Svona fólk og Samtökin '78 Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Daníel E. Arnarson skrifar 3. nóvember 2019 13:30 Þáttaröðin Svona fólk hefur á síðustu vikum haldið íslensku þjóðinni límdri við skjáinn og neytt hana til þess að horfast í augu við eigin fortíð. Þættirnir, sem Hrafnhildur Gunnarsdóttir á veg og vanda að, eru ótrúlegt afrek. Þeir varpa ljósi á það mikla mótlæti sem hommar og lesbíur á Íslandi máttu þola þegar þau stigu fram, börðust fyrir tilvist sinni, réttindum sínum og - í tilviki allt of margra á tímum AIDS - lífi sínu. Síðustu fimm sunnudagskvöld höfum við fengið að fylgjast með þróun samfélagsins okkar. Úr þrúgandi þögn í regnbogaflóð.Svona fólk hefur strax haft umtalsverð áhrif, eins og afsökunarbeiðni biskups Íslands í vikunni ber merki um. Almennt er fólk meðvitaðra um þann sársauka sem áratugalöng þöggun og djúpstæðir fordómar hafa valdið hommum og lesbíum. Þessi vitundarvakning nær ekki síst til yngra hinsegin fólks eins og okkar, sem sér þarna ljóslifandi hvernig tilveran var á þeim árum þar sem ekki var hægt að koma út úr skápnum sem samkynhneigður einstaklingur án þess að eiga von á því að verða fyrir aðkasti, útskúfun og ofbeldi. Samtökin ‘78 leika stórt hlutverk í þáttunum. Okkur undirrituðum, sem vorum ekki fædd þegar Samtökin voru stofnuð, hefur Svona fólk veitt einstakt tækifæri til að fá innsýn í upphafsár þess félags sem við vinnum fyrir frá degi til dags. Við þökkum Hrafnhildi fyrir það ómetanlega framlag til varðveitingar sögu Samtakanna ‘78 sem þáttaröðin í heild sinni er. Í gegnum árin hefur félagsfólk Samtakanna ‘78 oft tekist á, meðal annars um inngöngu tvíkynhneigðra og síðar trans fólks í félagið. Síðustu mínútur fimmta og síðasta þáttar Svona fólks lýsa síðan þeim átökum sem brutust út innan Samtakanna ‘78 árið 2016, frá sjónarhorni Hrafnhildar. Það sést af þættinum sjálfum og þeim umræðum sem hafa spunnist um hann á samfélagsmiðlum og víðar, að sárin sem opnuðust beggja megin í deilunni um hagsmunaaðild BDSM á Íslandi eru enn ekki gróin um heilt. Mörg miður falleg orð voru látin falla utan og innan Samtakanna ‘78 á þessum tíma og margt fólk, sama hvar það stóð í málinu, situr sárt eftir. Ljóst er að umræðan var afar særandi fyrir þær kynslóðir homma og lesbía sem höfðu vaðið eld og brennistein til þess eins að fá að vera þau sjálf. Þetta vitum við og skiljum enn betur þökk sé Svona fólki. Fyrir okkur undirrituð, sem nú erum í forsvari fyrir Samtökin ‘78, er ömurlegt að hugsa til þess að sumt fólk upplifi sig ekki lengur velkomið í þeim félagasamtökum sem þau stofnuðu sjálf og vörðu árum og áratugum í að viðhalda og hlúa að. Það er óásættanleg staða sem við viljum svo sannarlega bæta úr. Um leið og við horfumst í augu við þennan vanda viljum við árétta að Samtökin ‘78 vinna enn fyrir homma og lesbíur. Við gætum hagsmuna samkynhneigðra í hvívetna gagnvart hinu opinbera. Stór hluti þeirra sem nýta sér gjaldfrjálsa og faglega ráðgjafaþjónustu Samtakanna ‘78 eru hommar og lesbíur. Mörg þeirra hátt í hundrað ungmenna á aldrinum 13-17 ára sem nú sækja hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna ‘78 og Tjarnarinnar eru samkynhneigð. Tveir af þremur starfsmönnum Samtakanna eru samkynhneigðir og fjórir af sjö stjórnarmeðlimum. Hommar og lesbíur eru enn mikilvægur hluti af Samtökunum ‘78 þótt þau hafi frá árinu 2009 borið undirtitilinn Félag hinsegin fólks á Íslandi. Aðrir hópar hafa einfaldlega fengið sæti við borðið að auki. Af því erum við stolt. Fleira fólk en nokkru sinni fyrr finnur stuðning og athvarf í Samtökunum ‘78 og það er von okkar að Samtökin ‘78 muni gegna mikilvægu hlutverki fyrir allt hinsegin fólk á Íslandi um ókomin ár. Á sama tíma og við fögnum því hversu fjölbreytt og sterk við erum í sameinaðri hinsegin baráttu, þá munum við þá staðreynd að barátta homma og lesbía ruddi brautina fyrir alla hina hópana sem á eftir komu. Við vonum að þau sem voru fyrst til þess að rjúfa þögnina á sínum tíma finni, þrátt fyrir allt sem á undan er gengið, til stolts yfir fallega regnboganum sem barátta þeirra átti þátt í að skapa.Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ‘78Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daníel E. Arnarsson Hinsegin Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Þáttaröðin Svona fólk hefur á síðustu vikum haldið íslensku þjóðinni límdri við skjáinn og neytt hana til þess að horfast í augu við eigin fortíð. Þættirnir, sem Hrafnhildur Gunnarsdóttir á veg og vanda að, eru ótrúlegt afrek. Þeir varpa ljósi á það mikla mótlæti sem hommar og lesbíur á Íslandi máttu þola þegar þau stigu fram, börðust fyrir tilvist sinni, réttindum sínum og - í tilviki allt of margra á tímum AIDS - lífi sínu. Síðustu fimm sunnudagskvöld höfum við fengið að fylgjast með þróun samfélagsins okkar. Úr þrúgandi þögn í regnbogaflóð.Svona fólk hefur strax haft umtalsverð áhrif, eins og afsökunarbeiðni biskups Íslands í vikunni ber merki um. Almennt er fólk meðvitaðra um þann sársauka sem áratugalöng þöggun og djúpstæðir fordómar hafa valdið hommum og lesbíum. Þessi vitundarvakning nær ekki síst til yngra hinsegin fólks eins og okkar, sem sér þarna ljóslifandi hvernig tilveran var á þeim árum þar sem ekki var hægt að koma út úr skápnum sem samkynhneigður einstaklingur án þess að eiga von á því að verða fyrir aðkasti, útskúfun og ofbeldi. Samtökin ‘78 leika stórt hlutverk í þáttunum. Okkur undirrituðum, sem vorum ekki fædd þegar Samtökin voru stofnuð, hefur Svona fólk veitt einstakt tækifæri til að fá innsýn í upphafsár þess félags sem við vinnum fyrir frá degi til dags. Við þökkum Hrafnhildi fyrir það ómetanlega framlag til varðveitingar sögu Samtakanna ‘78 sem þáttaröðin í heild sinni er. Í gegnum árin hefur félagsfólk Samtakanna ‘78 oft tekist á, meðal annars um inngöngu tvíkynhneigðra og síðar trans fólks í félagið. Síðustu mínútur fimmta og síðasta þáttar Svona fólks lýsa síðan þeim átökum sem brutust út innan Samtakanna ‘78 árið 2016, frá sjónarhorni Hrafnhildar. Það sést af þættinum sjálfum og þeim umræðum sem hafa spunnist um hann á samfélagsmiðlum og víðar, að sárin sem opnuðust beggja megin í deilunni um hagsmunaaðild BDSM á Íslandi eru enn ekki gróin um heilt. Mörg miður falleg orð voru látin falla utan og innan Samtakanna ‘78 á þessum tíma og margt fólk, sama hvar það stóð í málinu, situr sárt eftir. Ljóst er að umræðan var afar særandi fyrir þær kynslóðir homma og lesbía sem höfðu vaðið eld og brennistein til þess eins að fá að vera þau sjálf. Þetta vitum við og skiljum enn betur þökk sé Svona fólki. Fyrir okkur undirrituð, sem nú erum í forsvari fyrir Samtökin ‘78, er ömurlegt að hugsa til þess að sumt fólk upplifi sig ekki lengur velkomið í þeim félagasamtökum sem þau stofnuðu sjálf og vörðu árum og áratugum í að viðhalda og hlúa að. Það er óásættanleg staða sem við viljum svo sannarlega bæta úr. Um leið og við horfumst í augu við þennan vanda viljum við árétta að Samtökin ‘78 vinna enn fyrir homma og lesbíur. Við gætum hagsmuna samkynhneigðra í hvívetna gagnvart hinu opinbera. Stór hluti þeirra sem nýta sér gjaldfrjálsa og faglega ráðgjafaþjónustu Samtakanna ‘78 eru hommar og lesbíur. Mörg þeirra hátt í hundrað ungmenna á aldrinum 13-17 ára sem nú sækja hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna ‘78 og Tjarnarinnar eru samkynhneigð. Tveir af þremur starfsmönnum Samtakanna eru samkynhneigðir og fjórir af sjö stjórnarmeðlimum. Hommar og lesbíur eru enn mikilvægur hluti af Samtökunum ‘78 þótt þau hafi frá árinu 2009 borið undirtitilinn Félag hinsegin fólks á Íslandi. Aðrir hópar hafa einfaldlega fengið sæti við borðið að auki. Af því erum við stolt. Fleira fólk en nokkru sinni fyrr finnur stuðning og athvarf í Samtökunum ‘78 og það er von okkar að Samtökin ‘78 muni gegna mikilvægu hlutverki fyrir allt hinsegin fólk á Íslandi um ókomin ár. Á sama tíma og við fögnum því hversu fjölbreytt og sterk við erum í sameinaðri hinsegin baráttu, þá munum við þá staðreynd að barátta homma og lesbía ruddi brautina fyrir alla hina hópana sem á eftir komu. Við vonum að þau sem voru fyrst til þess að rjúfa þögnina á sínum tíma finni, þrátt fyrir allt sem á undan er gengið, til stolts yfir fallega regnboganum sem barátta þeirra átti þátt í að skapa.Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ‘78Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun