Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 2. desember 2019 08:00 Í ört vaxandi sveitarfélagi eins og Garðabæ verða almenningssamgöngur veigameiri þáttur í allri uppbyggingu. Góðar samgöngur hafa áhrif á svo marga þætti samfélagsins. Vart þarf að nefna áhrif þeirra í baráttunni við loftslagsmál og minni mengun það ætti að vera öllum ljóst í dag. Aðrir veigamiklir áhrifaþættir er búseta fólks. Val um búsetu ungs fjölskyldufólks byggir á þeirri þjónustu sem boðið er upp á í sveitarfélaginu. Gott og metnaðrfullt skólastarf vegur þar einna þyngst en samhliða er það framboð á fjölbreyttu húsnæði, ódýru til eigu sem og leigu. Almenningssamgöngur er síðan sá þáttur sem ungt fólk aðhyllist meira og meira. Breytt lífssýn til umhverfismál og neysluhyggju gerir það að verkum að ungt fólk lítur alltaf nær og nær til þeirra þátta sem einfalda lífið í amstri dagsins. Í því felst að komast þokkalega hratt og örugglega á milli staða innan sveitarfélags sem og á milli staða utan búsetu. Á höfuðborgarsvæðinu skiptir þetta gríðarlega miklu máli. Í stóra samhenginu þá eiga sveitarfélögin sér sameiginlega sýn þegar kemur að byggðaþróun og skipulag almenningssamgangna líkt og borgarlínan sýnir og sannar. En almenningssamgöngur þarf ekki síður að hugsa út frá börnum og ungmennum sem eru á faraldsfæti daginn út og inn í og úr skóla yfir í íþrótta- og tómstundastarf. Því þarf að huga sérstaklega að þeirra notendaþörf og horfa ekki framhjá þeirri mikilvægu þjónustu sem felst í almenningssamgöngum sem mæta einmitt þeirra þörfum. Þá þarf sérstaklega að huga að aðgengi íbúa sem fjærst eru frá þeirri þjónustu sem sótt er í eins og íþróttastarf eða annað tómstundastarf sem miðar ekki að samfellu skóladagsins. Í dag er raunveruleikinn sá að ungmenni hvort heldur sem eru staðsett á Álftanesi eða í Urriðaholti komast með talsverðum erfiðleikum á milli staða eftir hinn hefðbundna dagvinnutíma þar sem tíðni almenningssamgangna er takmörkuð. Að mörgu er að hyggja og það skiptir máli að Garðabær hafi skýra stefnu um öruggar samgöngur þegar kemur að börnum og ungmennum og þær séu greiðfærar og styðji við öll ungmenni til félagslegrar þátttöku óháð búsetu í sveitarfélaginu. Nýverið fór fram málþing um samgöngur barna og ungmenna sem einmitt var haldið í Garðabæ þar sem voru flutt áhugaverð erindi og góð brýning um að gleyma ekki þessum hópi notenda sem þurfa svo sannarlega á því að halda að komast á milli staða og mikilvægi þess að allir hafi jafnan aðgang að þeirri þjónustu. Við höfum til að mynda Barnasáttmála sameinuðuþjóðanna sem kveða skýrt á um aðkomu barna og ungmenna þegar kemur að skipulagi samgangna. Á bæjarráðsfundi í vikunni flyt ég tillögu fyrir hönd Garðabæjarlistans um úttekt á samgöngum barna og ungmenna með það að leiðarljósi að varpa ljósi á þörfina og aðgengið sem og tillögu um að brugðist verði við þeirri niðurstöðu börnum og ungmennum til hagsbóta. Garðabær er ört vaxandi samfélag þar sem byggð er dreifð og íbúum fjölgar jafnt og þétt og því mál til komið að endurskoða fyrri umferðaröryggisstefnu Garðabæjar sem er frá árinu 2013 og því nokkuð ljóst að breytingar hafa orðið á þörf almenningsamgangna barna og ungmenna.Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Garðabær Sara Dögg Svanhildardóttir Strætó Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í ört vaxandi sveitarfélagi eins og Garðabæ verða almenningssamgöngur veigameiri þáttur í allri uppbyggingu. Góðar samgöngur hafa áhrif á svo marga þætti samfélagsins. Vart þarf að nefna áhrif þeirra í baráttunni við loftslagsmál og minni mengun það ætti að vera öllum ljóst í dag. Aðrir veigamiklir áhrifaþættir er búseta fólks. Val um búsetu ungs fjölskyldufólks byggir á þeirri þjónustu sem boðið er upp á í sveitarfélaginu. Gott og metnaðrfullt skólastarf vegur þar einna þyngst en samhliða er það framboð á fjölbreyttu húsnæði, ódýru til eigu sem og leigu. Almenningssamgöngur er síðan sá þáttur sem ungt fólk aðhyllist meira og meira. Breytt lífssýn til umhverfismál og neysluhyggju gerir það að verkum að ungt fólk lítur alltaf nær og nær til þeirra þátta sem einfalda lífið í amstri dagsins. Í því felst að komast þokkalega hratt og örugglega á milli staða innan sveitarfélags sem og á milli staða utan búsetu. Á höfuðborgarsvæðinu skiptir þetta gríðarlega miklu máli. Í stóra samhenginu þá eiga sveitarfélögin sér sameiginlega sýn þegar kemur að byggðaþróun og skipulag almenningssamgangna líkt og borgarlínan sýnir og sannar. En almenningssamgöngur þarf ekki síður að hugsa út frá börnum og ungmennum sem eru á faraldsfæti daginn út og inn í og úr skóla yfir í íþrótta- og tómstundastarf. Því þarf að huga sérstaklega að þeirra notendaþörf og horfa ekki framhjá þeirri mikilvægu þjónustu sem felst í almenningssamgöngum sem mæta einmitt þeirra þörfum. Þá þarf sérstaklega að huga að aðgengi íbúa sem fjærst eru frá þeirri þjónustu sem sótt er í eins og íþróttastarf eða annað tómstundastarf sem miðar ekki að samfellu skóladagsins. Í dag er raunveruleikinn sá að ungmenni hvort heldur sem eru staðsett á Álftanesi eða í Urriðaholti komast með talsverðum erfiðleikum á milli staða eftir hinn hefðbundna dagvinnutíma þar sem tíðni almenningssamgangna er takmörkuð. Að mörgu er að hyggja og það skiptir máli að Garðabær hafi skýra stefnu um öruggar samgöngur þegar kemur að börnum og ungmennum og þær séu greiðfærar og styðji við öll ungmenni til félagslegrar þátttöku óháð búsetu í sveitarfélaginu. Nýverið fór fram málþing um samgöngur barna og ungmenna sem einmitt var haldið í Garðabæ þar sem voru flutt áhugaverð erindi og góð brýning um að gleyma ekki þessum hópi notenda sem þurfa svo sannarlega á því að halda að komast á milli staða og mikilvægi þess að allir hafi jafnan aðgang að þeirri þjónustu. Við höfum til að mynda Barnasáttmála sameinuðuþjóðanna sem kveða skýrt á um aðkomu barna og ungmenna þegar kemur að skipulagi samgangna. Á bæjarráðsfundi í vikunni flyt ég tillögu fyrir hönd Garðabæjarlistans um úttekt á samgöngum barna og ungmenna með það að leiðarljósi að varpa ljósi á þörfina og aðgengið sem og tillögu um að brugðist verði við þeirri niðurstöðu börnum og ungmennum til hagsbóta. Garðabær er ört vaxandi samfélag þar sem byggð er dreifð og íbúum fjölgar jafnt og þétt og því mál til komið að endurskoða fyrri umferðaröryggisstefnu Garðabæjar sem er frá árinu 2013 og því nokkuð ljóst að breytingar hafa orðið á þörf almenningsamgangna barna og ungmenna.Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar