Sama hvaðan gott kemur? Sýnum góða starfshætti í loftslagsaðgerðum Bergur Sigfússon, Edda Sif Pind Aradóttir og Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir og Sigurður Reynir Gíslason skrifa 6. desember 2019 14:00 Á dögunum kynnti Landsvirkjun fyrirætlanir félagsins um að draga úr losun koltvíoxíðs (CO2) frá Kröfluvirkjun með föngun þess, niðurdælingu og förgun. Því fögnum við og óskum Landsvirkjun til hamingju með að hafa stigið þetta stóra skref. Það er mikilvægt að grípa hratt og vel til stórtækra aðgerða til að draga úr beinni losun gróðurhúsalofttegunda með tæknilausnum samhliða því að horfa til annarra atriða, svo sem orkuskipta í samgöngum, endurheimtar votlendis, kolefnisbindingar í gróðri - að ógleymdri minni neyslu. Landsvirkjun bætist hér í lið með Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, sem hefur beitt CarbFix aðferðinni til að fanga og dæla niður CO2 frá Hellisheiðarvirkjun frá árinu 2014. Á komandi árum stendur til að stórauka þau umsvif til að markmið um kolefnishlutleysi náist. Allt frá árinu 2006 hafa Orkuveita Reykjavíkur og Háskóli Íslands átt samstarf við innlenda og erlenda háskóla, vísindastofnanir og verkfræðistofur við þróun CarbFix aðferðarinnar, sem felur í sér að fanga CO2 úr jarðhitagufu í stað þess að sleppa því út í andrúmsloftið. Vatni með uppleystu CO2 – nokkurs konar sódavatni - er svo dælt ofan í berglög þar sem náttúrleg ferli taka við og umbreyta uppleysta koltvíoxíðinu í grjót. Gróft áætlað hefur um hundrað ársverkum vísindafólks, iðnaðar- og tæknifólks auk annars samstarfsfólks og hátt í fjórum milljörðum íslenskra króna verið varið í rannsóknir og nýsköpun undir merkjum CarbFix. Hátt í hundrað ritrýndar vísindagreinar hafa verið birtar um þessar rannsóknir og tæknin er í alþjóðlegu einkaleyfaferli. Þrettán nemar hafa lokið doktorsprófi með rannsóknum tengdum verkefninu, flestir frá Háskóla Íslands. Landsvirkjun virðist ætla að beita CarbFix aðferðinni í Kröflu. Það er klókt enda er þetta raunprófaða, íslenska hugverk í senn hagkvæmt og umhverfisvænt og leiðir til varanlegrar bindingar CO2 í bergi. Okkur finnst hinsvegar miður að Landsvirkjun nefni hvergi uppruna aðferðarinnar í kynningarefni um áform sín og þá gríðarmiklu nýsköpun sem þegar hefur farið fram þó að aðlaga þurfi aðferðina að staðháttum. Þvert á móti er gefið í skyn að um nýja aðferð sé að ræða. Hugmyndin um að nýta þetta náttúrulega ferli til kolefnisbindingar kviknaði í vísindaheiminum á 10. áratug síðustu aldar. Hugmyndin að CarbFix varð til fyrir 13 árum. Góðir starfshættir í rannsóknum og nýsköpun fela í sér að geta heimilda og uppruna aðferða. Hver skal státa af eigin fjöðrum.Höfundar eru kolefnisfargarar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Rangfærslur Viðskiptaráðs Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Á dögunum kynnti Landsvirkjun fyrirætlanir félagsins um að draga úr losun koltvíoxíðs (CO2) frá Kröfluvirkjun með föngun þess, niðurdælingu og förgun. Því fögnum við og óskum Landsvirkjun til hamingju með að hafa stigið þetta stóra skref. Það er mikilvægt að grípa hratt og vel til stórtækra aðgerða til að draga úr beinni losun gróðurhúsalofttegunda með tæknilausnum samhliða því að horfa til annarra atriða, svo sem orkuskipta í samgöngum, endurheimtar votlendis, kolefnisbindingar í gróðri - að ógleymdri minni neyslu. Landsvirkjun bætist hér í lið með Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, sem hefur beitt CarbFix aðferðinni til að fanga og dæla niður CO2 frá Hellisheiðarvirkjun frá árinu 2014. Á komandi árum stendur til að stórauka þau umsvif til að markmið um kolefnishlutleysi náist. Allt frá árinu 2006 hafa Orkuveita Reykjavíkur og Háskóli Íslands átt samstarf við innlenda og erlenda háskóla, vísindastofnanir og verkfræðistofur við þróun CarbFix aðferðarinnar, sem felur í sér að fanga CO2 úr jarðhitagufu í stað þess að sleppa því út í andrúmsloftið. Vatni með uppleystu CO2 – nokkurs konar sódavatni - er svo dælt ofan í berglög þar sem náttúrleg ferli taka við og umbreyta uppleysta koltvíoxíðinu í grjót. Gróft áætlað hefur um hundrað ársverkum vísindafólks, iðnaðar- og tæknifólks auk annars samstarfsfólks og hátt í fjórum milljörðum íslenskra króna verið varið í rannsóknir og nýsköpun undir merkjum CarbFix. Hátt í hundrað ritrýndar vísindagreinar hafa verið birtar um þessar rannsóknir og tæknin er í alþjóðlegu einkaleyfaferli. Þrettán nemar hafa lokið doktorsprófi með rannsóknum tengdum verkefninu, flestir frá Háskóla Íslands. Landsvirkjun virðist ætla að beita CarbFix aðferðinni í Kröflu. Það er klókt enda er þetta raunprófaða, íslenska hugverk í senn hagkvæmt og umhverfisvænt og leiðir til varanlegrar bindingar CO2 í bergi. Okkur finnst hinsvegar miður að Landsvirkjun nefni hvergi uppruna aðferðarinnar í kynningarefni um áform sín og þá gríðarmiklu nýsköpun sem þegar hefur farið fram þó að aðlaga þurfi aðferðina að staðháttum. Þvert á móti er gefið í skyn að um nýja aðferð sé að ræða. Hugmyndin um að nýta þetta náttúrulega ferli til kolefnisbindingar kviknaði í vísindaheiminum á 10. áratug síðustu aldar. Hugmyndin að CarbFix varð til fyrir 13 árum. Góðir starfshættir í rannsóknum og nýsköpun fela í sér að geta heimilda og uppruna aðferða. Hver skal státa af eigin fjöðrum.Höfundar eru kolefnisfargarar.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar