Hægferð Björn Már Ólafsson skrifar 13. nóvember 2019 07:30 Við lifum á tímum byltinga. Það sem áður kallaðist þroski og reynslurök kallast nú byltingar. Einn sniðugur Íslendingur fær þá flugu í hausinn að elda mat í sjö klukkustundir í stað hinna hefðbundnu og alveg hæfilega löngu 30 mínútna og tveimur árum síðar yfirgefur hálft Ísland síðasta starfsmannafundinn fyrir jól með sous-vide tæki í höndunum. Tveimur minimalískum lífsstílsbyltingum síðar þurfa starfsmenn Sorpu að vísa þessu sama fólkinn veginn í raftækjagáminn. Nokkrir hugsjónarmenn ákveða síðan að Ísland geti orðið paradís hjólreiðamanna. Sem er reyndar dagsatt, þann skamma tíma sem þú hefur vindinn í bakið, en eins og í lífinu sjálfu brýst sannleikurinn fram þegar á móti blæs. Einni samgöngubyltingu síðar þurfa starfsmenn Sorpu fjölga brotajárnsgámum eftir að Íslendingar föttuðu að það er ekkert sérstaklega þægilegt að ferðast allra sinna ferða á rándýrum racer með straumlínulöguðum hnakki. Sorpa er kirkjugarður byltinga og hjólahnakkarnir hafa brátt mölvað sín síðustu vaselínsmurðu eistu. Það hefur lengi blundað í sjálfum mér að boða til byltingar. Reka upp angistarfullt heróp (bara á netinu samt) og sverfa til stáls. En mig hefur bara alltaf skort tilefnið. Eða það hélt ég. Þar til ég fyrir nokkrum árum lagði grunninn að gríðarlegri samgöngubyltingu sem ég ætla nú að reyna að dreifa um þjóðfélagið og hyggst ég fá í lið með mér helstu áhrifavalda landsins. Eftir að hafa treyst á strætisvagninn alla mína mennta- og háskólagöngu lauk misfarsælu samstarfi mínu við gulu drossíuna einn góðan veðurdag fyrir örfáum árum síðan. Á þessum tíma vann ég á Morgunblaðinu uppi í Hádegismóum og húkkaði mér far með Strætó í og úr vinnu. Byltingin hófst á hefðbundnum vinnudegi þegar Strætó kom ekki á stoppistöðina. Ég hef þurft að þola ýmsar seinkanir og vandamál með Strætó í gegnum árin en ég hafði aldrei lent í því áður að strætó hafi bara gufaði upp og ekki komið á stoppistöðina okkar. Okkur blaðamönnunum á biðstöðinni var ekki skemmt. Einn blaðamannanna fór með brandara og sagði að stríðið á milli Hádegismóa og ráðandi afla í ráðhúsi Reykjavíkur hefði náð nýjum hæðum. Sá blaðamaður gæti hafa verið ég. En þegar hlátrasköllin og þreföldu húrrahrópin þögnuðu (svona þremur korterum síðar) og kyrrðin lagðist aftur yfir Rauðavatn stóðum við enn á stoppistöðinni og ekkert bólaði á strætisvagninum. Þetta kom ítrekað fyrir næstu daga og að lokum tók ég upp á því í fússi að labba bara af stað heim til mín. Ég bjó þá í miðborginni og ætlaði eiginlega bara að labba á næstu stoppistöð en rankaði ekki við mér fyrr en heim var komið. Ef það kom ekki nægilega skýrt fram að ofan, þá var þetta byltingin mín. Að nota fæturnar. Jafnfljóta. Á hægferð, ekki hraðferð. Þetta sumar gekk ég nær alltaf heim úr vinnunni og fékk út úr því vellíðan, hugarró og stóra og sterka kálfa. Elliðaárdalurinn er ekki bara skrýtinn staður þar sem Breiðholtsunglingar byggðu dúfnakofa á níunda áratugnum heldur einn fallegasti staður borgarinnar. Tónlistin í símanum mínum var skárri en Útvarp Saga í Strætisvagninum og kanínurnar í Elliðaárdalnum voru ekki síðri félagsskapur en háværir menntaskólanemar á stöðugum fengitíma. Gangan tók auðvitað langan tíma en ég átti auðveldara með að skipuleggja tíma minn út frá göngunni heldur en út frá strætisvagni sem kom stundum ekki með tilheyrandi fússi og pirringi.Vísir/VilhelmMeð þessu fékk ég annað sjónarhorn á fjarlægðir á höfuðborgarsvæðinu. Er langt úr Garðabæ upp í Breiðholt? Úr Vesturbæ í Hafnarfjörð? Ekki ef þú gengur þessa vegalengd daglega. Sá kostur fylgir líka göngunni fram yfir til dæmis hjólreiðar að þú svitnar ekki nærri því jafn mikið á göngu og þarft því ekki að taka með þér föt til skiptana eða bíða í röð eftir einu litlu sturtunni á vinnustaðnum þínum. Gangan veitir öryggi sem þú finnur ekki með öðrum samgöngumátum. Ég átti eitt sinn bíl í sex mánuði en gafst upp á því eftir að druslan gaf upp öndina í annað sinn á ferð á umferðaþungum gatnamótum á háannatíma. Það er adrenalínupplifun sem ég get vel verið án. Gangan toppar allt. Til að eyða öllum vafa þá hef ég einnig prófað óhefðbundna samgöngumáta en enginn þeirra stenst samanburð. Eitt sinn mætti ég í partý á gönguskíðum eftir að smá fönn lá yfir hverfinu eitt fallegt vetrarkvöld í Garðabænum. En gönguskíðapælingin var andvana fædd því undir lok kvölds var fönnin horfin og ég þurfti að ganga skömmustulegur heim til mín í gönguskíðaklossum. Þá hef ég mætt á knattspyrnuæfingu á hjólaskíðum en þau vöktu svo mikla furðu meðal liðsfélaga minna að ég þurfti þurfti í kjölfarið að berjast hetjulega gegn félagslegri útskúfun. Hjólaskíðabyltingin verður að bíða betri tíma. Hvert sem litið er í samfélaginu erum við Vesturlandabúar að leita að afþreyingu sem veitir okkur hugarró og tímaeyðslu. Sjónvarpsstöðvar í Skandinavíu hafa fikrað sig áfram í sólarhringslöngum Slow-TV útsendingum án þess að nokkur maður hafi beðið um það en undirtektirnar hafa verið stórkostlegar og lágmarks eldunartími matar má ekki vera minni en fimm klukkustundir ef þú ætlar að bjóða vinum í mat því minna mætti kalla skyndibita. Færum þessa samfélagsþróun yfir á samgöngur okkar. Vandamálið er ekki að við erum of lengi á leiðinni í og úr vinnu. Vandamálið er að við erum ekki nógu lengi. Leggjum hjólunum, förgum bílnum og reimum á okkur skóna. Byltingin er hér með hafin. Höfundur er lögfræðingur sem býr og starfar í Danmörku.Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Reykjavík Rómur Samgöngur Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum byltinga. Það sem áður kallaðist þroski og reynslurök kallast nú byltingar. Einn sniðugur Íslendingur fær þá flugu í hausinn að elda mat í sjö klukkustundir í stað hinna hefðbundnu og alveg hæfilega löngu 30 mínútna og tveimur árum síðar yfirgefur hálft Ísland síðasta starfsmannafundinn fyrir jól með sous-vide tæki í höndunum. Tveimur minimalískum lífsstílsbyltingum síðar þurfa starfsmenn Sorpu að vísa þessu sama fólkinn veginn í raftækjagáminn. Nokkrir hugsjónarmenn ákveða síðan að Ísland geti orðið paradís hjólreiðamanna. Sem er reyndar dagsatt, þann skamma tíma sem þú hefur vindinn í bakið, en eins og í lífinu sjálfu brýst sannleikurinn fram þegar á móti blæs. Einni samgöngubyltingu síðar þurfa starfsmenn Sorpu fjölga brotajárnsgámum eftir að Íslendingar föttuðu að það er ekkert sérstaklega þægilegt að ferðast allra sinna ferða á rándýrum racer með straumlínulöguðum hnakki. Sorpa er kirkjugarður byltinga og hjólahnakkarnir hafa brátt mölvað sín síðustu vaselínsmurðu eistu. Það hefur lengi blundað í sjálfum mér að boða til byltingar. Reka upp angistarfullt heróp (bara á netinu samt) og sverfa til stáls. En mig hefur bara alltaf skort tilefnið. Eða það hélt ég. Þar til ég fyrir nokkrum árum lagði grunninn að gríðarlegri samgöngubyltingu sem ég ætla nú að reyna að dreifa um þjóðfélagið og hyggst ég fá í lið með mér helstu áhrifavalda landsins. Eftir að hafa treyst á strætisvagninn alla mína mennta- og háskólagöngu lauk misfarsælu samstarfi mínu við gulu drossíuna einn góðan veðurdag fyrir örfáum árum síðan. Á þessum tíma vann ég á Morgunblaðinu uppi í Hádegismóum og húkkaði mér far með Strætó í og úr vinnu. Byltingin hófst á hefðbundnum vinnudegi þegar Strætó kom ekki á stoppistöðina. Ég hef þurft að þola ýmsar seinkanir og vandamál með Strætó í gegnum árin en ég hafði aldrei lent í því áður að strætó hafi bara gufaði upp og ekki komið á stoppistöðina okkar. Okkur blaðamönnunum á biðstöðinni var ekki skemmt. Einn blaðamannanna fór með brandara og sagði að stríðið á milli Hádegismóa og ráðandi afla í ráðhúsi Reykjavíkur hefði náð nýjum hæðum. Sá blaðamaður gæti hafa verið ég. En þegar hlátrasköllin og þreföldu húrrahrópin þögnuðu (svona þremur korterum síðar) og kyrrðin lagðist aftur yfir Rauðavatn stóðum við enn á stoppistöðinni og ekkert bólaði á strætisvagninum. Þetta kom ítrekað fyrir næstu daga og að lokum tók ég upp á því í fússi að labba bara af stað heim til mín. Ég bjó þá í miðborginni og ætlaði eiginlega bara að labba á næstu stoppistöð en rankaði ekki við mér fyrr en heim var komið. Ef það kom ekki nægilega skýrt fram að ofan, þá var þetta byltingin mín. Að nota fæturnar. Jafnfljóta. Á hægferð, ekki hraðferð. Þetta sumar gekk ég nær alltaf heim úr vinnunni og fékk út úr því vellíðan, hugarró og stóra og sterka kálfa. Elliðaárdalurinn er ekki bara skrýtinn staður þar sem Breiðholtsunglingar byggðu dúfnakofa á níunda áratugnum heldur einn fallegasti staður borgarinnar. Tónlistin í símanum mínum var skárri en Útvarp Saga í Strætisvagninum og kanínurnar í Elliðaárdalnum voru ekki síðri félagsskapur en háværir menntaskólanemar á stöðugum fengitíma. Gangan tók auðvitað langan tíma en ég átti auðveldara með að skipuleggja tíma minn út frá göngunni heldur en út frá strætisvagni sem kom stundum ekki með tilheyrandi fússi og pirringi.Vísir/VilhelmMeð þessu fékk ég annað sjónarhorn á fjarlægðir á höfuðborgarsvæðinu. Er langt úr Garðabæ upp í Breiðholt? Úr Vesturbæ í Hafnarfjörð? Ekki ef þú gengur þessa vegalengd daglega. Sá kostur fylgir líka göngunni fram yfir til dæmis hjólreiðar að þú svitnar ekki nærri því jafn mikið á göngu og þarft því ekki að taka með þér föt til skiptana eða bíða í röð eftir einu litlu sturtunni á vinnustaðnum þínum. Gangan veitir öryggi sem þú finnur ekki með öðrum samgöngumátum. Ég átti eitt sinn bíl í sex mánuði en gafst upp á því eftir að druslan gaf upp öndina í annað sinn á ferð á umferðaþungum gatnamótum á háannatíma. Það er adrenalínupplifun sem ég get vel verið án. Gangan toppar allt. Til að eyða öllum vafa þá hef ég einnig prófað óhefðbundna samgöngumáta en enginn þeirra stenst samanburð. Eitt sinn mætti ég í partý á gönguskíðum eftir að smá fönn lá yfir hverfinu eitt fallegt vetrarkvöld í Garðabænum. En gönguskíðapælingin var andvana fædd því undir lok kvölds var fönnin horfin og ég þurfti að ganga skömmustulegur heim til mín í gönguskíðaklossum. Þá hef ég mætt á knattspyrnuæfingu á hjólaskíðum en þau vöktu svo mikla furðu meðal liðsfélaga minna að ég þurfti þurfti í kjölfarið að berjast hetjulega gegn félagslegri útskúfun. Hjólaskíðabyltingin verður að bíða betri tíma. Hvert sem litið er í samfélaginu erum við Vesturlandabúar að leita að afþreyingu sem veitir okkur hugarró og tímaeyðslu. Sjónvarpsstöðvar í Skandinavíu hafa fikrað sig áfram í sólarhringslöngum Slow-TV útsendingum án þess að nokkur maður hafi beðið um það en undirtektirnar hafa verið stórkostlegar og lágmarks eldunartími matar má ekki vera minni en fimm klukkustundir ef þú ætlar að bjóða vinum í mat því minna mætti kalla skyndibita. Færum þessa samfélagsþróun yfir á samgöngur okkar. Vandamálið er ekki að við erum of lengi á leiðinni í og úr vinnu. Vandamálið er að við erum ekki nógu lengi. Leggjum hjólunum, förgum bílnum og reimum á okkur skóna. Byltingin er hér með hafin. Höfundur er lögfræðingur sem býr og starfar í Danmörku.Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar