á Akureyri sé bannað að fara út að leika vegna loftmengunar. Loftið okkar er einfaldlega hreinna og betra. Ekki bara hér heima heldur um allan heim. Þar sem dregið hefur gífurlega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, og hann er nánast orðinn enginn, virðumst við eiga eftir að ná markmiðum alheimssamfélagsins um að halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C. Kóralrifin munu líklegast lifa af auk rækjunnar, ísbjarnarins og fjölmargra annarra tegunda sem eru viðkvæmar fyrir breyttum veðurskilyrðum. Þessi draumur er mín útópía, og vá hvað ég vona að hann rætist. En um leið og ég vonast eftir því að við grípum til nógu hraðra og róttækra aðgerða svo að draumurinn minn verði að veruleika þá átta ég mig á því að við erum að vissu leyti orðin of sein. Við erum of sein fyrir þær tegundir sem eru þegar dánar út vegna breytinga á loftslagi. Við erum of sein fyrir þá skóga sem hafa brunnið og þann líffræðilega fjölbreytileika sem þar tapaðist, fyrir fólkið sem hefur þurft að flýja heimili sín vegna þeirra hamfara, flóða, skógarelda og þurrka sem hafa orðið vegna loftslagsvánnar. Kannski erum við orðin of sein fyrir kóralrifin, rækjuna og ísbjörninn. Mig langar að trúa því að við séum ekki orðin of sein til að snúa við þeirri þróun sem hefur verið hingað til í tapi á búsvæðum og rýrnun á líffræðilegum fjölbreytileika og að við munum taka á móti þeim sem eiga eftir að missa heimili sín vegna loftslagsbreytinga en ég hreinlega veit það ekki. Það er örugglega það sem ég er hræddust við. Bæði að við séum orðin of sein en sérstaklega að við munum ekki hjálpa þeim sem munu vera í mestu neyðinni. Þeim þjóðum sem bera langminnsta ábyrgð á loftslagsvandanum en hann mun bitna harðast á. Það er það sem heldur mér vakandi á nóttunni og ég óttast mest. Þannig að ég bið ykkur öll, plís ekki bara skrifa undir loftslagssamning og ganga svo í litlar aðgerðir sem líta vel út út á við en skipta ekki endilega miklu máli. Takið vandanum alvarlega, alvarlegar en nokkrum vanda sem þið hafið áður tekist á við. Vinnið saman að lausnum, ekki bara innan fyrirtækja, sveitarfélaga eða Íslands, heldur vinnið með öðrum þjóðum, ríkum og fátækum. Hjálpið þeim að byggja upp umhverfisvænni og hollari lifnaðarhætti á meðan við byggjum þá upp hérna heima. Því þetta snýst ekki um hver er bestur. Við græðum nánast ekkert á því að verða best eða umhverfisvænust í heimi. Það sem við græðum mest á er að allir vinni saman í átt að besta heimi sem við getum búið til fyrir okkur sjálf, aðrar þjóðir, aðrar tegundir og afkomendur okkar allra. Þannig að tökum okkur saman og gerum það.Höfundur er ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála, ein af skipuleggjendum loftslagsverkfallanna og fulltrúi Röskvu í Stúdentaráði
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun