Upplýstari en flestir Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar 29. nóvember 2019 09:00 Nýlega skrifuðum ég og maki minn undir upplýst samþykki um val á fæðingarstað því við stefnum að fæðingu í Björkinni, sem er fæðingarstofa í Reykjavík. Við þurftum ekki að hugsa okkur tvisvar um, enda bæði vel upplýst um hvað þjónustan í Björkinni felur í sér.Björkin Björkin er fæðingarstofa staðsett í Síðumúla þar sem hraustar konur í eðlilegri meðgöngu geta valið að fæða. Þar starfa tvö þriggja manna teymi ljósmæðra sem veita persónulega en jafnframt faglega þjónustu. Verðandi foreldrar tilheyra öðru ljósmæðrateyminu og hitta allar þrjár ljósmæðurnar á meðgöngunni frá 34. viku. Tvær þeirra munu síðan koma til með að vera viðstaddar fæðinguna og ein þeirra sinnir að lokum heimaþjónustu eftir fæðingu. Þannig fæst mikil samfella í þjónustunni en rannsóknir sýna að samfelld þjónusta og samfelldur stuðningur í fæðingu gefi betri útkomu og upplifun af fæðingunni. Þá sinna ljósmæður Bjarkarinnar einnig heimafæðingum með sama hætti. Í fyrsta viðtali hjá Björkinni, sem á sér stað einhvern tímann eftir 20 vikna meðgöngu, er farið yfir ýmis skilyrði sem nauðsynlegt er að uppfylla til þess að fæða þar. Það er gert vegna þess að séu konur með sérstaka áhættuþætti á meðgöngu og/eða fyrir fæðingu er fæðing frekar ráðlögð á sjúkrahúsi þar sem hægt er að framkvæma ýmis inngrip ef nauðsyn krefur. Samþykkið felur einnig í sér að sjái ljósmæðurnar ástæðu til flutnings á sjúkrahús treysta verðandi foreldrar þekkingu þeirra og verða við því að flytjast. Upplýst samþykki Þegar Björkin- fæðingarstofa sótti um leyfi til Embættis landlæknis fyrir rekstri var þeim skylt að útbúa plagg um upplýst samþykki til þess að fólk væri meðvitað um hvað það væri að velja: fæðingu utan sjúkrahúss. Þetta svipar til þess þegar kona er á leið í fyrirfram ákveðinn keisara og þarf að skrifa undir upplýst samþykki um aðgerðina, enda er keisaraskurður stór kviðarholsaðgerð sem getur haft ýmsa fylgikvilla. Plagg um upplýst samþykki ber óneitanlega með sér dulin skilaboð um að ákveðin hætta sé til staðar og sem starfandi ljósmóðir vakti þetta áhuga minn af tveimur ástæðum: Samkvæmt klínískum leiðbeiningum frá NICE[1], sem við styðjumst að miklu leyti við í barneignarþjónustu hér á landi, eiga ljósmæður að upplýsa allar konur sem eru án áhættuþátta fyrir fæðingu að fæðing sé alla jafna örugg bæði fyrir móður og barn. Hvetja á allar hraustar konur sem eiga von á heilbrigðu barni til að fæða á ljósmæðrarekinni einingu eða fæðingarheimili utan sjúkrahúss. Í þeim tilvikum er tíðni inngripa í fæðingu lægri en útkoma barns sú sama og á spítala. Konur sem hafa áður fætt og það gengið vel eru enn fremur hvattar til að fæða heima en örlítið verri útkoma (0,4%) er fyrir barn kvenna með fyrsta barn sem stefna að heimafæðingu. Þess vegna er þeim frekar ráðlagt að fæða á ljósmóðurrekinni einingu en heima. NICE leiðbeiningarnar byggja á breskum rannsóknum sem gerðar voru á 64 þúsund tilfellum fæðinga hjá hraustum konum í eðlilegri meðgöngu. Þær sýndu að tíðni inngripa, þ.e. áhaldafæðinga, keisarafæðinga, notkun sterkra verkjalyfja og mænurótardeyfingar, var hærri hjá hraustumkonum sem stefndu á fæðingu á spítala en hjá hraustum konum sem stefndu á fæðingu á ljósmóðurreknum einingum eða heima, sama hvar fæðingin endaði. Svipaðar niðurstöður komu fram í doktorsrannsókn Berglindar Hálfdánsdóttur á heimafæðingum á Íslandi en notkun hríðarörvandi lyfja, þörf fyrir mænurótardeyfingu og blæðing eftir fæðingu var minni hjá konum sem stefndu á heimafæðingu en hjá þeim sem stefndu á fæðingu á sjúkrahúsi í rannsókn hennar. Val af (niður)skornum skammti Langflestar konur velja að fæða á Landspítalanum sem er langstærsti fæðingarstaður landsins, hvort sem þær eru í lítilli áhættu eða ekki. Það er kannski ekki furða þar sem konur í dag hafa í rauninni ekki mikið val um fæðingarstað vegna þess að á síðustu árum er búið að loka mörgum fæðingarstöðum - bæði úti á landi og á höfuðborgarsvæðinu. Í Reykjavík var fæðingarheimilinu við Eiríksgötu og Hreiðrinu, sem voru bæði ljósmóðurreknar einingar í höndum ríkisins, báðum lokað þrátt fyrir miklar vinsældir á sínum tíma. Fæðingarheimilinu var lokað árið 1995 því það þótti ekki nógu öruggur staður til að fæða á á sínum tíma. Nú er hins vegar búið að sýna fram á annað. Hreiðrið, ljósmæðrarekin eining innan spítalans, kom síðar í staðinn sem valkostur fyrir hraustar konur en því var lokað árið 2014 þegar það sameinaðist Fæðingarvakt Landspítalans. Aðrir fæðingarstaðir en LSH nálægt höfuðborgasvæðinu Fæðingarstofa Bjarkarinnar er sjálfstætt starfandi eining sem tekur einungis við 10-12 konum á mánuði og er biðlisti eftir þjónustunni þar. Konur í Reykjavík og nágrenni geta einnig valið um að fæða heima en það eru nokkrar ljósmæður sem sinna heimafæðingum á Höfuðborgasvæðinu. Á heilbrigðisstofnun Keflavíkur og á Selfossi eru ljósmóðurreknar einingar þar sem konur geta fætt í sinni heimabyggð ef þær vilja vera á ljósmóðurrekinni einingu. Þar þarf einnig að skrifa undir upplýst samþykki og samþykki um mögulegan flutning á sjúkrahús ef upp koma áhættuþættir. Að lokum er einnig hægt að fæða á sjúkrahúsinu á Akranesi sem er talsvert minni eining en Landspítalinn. Upplýstari Eftir að hafa gengið í gegnum undirbúninginn um væntanlegt fæðingarferli hjá Björkinni erum ég og maki minn líklega upplýstari en flestir tilvonandi foreldrar sem stefna á að fæða á spítala. Ef markmiðið er að standa vörð um fæðingar án inngripa hér á landi er því vert að velta þeirri spurningu upp hvort ekki þurfi að breyta heildarnálgun varðandi undirbúning, fræðslu og upplýst samþykki í meðgönguvernd í tengslum við val á fæðingarstað. Ef allir þyrftu að skrifa undir upplýst samþykki um val á fæðingarstað, óháð vali, væri jafnræðis gætt og allir væru jafn upplýstir. Þá er ekki ólíklegt að eftirspurn eftir fleiri ljósmæðrareknum einingum á höfuðborgarsvæðinu myndi aukast enn frekar.[1]The National Institute for Health and Care Excellence, síðast uppfært 2017 Höfundur er ljósmóðir.Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Fjölskyldumál Heilbrigðismál Rómur Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega skrifuðum ég og maki minn undir upplýst samþykki um val á fæðingarstað því við stefnum að fæðingu í Björkinni, sem er fæðingarstofa í Reykjavík. Við þurftum ekki að hugsa okkur tvisvar um, enda bæði vel upplýst um hvað þjónustan í Björkinni felur í sér.Björkin Björkin er fæðingarstofa staðsett í Síðumúla þar sem hraustar konur í eðlilegri meðgöngu geta valið að fæða. Þar starfa tvö þriggja manna teymi ljósmæðra sem veita persónulega en jafnframt faglega þjónustu. Verðandi foreldrar tilheyra öðru ljósmæðrateyminu og hitta allar þrjár ljósmæðurnar á meðgöngunni frá 34. viku. Tvær þeirra munu síðan koma til með að vera viðstaddar fæðinguna og ein þeirra sinnir að lokum heimaþjónustu eftir fæðingu. Þannig fæst mikil samfella í þjónustunni en rannsóknir sýna að samfelld þjónusta og samfelldur stuðningur í fæðingu gefi betri útkomu og upplifun af fæðingunni. Þá sinna ljósmæður Bjarkarinnar einnig heimafæðingum með sama hætti. Í fyrsta viðtali hjá Björkinni, sem á sér stað einhvern tímann eftir 20 vikna meðgöngu, er farið yfir ýmis skilyrði sem nauðsynlegt er að uppfylla til þess að fæða þar. Það er gert vegna þess að séu konur með sérstaka áhættuþætti á meðgöngu og/eða fyrir fæðingu er fæðing frekar ráðlögð á sjúkrahúsi þar sem hægt er að framkvæma ýmis inngrip ef nauðsyn krefur. Samþykkið felur einnig í sér að sjái ljósmæðurnar ástæðu til flutnings á sjúkrahús treysta verðandi foreldrar þekkingu þeirra og verða við því að flytjast. Upplýst samþykki Þegar Björkin- fæðingarstofa sótti um leyfi til Embættis landlæknis fyrir rekstri var þeim skylt að útbúa plagg um upplýst samþykki til þess að fólk væri meðvitað um hvað það væri að velja: fæðingu utan sjúkrahúss. Þetta svipar til þess þegar kona er á leið í fyrirfram ákveðinn keisara og þarf að skrifa undir upplýst samþykki um aðgerðina, enda er keisaraskurður stór kviðarholsaðgerð sem getur haft ýmsa fylgikvilla. Plagg um upplýst samþykki ber óneitanlega með sér dulin skilaboð um að ákveðin hætta sé til staðar og sem starfandi ljósmóðir vakti þetta áhuga minn af tveimur ástæðum: Samkvæmt klínískum leiðbeiningum frá NICE[1], sem við styðjumst að miklu leyti við í barneignarþjónustu hér á landi, eiga ljósmæður að upplýsa allar konur sem eru án áhættuþátta fyrir fæðingu að fæðing sé alla jafna örugg bæði fyrir móður og barn. Hvetja á allar hraustar konur sem eiga von á heilbrigðu barni til að fæða á ljósmæðrarekinni einingu eða fæðingarheimili utan sjúkrahúss. Í þeim tilvikum er tíðni inngripa í fæðingu lægri en útkoma barns sú sama og á spítala. Konur sem hafa áður fætt og það gengið vel eru enn fremur hvattar til að fæða heima en örlítið verri útkoma (0,4%) er fyrir barn kvenna með fyrsta barn sem stefna að heimafæðingu. Þess vegna er þeim frekar ráðlagt að fæða á ljósmóðurrekinni einingu en heima. NICE leiðbeiningarnar byggja á breskum rannsóknum sem gerðar voru á 64 þúsund tilfellum fæðinga hjá hraustum konum í eðlilegri meðgöngu. Þær sýndu að tíðni inngripa, þ.e. áhaldafæðinga, keisarafæðinga, notkun sterkra verkjalyfja og mænurótardeyfingar, var hærri hjá hraustumkonum sem stefndu á fæðingu á spítala en hjá hraustum konum sem stefndu á fæðingu á ljósmóðurreknum einingum eða heima, sama hvar fæðingin endaði. Svipaðar niðurstöður komu fram í doktorsrannsókn Berglindar Hálfdánsdóttur á heimafæðingum á Íslandi en notkun hríðarörvandi lyfja, þörf fyrir mænurótardeyfingu og blæðing eftir fæðingu var minni hjá konum sem stefndu á heimafæðingu en hjá þeim sem stefndu á fæðingu á sjúkrahúsi í rannsókn hennar. Val af (niður)skornum skammti Langflestar konur velja að fæða á Landspítalanum sem er langstærsti fæðingarstaður landsins, hvort sem þær eru í lítilli áhættu eða ekki. Það er kannski ekki furða þar sem konur í dag hafa í rauninni ekki mikið val um fæðingarstað vegna þess að á síðustu árum er búið að loka mörgum fæðingarstöðum - bæði úti á landi og á höfuðborgarsvæðinu. Í Reykjavík var fæðingarheimilinu við Eiríksgötu og Hreiðrinu, sem voru bæði ljósmóðurreknar einingar í höndum ríkisins, báðum lokað þrátt fyrir miklar vinsældir á sínum tíma. Fæðingarheimilinu var lokað árið 1995 því það þótti ekki nógu öruggur staður til að fæða á á sínum tíma. Nú er hins vegar búið að sýna fram á annað. Hreiðrið, ljósmæðrarekin eining innan spítalans, kom síðar í staðinn sem valkostur fyrir hraustar konur en því var lokað árið 2014 þegar það sameinaðist Fæðingarvakt Landspítalans. Aðrir fæðingarstaðir en LSH nálægt höfuðborgasvæðinu Fæðingarstofa Bjarkarinnar er sjálfstætt starfandi eining sem tekur einungis við 10-12 konum á mánuði og er biðlisti eftir þjónustunni þar. Konur í Reykjavík og nágrenni geta einnig valið um að fæða heima en það eru nokkrar ljósmæður sem sinna heimafæðingum á Höfuðborgasvæðinu. Á heilbrigðisstofnun Keflavíkur og á Selfossi eru ljósmóðurreknar einingar þar sem konur geta fætt í sinni heimabyggð ef þær vilja vera á ljósmóðurrekinni einingu. Þar þarf einnig að skrifa undir upplýst samþykki og samþykki um mögulegan flutning á sjúkrahús ef upp koma áhættuþættir. Að lokum er einnig hægt að fæða á sjúkrahúsinu á Akranesi sem er talsvert minni eining en Landspítalinn. Upplýstari Eftir að hafa gengið í gegnum undirbúninginn um væntanlegt fæðingarferli hjá Björkinni erum ég og maki minn líklega upplýstari en flestir tilvonandi foreldrar sem stefna á að fæða á spítala. Ef markmiðið er að standa vörð um fæðingar án inngripa hér á landi er því vert að velta þeirri spurningu upp hvort ekki þurfi að breyta heildarnálgun varðandi undirbúning, fræðslu og upplýst samþykki í meðgönguvernd í tengslum við val á fæðingarstað. Ef allir þyrftu að skrifa undir upplýst samþykki um val á fæðingarstað, óháð vali, væri jafnræðis gætt og allir væru jafn upplýstir. Þá er ekki ólíklegt að eftirspurn eftir fleiri ljósmæðrareknum einingum á höfuðborgarsvæðinu myndi aukast enn frekar.[1]The National Institute for Health and Care Excellence, síðast uppfært 2017 Höfundur er ljósmóðir.Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun