Fyrstu jólin í þriðja skiptið Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 20. desember 2019 08:00 Fyrir flesta ef ekki allra foreldra þá eru fyrstu jólin eftir að þau eru krýnd foreldrar ógleymanleg. Það er eitthvað svo töfrum líkast að sjá jólaljósin speglast í augunum á börnum, sjá þau verða þvílíkt spennt yfir mandarínu frá jólasveininum, horfa á þau opna gjafirnar. Fyrstu jólin sem ég var mamma voru ekki alveg svona. Fyrstu jólin sem ég var mamma hafði ég aldrei hitt dóttur mína. Aldrei fengið að knúsa hana. Samt var dóttir mín fædd. Fyrstu jólin sem ég var mamma hennar þá var hún um fimmtán mánaða og í annarri heimsálfu. Hún er nefnilega ættleidd. Við fengum símtalið um hana í júlí en vegna reglna í Indlandi þurfti að klára alla pappírsvinnuna á Indlandi áður en við gátum sótt hana. Við höfðum vonast eftir að það yrði fyrir jól en við fórum í febrúar árið eftir, sjö mánuðum eftir símtalið. Það var ótrúlega skrýtið að undirbúa þessi jól. Mér leið eins og móður en samt var ég ekki með dóttur mína hjá mér. Ég veit að það var vel hugsað um hana en Guð hvað ég þráði að hafa hana hjá þér. Hún hafði aldrei komið heim en samt fannst mér allt vera svo tómlegt án hennar. Hljómar asnalega ekki satt? Ég man hvað mig langaði að klæða hana í fallegan kjól en í staðinn þá keypti ég Baby born dúkku og ótrúlega fallegan kjól sem ég klæddi dúkkuna í. Kona gerir það sem kona þarf að gera ekki satt? Ég bjó um rúmið hennar og hugsaði til hennar, vonaði að hún fyndi á sér að ég væri að hugsa til hennar. Fyrir sex árum síðan þá varð ég mamma í annað sinn þegar við sóttum son okkar til Tékklands. Við komum heim frá Tékklandi nokkrum dögum fyrir jól og gátum þess vegna upplifað aðventuna í Tékklandi. Það var stórkostlegt að sjá jólasveininn koma, fá að prófa heita vínið þeirra og upplifa jólamarkaðina. Þessi jól voru samt ekki auðveld. Ég er rosaleg jólamanneskja, vil helst senda heimagerð jólakort og heimagerðar jólagjafir, en þarna var ég komin með nýjan einstakling sem þurfti á mér að halda 24/7. Sonur minn var rétt orðin þriggja ára þegar hann kom heim. Þá skildi hann auðvitað ekkert í því hvað var að gerast. En síðan þá hefur hann verið jafnvel meira jólabarn en ég. Hann hlustar á jólalög allt árið um kring. Hann er ekki mikið fyrir að föndra en ef þú stingur upp á jólaföndri þá er hann meira en til í það. Honum finnst miklu skemmtilegra að gefa en að þiggja. Í ár fæ ég að upplifa svona fyrstu jól enn einu sinni þegar bónusdóttir mín, sem er skiptinemi frá Tælandi, fær að upplifa sín fyrstu jól með okkur. Hún er búddatrúar og þeirra stærsta hátíð er nýárið. Núna er hún svo spennt yfir þessu öllu. Jólaskreytingunum, að byggja snjókarl, jólatréð og smákökubakstur með stórfjölskyldunni. Allt þetta er nýtt fyrir henni. Fyrir mér þá eru jólin umleikin töfrum (ég meina, horfið bara á þessi jól sem ég hef fengið að upplifa), og ég er viss um að ég er bara rétt að byrja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Kristbjörg Ólafsdóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Fyrir flesta ef ekki allra foreldra þá eru fyrstu jólin eftir að þau eru krýnd foreldrar ógleymanleg. Það er eitthvað svo töfrum líkast að sjá jólaljósin speglast í augunum á börnum, sjá þau verða þvílíkt spennt yfir mandarínu frá jólasveininum, horfa á þau opna gjafirnar. Fyrstu jólin sem ég var mamma voru ekki alveg svona. Fyrstu jólin sem ég var mamma hafði ég aldrei hitt dóttur mína. Aldrei fengið að knúsa hana. Samt var dóttir mín fædd. Fyrstu jólin sem ég var mamma hennar þá var hún um fimmtán mánaða og í annarri heimsálfu. Hún er nefnilega ættleidd. Við fengum símtalið um hana í júlí en vegna reglna í Indlandi þurfti að klára alla pappírsvinnuna á Indlandi áður en við gátum sótt hana. Við höfðum vonast eftir að það yrði fyrir jól en við fórum í febrúar árið eftir, sjö mánuðum eftir símtalið. Það var ótrúlega skrýtið að undirbúa þessi jól. Mér leið eins og móður en samt var ég ekki með dóttur mína hjá mér. Ég veit að það var vel hugsað um hana en Guð hvað ég þráði að hafa hana hjá þér. Hún hafði aldrei komið heim en samt fannst mér allt vera svo tómlegt án hennar. Hljómar asnalega ekki satt? Ég man hvað mig langaði að klæða hana í fallegan kjól en í staðinn þá keypti ég Baby born dúkku og ótrúlega fallegan kjól sem ég klæddi dúkkuna í. Kona gerir það sem kona þarf að gera ekki satt? Ég bjó um rúmið hennar og hugsaði til hennar, vonaði að hún fyndi á sér að ég væri að hugsa til hennar. Fyrir sex árum síðan þá varð ég mamma í annað sinn þegar við sóttum son okkar til Tékklands. Við komum heim frá Tékklandi nokkrum dögum fyrir jól og gátum þess vegna upplifað aðventuna í Tékklandi. Það var stórkostlegt að sjá jólasveininn koma, fá að prófa heita vínið þeirra og upplifa jólamarkaðina. Þessi jól voru samt ekki auðveld. Ég er rosaleg jólamanneskja, vil helst senda heimagerð jólakort og heimagerðar jólagjafir, en þarna var ég komin með nýjan einstakling sem þurfti á mér að halda 24/7. Sonur minn var rétt orðin þriggja ára þegar hann kom heim. Þá skildi hann auðvitað ekkert í því hvað var að gerast. En síðan þá hefur hann verið jafnvel meira jólabarn en ég. Hann hlustar á jólalög allt árið um kring. Hann er ekki mikið fyrir að föndra en ef þú stingur upp á jólaföndri þá er hann meira en til í það. Honum finnst miklu skemmtilegra að gefa en að þiggja. Í ár fæ ég að upplifa svona fyrstu jól enn einu sinni þegar bónusdóttir mín, sem er skiptinemi frá Tælandi, fær að upplifa sín fyrstu jól með okkur. Hún er búddatrúar og þeirra stærsta hátíð er nýárið. Núna er hún svo spennt yfir þessu öllu. Jólaskreytingunum, að byggja snjókarl, jólatréð og smákökubakstur með stórfjölskyldunni. Allt þetta er nýtt fyrir henni. Fyrir mér þá eru jólin umleikin töfrum (ég meina, horfið bara á þessi jól sem ég hef fengið að upplifa), og ég er viss um að ég er bara rétt að byrja.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun