List og tjáning Ari Orrason skrifar 20. nóvember 2019 07:30 Öll getum við verið sammála um það að það sé mikilvægt að geta tjáð sig, ekki aðeins komið fyrir okkur orði í samræðum um veðrið eða hvað maður borðaði í morgunmat, heldur að geta líka tjáð sig um hvað liggi manni á huga, tjáð tilfinningar og að tjá þetta huglæga. Til þess að geta tjáð þetta trúi ég að maður þurfi fyrst og fremst að skilja sjálfan sig en jafnframt getað sett sig í spor annarra. Ég vil þar með meina að ein besta leiðin til að geta bæði tjáð sig og skilið sig sé í gegnum list eða allavega kennslu í einhverskonar listformi. Listin er sú tjáning sem er hvað einlægust og persónulegust, með kennslu og þjálfun í listsköpun kynnist maður ekki aðeins nýjum leiðum til að tjá sig heldur lærir maður að kafa í eigin huga og að opna fyrir tilfinningar sínar án nokkurra hindrana. Tjáning í gegnum list er líka margvísleg, hún getur verið hrá, hún getur verið stílhrein, hún getur verið ljót, óhugnaleg, en líka falleg og vakið hlýjutilfinningu. Hún getur í rauninni tekið á sig hvaða mynd sem er og samt skilast hún alltaf á skiljanlegan hátt, já eða bara alls ekki skiljanlega. Það er mikilvægt að börn og ungmenni hafi aðgang að kennslu á þessum sviðum, hvort sem það er myndlist, tónlist, leiklist eða hvaða form sem er af list. Það að sá hópur geti lært þessa tjáningu og sjálfskoðun er svo mikilvægt veganesti út í lífið, hvort sem þau ákveða að fara lengra í listinni eða snúa sér að öðru. Eins og staðan er í dag þá eru margar stofnanir sem bjóða uppá þessa kennslu. Tónlistarskólinn á Akureyri býður upp á nám á alskyns hljóðfæri, söngtækni og nú nýlega með opnun skapandi brautar hljóðvinnslu, upptökutækni og jafnframt aðgengi að nauðsynlegum verkfærum fyrir unga tónlistarmenn til að taka upp og gefa út efni. Leikfélag Akureyrar hefur boðið upp á leiklistarnámskeið fyrir grunnskólanema, settu af stað í sumar Leikfélag Unga Fólksins (LUF) sem sýndi svo sýninguna FML núna fyrir stuttu sem er verk sem byggir á reynsluheimi unglinga. Áhersla félagsins á eflingu ungs fólks hefur farið vaxandi með árunum og með áframhaldandi starfi LUF virðist þróunin vera í rétta átt. Svo má ekki gleyma leikfélögum framhaldsskóla bæjarins en það er nánast alfarið vinna í höndum nemenda skólanna fyrir utan leikstjóra, aðstoðarleikstjóra og nokkra listræna hönnuði. Þar eru boðin það sem gætu verið mikilvæg fyrstu skref fyrir nemendur í leiklistinni en líka í samskiptum, samvinnu og að vinna sem hluti af einu stóru teymi. Þetta er engan veginn heildarmyndin af því listnámi/vinnu sem er boðið uppá í bænum og tala ég aðallega út frá því sem ég þekki sjálfur en það er auðvitað boðið uppá dansnám, myndlistarnám o.fl. Þrátt fyrir þetta starf þá má enn frekar innleiða list-tjáningu inn í menntakerfið, hægt væri að nýta tón-, mynd- og textílmenntar tíma sem undirbúning fyrir vikulegar samkomur þar sem árgangar skiptast á að sýna afrakstur í sal rétt eins og gert var í gamla grunnskólanum sem ég var í úti í Noregi. Nemendur venjast þar að koma fram á sviði fyrir framan aðra og gera eitthvað sem þeim þykir skemmtilegt hvort sem það felur í sér myndlist, dans, tónlist eða aðrar listgreinar. Ég vona að það komi skýrt fram með þessu hversu mikilvæg listin er fyrir tjáninguna og er algjörlega jafngildur liður í þroskandi menntun einstaklings.Höfundur er fulltrúi í ungmennaráði Akureyrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Öll getum við verið sammála um það að það sé mikilvægt að geta tjáð sig, ekki aðeins komið fyrir okkur orði í samræðum um veðrið eða hvað maður borðaði í morgunmat, heldur að geta líka tjáð sig um hvað liggi manni á huga, tjáð tilfinningar og að tjá þetta huglæga. Til þess að geta tjáð þetta trúi ég að maður þurfi fyrst og fremst að skilja sjálfan sig en jafnframt getað sett sig í spor annarra. Ég vil þar með meina að ein besta leiðin til að geta bæði tjáð sig og skilið sig sé í gegnum list eða allavega kennslu í einhverskonar listformi. Listin er sú tjáning sem er hvað einlægust og persónulegust, með kennslu og þjálfun í listsköpun kynnist maður ekki aðeins nýjum leiðum til að tjá sig heldur lærir maður að kafa í eigin huga og að opna fyrir tilfinningar sínar án nokkurra hindrana. Tjáning í gegnum list er líka margvísleg, hún getur verið hrá, hún getur verið stílhrein, hún getur verið ljót, óhugnaleg, en líka falleg og vakið hlýjutilfinningu. Hún getur í rauninni tekið á sig hvaða mynd sem er og samt skilast hún alltaf á skiljanlegan hátt, já eða bara alls ekki skiljanlega. Það er mikilvægt að börn og ungmenni hafi aðgang að kennslu á þessum sviðum, hvort sem það er myndlist, tónlist, leiklist eða hvaða form sem er af list. Það að sá hópur geti lært þessa tjáningu og sjálfskoðun er svo mikilvægt veganesti út í lífið, hvort sem þau ákveða að fara lengra í listinni eða snúa sér að öðru. Eins og staðan er í dag þá eru margar stofnanir sem bjóða uppá þessa kennslu. Tónlistarskólinn á Akureyri býður upp á nám á alskyns hljóðfæri, söngtækni og nú nýlega með opnun skapandi brautar hljóðvinnslu, upptökutækni og jafnframt aðgengi að nauðsynlegum verkfærum fyrir unga tónlistarmenn til að taka upp og gefa út efni. Leikfélag Akureyrar hefur boðið upp á leiklistarnámskeið fyrir grunnskólanema, settu af stað í sumar Leikfélag Unga Fólksins (LUF) sem sýndi svo sýninguna FML núna fyrir stuttu sem er verk sem byggir á reynsluheimi unglinga. Áhersla félagsins á eflingu ungs fólks hefur farið vaxandi með árunum og með áframhaldandi starfi LUF virðist þróunin vera í rétta átt. Svo má ekki gleyma leikfélögum framhaldsskóla bæjarins en það er nánast alfarið vinna í höndum nemenda skólanna fyrir utan leikstjóra, aðstoðarleikstjóra og nokkra listræna hönnuði. Þar eru boðin það sem gætu verið mikilvæg fyrstu skref fyrir nemendur í leiklistinni en líka í samskiptum, samvinnu og að vinna sem hluti af einu stóru teymi. Þetta er engan veginn heildarmyndin af því listnámi/vinnu sem er boðið uppá í bænum og tala ég aðallega út frá því sem ég þekki sjálfur en það er auðvitað boðið uppá dansnám, myndlistarnám o.fl. Þrátt fyrir þetta starf þá má enn frekar innleiða list-tjáningu inn í menntakerfið, hægt væri að nýta tón-, mynd- og textílmenntar tíma sem undirbúning fyrir vikulegar samkomur þar sem árgangar skiptast á að sýna afrakstur í sal rétt eins og gert var í gamla grunnskólanum sem ég var í úti í Noregi. Nemendur venjast þar að koma fram á sviði fyrir framan aðra og gera eitthvað sem þeim þykir skemmtilegt hvort sem það felur í sér myndlist, dans, tónlist eða aðrar listgreinar. Ég vona að það komi skýrt fram með þessu hversu mikilvæg listin er fyrir tjáninguna og er algjörlega jafngildur liður í þroskandi menntun einstaklings.Höfundur er fulltrúi í ungmennaráði Akureyrar.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun