Mikilvægt að fyrirtæki velji fjölbreyttan hóp samstarfsaðila Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. nóvember 2019 11:00 Birgitta Líf Björnsdóttir markaðsstjóri World Class segir að örfáir "áhrifavaldar“ séu á styrk hjá fyrirtækinu. Mynd/Instagram Markaðsstjóri World Class segir þá einstaklinga sem hljóti styrki hjá líkamsræktarstöðinni þurfa að vera heilbrigða, flotta og geta verið góðar fyrirmyndir. „Og stundi heilsurækt eða noti sér aðstöðu World Class af kappi,“ segir Birgitta Líf Björnsdóttir markaðsstjóri World Class í samtali við Vísi. „Við höfum verið lengi að vinna með flestum þeim sem við erum að styrkja, bæði þá liðum og einstaklingum. Við reynum eftir fremsta megni að styrkja eða styðja við þá sem hafa samband við okkur og erum lítið að leita eftir slíku sjálf, þá er ég að tala um íþróttalið og afreksíþróttafólk. Hópurinn sem við erum að styrkja er stór og fjölbreyttur og úr flestum íþróttum.“Afreksíþróttafólki blöskrar styrkir til „áhrifavalda í meðallagi“Twitter færsla Sólveigar Bergsdóttur um styrki heilsufyrirtækja til áhrifavalda hefur vakið mikla athygli síðustu daga. Sólveig segir að afreksíþróttafólk eigi erfitt með að fá styrki eftir að áhrifavaldar á samfélagsmiðlum urðu áberandi á Íslandi.Íþróttafólk úr nokkrum greinum tók undir skrif Sólveigar Bergsdóttur um styrki til íþróttafólks og áhrifavalda.Úr einkasafni„Ég, landsliðskona í fimleikum og afreks íþróttakona, á erfiðara með að fá vörustyrki og/eða samstarf við heilsutengd fyrirtæki en áhrifavaldur í meðallagi á Íslandi. Skekkja? Fleira íþróttafólk sem tengir?“ skrifaði Sólveig og fleiri íþróttamenn tóku undir. „Þetta er náttúrulega bara matsatriði hjá mér en mér finnst að þegar ég er kannski að horfa á stelpur sem eru bara í ræktinni, sem eru á styrkjum hjá heilsu- og íþróttafyrirtækjum, þá hugsar maður: „Af hverju gátu þeir ekki styrkt íþróttamann í staðinn?“ Ég hef verið að fylgjast með þessu á samfélagsmiðlum og finnst þetta frekar algengt,“ segir Sólveig í samtali við Vísi. World Class er langstærsti aðilinn á markaði þegar kemur að líkamsræktarstöðvum. Fimmtán stöðvar og plön um fleiri.Örfáir „áhrifavaldar“ á styrk hjá World Class „Ég get ekki talað fyrir hönd annarra en World Class og þar er þetta ekki raunveruleikinn enda erum við dugleg að styðja við íþróttafólk eins og við getum. Það er leiðinlegt að heyra að þetta sé staðan og mikilvægt að fyrirtæki setji sér skýra stefnu í þessum málum og reyni að hafa samstarfsaðila sína fjölbreyttan hóp,“ segir Birgitta Líf um færslu Sólveigar. Hún segir að World Class styrki að mestu leiti íþróttalið og afreksíþróttafólk.„Áhrifavaldar sem vinna með okkur er hægt að telja á fingrum annarrar handar og er það þá helst í tengslum við sér verkefni.“Hafði ekki sömu áhrif Svavar Jóhannsson framkvæmdarstjóri Fitness Sport sagði í samtali við Vísi í gær að fyrirtækið velji frekar lífsstílssnappara en afreksíþróttafólk til að vinna með, því þeirra markhópur tengi betur við þannig einstaklinga. „Við höfum frekar einblínt á lífsstílssnappara þar sem okkar markhópur er venjulegt fólk sem getur tengt við viðkomandi aðila og hans daglega líf.“ Fitness Sport er eitt af þeim fyrirtækjum sem eru í samstarfi við marga áhrifavalda. Á síðu þeirra má sjá marga lífsstílsbloggara, einkaþjálfara og fyrrum fegurðardrotningar. Áherslurnar voru þó aðrar hjá fyrirtækinu á árum áður og fyrirtækið vann þá með fleiri einstaklingum úr hópi afreksfólks. „Okkur fannst við ekki ná sama árangri með að koma skilaboðum til þeirra sem við vildum ná til.“Styrkirnir snúast um ímynd Birgitta Líf segir að World Class skoði ekki hvaða áhrif styrkir og samstarf við einstaklinga og lið hafi á hagnað eða sölutölur.„Við mælum það ekki, heldur snúast styrkirnir um ímynd fyrirtækisins út á við, að ýta undir heilsu landsmanna og styðja við íþróttahreyfingar landsins og afreksfólkið okkar.“ Hún segir að fyrirtækinu finnist mjög jákvætt að geta styrkt á þennan hátt. „Við setjum aldrei kröfur um auglýsingar og viljum að þeir sem við styrkjum séu raunverulega að njóta góðs af samstarfinu og nýti sér þá þjónustu og aðstöðu sem við höfum upp á að bjóða. Það smitar þá sjálfkrafa út frá sér ef aðilinn er ánægður og enn skemmtilegra ef því er deilt áfram, hvort sem það er á samfélagsmiðlum eða bara í kringum einstaklinginn.“Birgitta Líf Björnsdóttir markaðsstjóri World Class og Instagram áhrifavaldur.Mynd/AðsentBirgitta Líf segir að fyrirtækið sé í augnablikinu að styrkja tugi einstaklinga og íþróttaliða. „Við erum að styrkja fjöldann allan af íþróttaliðum og íþróttafólki úr alls kyns íþróttum á einn eða annan hátt. Þar koma lið og fólk úr sundi, fótbolta, handbolta, mótorkrossi, fimleikum, bogfimi, badminton, krossfit og fleira svo eitthvað sé nefnt og er það í tugum talið. Við styrkjum einnig mikið af listafólki, leikurum og söngvurum sem dæmi.“Stjórnar sjálf hvað hún setur inn „Áhrifavaldar sem við vinnum með í tengslum við ákveðin verkefni geta talist á fingrum annarrar,“ segir Birgitta Líf. Þó að það sé eitthvað um það að sjálfstætt starfandi einkaþjálfarar styrki aðila til að auglýsa sína þjónustu. „En það er ekki á okkar vegum.“ Birgitta Líf þekkir líka hina hliðina á þessu máli en sjálf er hún persónulega með yfir 20.000 fylgjendur á Instagram og styrktarsamninga við nokkur fyrirtæki. Hún segist hafa unnið með þeim öllum í tæp þrjú ár. Birgitta Líf er meðal annars með samning við Nocco, 66 gráður norður, Moët & Chandon og Nike á Íslandi. „Þau fyrirtæki sem ég vinn með hef ég unnið með í langan tíma og eru allt vörumerki sem passa vel inn í mitt daglega líf, ég hef notað lengi og á í góðum samskiptum við. Ég er sjálf í fullu starfi í vinnu og lít því alltaf á Instagram eða allt því tengdu sem „auka“. Mér finnst mjög gaman að geta nýtt þann miðil til að vera góð fyrirmynd og deilt því sem ég er að gera og nota en horfi ekki á það sem sérstakan auglýsingaplatform og er því sjaldan að taka að mér auka verkefni eða ný samstörf heldur er bara með mína föstu samstarfsaðila sem eru partur af daglega lífinu mínu.“ Birgitta Líf segir að þetta sé sjaldnast mikil vinna eða kvöð um að koma hlutum á framfæri. „Ég stjórna algjörlega sjálf hvað ég set inn, hvernig og hversu oft og næ þannig að láta þetta ekki taka of mikið yfir. Það kemur þó auðvitað fyrir að það séu sérstök verkefni eða aukavinna en ég hef bara gaman að því.“ Auglýsinga- og markaðsmál Fimleikar Neytendur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Spyr af hverju áhrifavaldar fái fleiri vörustyrki en afreksíþróttafólk Sólveig Bergsdóttir landsliðskona í fimleikum segir erfitt fyrir íþróttafólk að fá styrki frá fyrirtækjum í dag. 5. nóvember 2019 08:30 Náði ekki sama árangri með samstarfi við afreksíþróttafólk Svavar Jóhannsson framkvæmdastjóri Fitness Sport styrkir ekki lengur afreksíþróttafólk og velur frekar lífsstílssnappara. 5. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Markaðsstjóri World Class segir þá einstaklinga sem hljóti styrki hjá líkamsræktarstöðinni þurfa að vera heilbrigða, flotta og geta verið góðar fyrirmyndir. „Og stundi heilsurækt eða noti sér aðstöðu World Class af kappi,“ segir Birgitta Líf Björnsdóttir markaðsstjóri World Class í samtali við Vísi. „Við höfum verið lengi að vinna með flestum þeim sem við erum að styrkja, bæði þá liðum og einstaklingum. Við reynum eftir fremsta megni að styrkja eða styðja við þá sem hafa samband við okkur og erum lítið að leita eftir slíku sjálf, þá er ég að tala um íþróttalið og afreksíþróttafólk. Hópurinn sem við erum að styrkja er stór og fjölbreyttur og úr flestum íþróttum.“Afreksíþróttafólki blöskrar styrkir til „áhrifavalda í meðallagi“Twitter færsla Sólveigar Bergsdóttur um styrki heilsufyrirtækja til áhrifavalda hefur vakið mikla athygli síðustu daga. Sólveig segir að afreksíþróttafólk eigi erfitt með að fá styrki eftir að áhrifavaldar á samfélagsmiðlum urðu áberandi á Íslandi.Íþróttafólk úr nokkrum greinum tók undir skrif Sólveigar Bergsdóttur um styrki til íþróttafólks og áhrifavalda.Úr einkasafni„Ég, landsliðskona í fimleikum og afreks íþróttakona, á erfiðara með að fá vörustyrki og/eða samstarf við heilsutengd fyrirtæki en áhrifavaldur í meðallagi á Íslandi. Skekkja? Fleira íþróttafólk sem tengir?“ skrifaði Sólveig og fleiri íþróttamenn tóku undir. „Þetta er náttúrulega bara matsatriði hjá mér en mér finnst að þegar ég er kannski að horfa á stelpur sem eru bara í ræktinni, sem eru á styrkjum hjá heilsu- og íþróttafyrirtækjum, þá hugsar maður: „Af hverju gátu þeir ekki styrkt íþróttamann í staðinn?“ Ég hef verið að fylgjast með þessu á samfélagsmiðlum og finnst þetta frekar algengt,“ segir Sólveig í samtali við Vísi. World Class er langstærsti aðilinn á markaði þegar kemur að líkamsræktarstöðvum. Fimmtán stöðvar og plön um fleiri.Örfáir „áhrifavaldar“ á styrk hjá World Class „Ég get ekki talað fyrir hönd annarra en World Class og þar er þetta ekki raunveruleikinn enda erum við dugleg að styðja við íþróttafólk eins og við getum. Það er leiðinlegt að heyra að þetta sé staðan og mikilvægt að fyrirtæki setji sér skýra stefnu í þessum málum og reyni að hafa samstarfsaðila sína fjölbreyttan hóp,“ segir Birgitta Líf um færslu Sólveigar. Hún segir að World Class styrki að mestu leiti íþróttalið og afreksíþróttafólk.„Áhrifavaldar sem vinna með okkur er hægt að telja á fingrum annarrar handar og er það þá helst í tengslum við sér verkefni.“Hafði ekki sömu áhrif Svavar Jóhannsson framkvæmdarstjóri Fitness Sport sagði í samtali við Vísi í gær að fyrirtækið velji frekar lífsstílssnappara en afreksíþróttafólk til að vinna með, því þeirra markhópur tengi betur við þannig einstaklinga. „Við höfum frekar einblínt á lífsstílssnappara þar sem okkar markhópur er venjulegt fólk sem getur tengt við viðkomandi aðila og hans daglega líf.“ Fitness Sport er eitt af þeim fyrirtækjum sem eru í samstarfi við marga áhrifavalda. Á síðu þeirra má sjá marga lífsstílsbloggara, einkaþjálfara og fyrrum fegurðardrotningar. Áherslurnar voru þó aðrar hjá fyrirtækinu á árum áður og fyrirtækið vann þá með fleiri einstaklingum úr hópi afreksfólks. „Okkur fannst við ekki ná sama árangri með að koma skilaboðum til þeirra sem við vildum ná til.“Styrkirnir snúast um ímynd Birgitta Líf segir að World Class skoði ekki hvaða áhrif styrkir og samstarf við einstaklinga og lið hafi á hagnað eða sölutölur.„Við mælum það ekki, heldur snúast styrkirnir um ímynd fyrirtækisins út á við, að ýta undir heilsu landsmanna og styðja við íþróttahreyfingar landsins og afreksfólkið okkar.“ Hún segir að fyrirtækinu finnist mjög jákvætt að geta styrkt á þennan hátt. „Við setjum aldrei kröfur um auglýsingar og viljum að þeir sem við styrkjum séu raunverulega að njóta góðs af samstarfinu og nýti sér þá þjónustu og aðstöðu sem við höfum upp á að bjóða. Það smitar þá sjálfkrafa út frá sér ef aðilinn er ánægður og enn skemmtilegra ef því er deilt áfram, hvort sem það er á samfélagsmiðlum eða bara í kringum einstaklinginn.“Birgitta Líf Björnsdóttir markaðsstjóri World Class og Instagram áhrifavaldur.Mynd/AðsentBirgitta Líf segir að fyrirtækið sé í augnablikinu að styrkja tugi einstaklinga og íþróttaliða. „Við erum að styrkja fjöldann allan af íþróttaliðum og íþróttafólki úr alls kyns íþróttum á einn eða annan hátt. Þar koma lið og fólk úr sundi, fótbolta, handbolta, mótorkrossi, fimleikum, bogfimi, badminton, krossfit og fleira svo eitthvað sé nefnt og er það í tugum talið. Við styrkjum einnig mikið af listafólki, leikurum og söngvurum sem dæmi.“Stjórnar sjálf hvað hún setur inn „Áhrifavaldar sem við vinnum með í tengslum við ákveðin verkefni geta talist á fingrum annarrar,“ segir Birgitta Líf. Þó að það sé eitthvað um það að sjálfstætt starfandi einkaþjálfarar styrki aðila til að auglýsa sína þjónustu. „En það er ekki á okkar vegum.“ Birgitta Líf þekkir líka hina hliðina á þessu máli en sjálf er hún persónulega með yfir 20.000 fylgjendur á Instagram og styrktarsamninga við nokkur fyrirtæki. Hún segist hafa unnið með þeim öllum í tæp þrjú ár. Birgitta Líf er meðal annars með samning við Nocco, 66 gráður norður, Moët & Chandon og Nike á Íslandi. „Þau fyrirtæki sem ég vinn með hef ég unnið með í langan tíma og eru allt vörumerki sem passa vel inn í mitt daglega líf, ég hef notað lengi og á í góðum samskiptum við. Ég er sjálf í fullu starfi í vinnu og lít því alltaf á Instagram eða allt því tengdu sem „auka“. Mér finnst mjög gaman að geta nýtt þann miðil til að vera góð fyrirmynd og deilt því sem ég er að gera og nota en horfi ekki á það sem sérstakan auglýsingaplatform og er því sjaldan að taka að mér auka verkefni eða ný samstörf heldur er bara með mína föstu samstarfsaðila sem eru partur af daglega lífinu mínu.“ Birgitta Líf segir að þetta sé sjaldnast mikil vinna eða kvöð um að koma hlutum á framfæri. „Ég stjórna algjörlega sjálf hvað ég set inn, hvernig og hversu oft og næ þannig að láta þetta ekki taka of mikið yfir. Það kemur þó auðvitað fyrir að það séu sérstök verkefni eða aukavinna en ég hef bara gaman að því.“
Auglýsinga- og markaðsmál Fimleikar Neytendur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Spyr af hverju áhrifavaldar fái fleiri vörustyrki en afreksíþróttafólk Sólveig Bergsdóttir landsliðskona í fimleikum segir erfitt fyrir íþróttafólk að fá styrki frá fyrirtækjum í dag. 5. nóvember 2019 08:30 Náði ekki sama árangri með samstarfi við afreksíþróttafólk Svavar Jóhannsson framkvæmdastjóri Fitness Sport styrkir ekki lengur afreksíþróttafólk og velur frekar lífsstílssnappara. 5. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Spyr af hverju áhrifavaldar fái fleiri vörustyrki en afreksíþróttafólk Sólveig Bergsdóttir landsliðskona í fimleikum segir erfitt fyrir íþróttafólk að fá styrki frá fyrirtækjum í dag. 5. nóvember 2019 08:30
Náði ekki sama árangri með samstarfi við afreksíþróttafólk Svavar Jóhannsson framkvæmdastjóri Fitness Sport styrkir ekki lengur afreksíþróttafólk og velur frekar lífsstílssnappara. 5. nóvember 2019 13:00