Á þjóðin að njóta vafans eða auðkýfingurinn? Lýður Árnason og Þórður Már Jónsson skrifar 21. nóvember 2019 16:20 Í ljósi umræðu um framgöngu Samherja og auðlindanýtingu má velta fyrir sér hvort hægt sé að „innkalla“ kvótann án þess að valda ríkinu stórkostlegu tjóni í formi skaðabóta. Útgerðirnar halda því stíft fram að úthlutaðar aflaheimildir séu eign þeirra, þ.e. að útgerðarfélög eins og Samherji eigi kvótann óafturkræft. En er það rétt? Í fyrstu grein laga 1990 um stjórn fiskveiða stendur:„Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Í nefndaráliti þessara laga er svohljóðandi skýring á þýðingu þessa ákvæðis:Lagt er til að bætt verði inn í 1. gr. til áhersluaukningar, ákvæði þar sem ótvírætt er tekið fram að úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögunum stofni ekki eignarrétt né skerði forræði löggjafans til að ákveða síðar, án bótaskyldu til einstakra útgerða, breytingu á fyrirkomulagi við stjórn fiskveiða. Í athugasemdum við 1. gr. frumvarps til laga um stjórn fiskveiða nr. 38/1990 er þetta svo áréttað enn frekar:„Enda þótt frumvarpið byggi á því að fiskistofnarnir verði skynsamlegast nýttir með því að fela þeim sem daglega starfa að fiskveiðum víðtækt ákvörðunarvald í þessum efnum má það ekki verða til þess að með því verði talin myndast óafturkallanlegt og stjórnarskrárvarið forræði einstakra aðila yfir auðlindinni.“ Þarna koma fram óyggjandi vísbendingar um að vilji löggjafans stóð aldrei til þess að úthlutaðar aflaheimildir kæmust í einkaeigu. Þáverandi sjávarútvegsráðherra nefndi þetta sérstaklega í framsöguræðu sinni er frumvarp til laganna var flutt:„Alþingi er með þessu á engan hátt að veita einstökum útgerðum óafturkallanlegt og stjórnarskrárvarið forræði yfir fiskistofnunum og það hlýtur að vera ákvörðun Alþingis á hverjum tíma, hvaða skipulag teljist best henta til að nýta fiskistofnana með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi.“ Þessir fyrirvarar við lögin sýna með skýrum hætti að það var aldrei ætlunin að einkaaðilar fengju óafturkallanleg yfirráð yfir aflaheimildunum. Löggjafinn hefur með þessu áréttað að aflaheimildir, eins og þær eru skilgreindar í lögum um stjórn fiskveiða, njóti ekki verndar eignaréttarákvæðis stjórnarskrárinnar (72. gr). Ríkisvaldið sem úthlutar aflaheimildunum hefur þannig tekið skýrt fram frá byrjun að þó menn fái úthlutað veiðiréttindum þá veiti það ekki varanleg eignarréttindi. Ríkisvaldið hefur því alla tíð áskilið sér rétt til að breyta kerfinu í takt við breytta tíma. Skúli Magnússon héraðsdómari, kemst að þeirri niðurstöðu í grein sinni Um stjórnskipulega eignarréttarvernd aflaheimilda að löggjafanum eigi að vera heimilt að breyta eða jafnvel kollvarpa núgildandi fyrirkomulagi við fiskveiðistjórn án þess að koma þurfi til bótagreiðslna vegna skerðinga eða afnáms aflaheimilda. Ennfremur að ótvírætt sé að handhafar aflaheimilda hafi aldrei mátt ráða af lögum um stjórn fiskveiða að þau myndi eignarétt á aflaheimildum þeim til handa. Dómstólar hafa einnig tekið á þessu álitaefni, en í dómi Hæstaréttar nr. 12/2000 var vikið að því atriði hvort úthlutaðar aflaheimildir séu varanlegar. Í dóminum sagði m.a.:„Til þess verður og að líta að samkvæmt 3. málslið 1. gr. laganna myndar úthlutun veiðiheimilda ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra manna yfir þeim, eins og áður segir. Aflaheimildir eru þannig aðeins varanlegar í þeim skilningi að þær verða hvorki felldar niður né þeim breytt nema með lögum. Í skjóli valdheimilda sinna getur Alþingi því kveðið nánar á um réttinn til fiskveiða, bundið hann skilyrðum eða innheimt fyrir hann frekara fégjald en nú er gert vegna breyttra sjónarmiða um ráðstöfun þeirrar sameignar íslensku þjóðarinnar, sem nytjastofnar á Íslandsmiðum eru.“ Samkvæmt þessu er ljóst að réttindi vegna aflaheimilda sem keyptar hafa verið, megi skerða eða afnema með öllu og að réttur löggjafans til að breyta úthlutunarreglum aflaheimilda er ótvíræður. Það þarf því enga innköllun kvótans, heldur þarf ríkisvaldið, þ.e. Alþingi, aðeins að meta það sem svo að uppi séu breytt sjónarmið hvernig ráðstafa skuli þessari sameign íslensku þjóðarinnar. Þannig getur ríkisvaldið ákveðið nú þegar, að rétt sé að bjóða út allan kvóta eða þess vegna leggja kvótakerfið niður í núverandi mynd, bótalaust. Lengi hefur staðið upp á þingheim að verja auðlindir landsins gegn ásælni einkaaðila, innlendra sem erlendra. Atgangur auðkýfinga heimsins er mikill, fer vaxandi og nýlegar uppljóstranir á framgöngu Samherja hljóta að ýta við fólki. Við verðum að bregðast við og þó fyrr hefði verið. Lýður Árnason, læknir Þórður Már Jónsson, lögfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samherjaskjölin Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Í ljósi umræðu um framgöngu Samherja og auðlindanýtingu má velta fyrir sér hvort hægt sé að „innkalla“ kvótann án þess að valda ríkinu stórkostlegu tjóni í formi skaðabóta. Útgerðirnar halda því stíft fram að úthlutaðar aflaheimildir séu eign þeirra, þ.e. að útgerðarfélög eins og Samherji eigi kvótann óafturkræft. En er það rétt? Í fyrstu grein laga 1990 um stjórn fiskveiða stendur:„Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Í nefndaráliti þessara laga er svohljóðandi skýring á þýðingu þessa ákvæðis:Lagt er til að bætt verði inn í 1. gr. til áhersluaukningar, ákvæði þar sem ótvírætt er tekið fram að úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögunum stofni ekki eignarrétt né skerði forræði löggjafans til að ákveða síðar, án bótaskyldu til einstakra útgerða, breytingu á fyrirkomulagi við stjórn fiskveiða. Í athugasemdum við 1. gr. frumvarps til laga um stjórn fiskveiða nr. 38/1990 er þetta svo áréttað enn frekar:„Enda þótt frumvarpið byggi á því að fiskistofnarnir verði skynsamlegast nýttir með því að fela þeim sem daglega starfa að fiskveiðum víðtækt ákvörðunarvald í þessum efnum má það ekki verða til þess að með því verði talin myndast óafturkallanlegt og stjórnarskrárvarið forræði einstakra aðila yfir auðlindinni.“ Þarna koma fram óyggjandi vísbendingar um að vilji löggjafans stóð aldrei til þess að úthlutaðar aflaheimildir kæmust í einkaeigu. Þáverandi sjávarútvegsráðherra nefndi þetta sérstaklega í framsöguræðu sinni er frumvarp til laganna var flutt:„Alþingi er með þessu á engan hátt að veita einstökum útgerðum óafturkallanlegt og stjórnarskrárvarið forræði yfir fiskistofnunum og það hlýtur að vera ákvörðun Alþingis á hverjum tíma, hvaða skipulag teljist best henta til að nýta fiskistofnana með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi.“ Þessir fyrirvarar við lögin sýna með skýrum hætti að það var aldrei ætlunin að einkaaðilar fengju óafturkallanleg yfirráð yfir aflaheimildunum. Löggjafinn hefur með þessu áréttað að aflaheimildir, eins og þær eru skilgreindar í lögum um stjórn fiskveiða, njóti ekki verndar eignaréttarákvæðis stjórnarskrárinnar (72. gr). Ríkisvaldið sem úthlutar aflaheimildunum hefur þannig tekið skýrt fram frá byrjun að þó menn fái úthlutað veiðiréttindum þá veiti það ekki varanleg eignarréttindi. Ríkisvaldið hefur því alla tíð áskilið sér rétt til að breyta kerfinu í takt við breytta tíma. Skúli Magnússon héraðsdómari, kemst að þeirri niðurstöðu í grein sinni Um stjórnskipulega eignarréttarvernd aflaheimilda að löggjafanum eigi að vera heimilt að breyta eða jafnvel kollvarpa núgildandi fyrirkomulagi við fiskveiðistjórn án þess að koma þurfi til bótagreiðslna vegna skerðinga eða afnáms aflaheimilda. Ennfremur að ótvírætt sé að handhafar aflaheimilda hafi aldrei mátt ráða af lögum um stjórn fiskveiða að þau myndi eignarétt á aflaheimildum þeim til handa. Dómstólar hafa einnig tekið á þessu álitaefni, en í dómi Hæstaréttar nr. 12/2000 var vikið að því atriði hvort úthlutaðar aflaheimildir séu varanlegar. Í dóminum sagði m.a.:„Til þess verður og að líta að samkvæmt 3. málslið 1. gr. laganna myndar úthlutun veiðiheimilda ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra manna yfir þeim, eins og áður segir. Aflaheimildir eru þannig aðeins varanlegar í þeim skilningi að þær verða hvorki felldar niður né þeim breytt nema með lögum. Í skjóli valdheimilda sinna getur Alþingi því kveðið nánar á um réttinn til fiskveiða, bundið hann skilyrðum eða innheimt fyrir hann frekara fégjald en nú er gert vegna breyttra sjónarmiða um ráðstöfun þeirrar sameignar íslensku þjóðarinnar, sem nytjastofnar á Íslandsmiðum eru.“ Samkvæmt þessu er ljóst að réttindi vegna aflaheimilda sem keyptar hafa verið, megi skerða eða afnema með öllu og að réttur löggjafans til að breyta úthlutunarreglum aflaheimilda er ótvíræður. Það þarf því enga innköllun kvótans, heldur þarf ríkisvaldið, þ.e. Alþingi, aðeins að meta það sem svo að uppi séu breytt sjónarmið hvernig ráðstafa skuli þessari sameign íslensku þjóðarinnar. Þannig getur ríkisvaldið ákveðið nú þegar, að rétt sé að bjóða út allan kvóta eða þess vegna leggja kvótakerfið niður í núverandi mynd, bótalaust. Lengi hefur staðið upp á þingheim að verja auðlindir landsins gegn ásælni einkaaðila, innlendra sem erlendra. Atgangur auðkýfinga heimsins er mikill, fer vaxandi og nýlegar uppljóstranir á framgöngu Samherja hljóta að ýta við fólki. Við verðum að bregðast við og þó fyrr hefði verið. Lýður Árnason, læknir Þórður Már Jónsson, lögfræðingur
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun