Náði ekki sama árangri með samstarfi við afreksíþróttafólk Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. nóvember 2019 13:00 Svavar Jóhannsson framkvæmdastjóri Fitness Sport styrkir ekki lengur afreksíþróttafólk og velur frekar lífsstílssnappara. Fréttablaðið/Vilhelm Twitter færsla Sólveigar Bergsdóttur um styrki heilsufyrirtækja til áhrifavalda hefur vakið mikla athygli síðustu daga. Sólveig segir að afreksíþróttafólk eigi erfitt með að fá styrki eftir að áhrifavaldar á samfélagsmiðlum urðu áberandi á Íslandi. Fitness Sport er eitt af þeim fyrirtækjum sem eru í samstarfi við marga áhrifavalda á samfélagsmiðlum. Á vefsíðu þeirra má sjá marga lífsstílsbloggara, einkaþjálfara og fyrrum fegurðardrotningar. „Við veljum þá aðila sem líkjast þeim markhópi sem við viljum koma skilaboðum til og ekki síst verður viðkomandi að passa við vöruna og vera að nota hana sjálfur. Það er ekkert hallærislegra að okkar mati en lífsstílssnappari sem er að auglýsa vöru sem allir vita að hann myndi aldrei nota sjálfur ef það væri ekki verið að borga honum fyrir það. Fólk er fljótt að sjá í gegnum svoleiðis,“ segir Svavar Jóhannsson framkvæmdarstjóri Fitness Sport í samtali við Vísi.Ég, landsliðskona í fimleikum og afreks íþróttakona, á erfiðra með að fá vörustyrki og/eða samstarf við heilsutengd fyrirtæki en áhrifavaldur í meðallagi á Íslandi. Skekkja? Fleira íþróttafólk sem tengir? — Solveig Bergsdottir (@sollabergs) November 1, 2019Mikil skekkja Að mati Sólveigar eru heilsutengd fyrirtæki oft að veita vörustyrki sem gætu létt mjög undir með afreksíþróttafólki eins og tengt æfingafatnaði, íþróttaskóm, vítamínum, fæðubótaefnum, hollum mat eða öðru. Henni finnst eitthvað rangt við að sjá „krakka“ skrá sig sem áhrifavald og fá allt þetta upp í hendurnar á meðan íþróttafólk sitji heima, sveitt að reyna að vinna einhverja vaktavinnu til þess að komast á Evrópumót. „Ég sat heima hjá mér að skoða stories á Instagram og var að fylgjast með stelpum, sem hafa örugglega aldrei þurft að borga 200.000 króna keppnisferð eitthvert eða landsliðsgalla eða eitthvað, taka upp gjafapoka frá Nike. Það kom bara upp smá hiti í mig, að þetta sé svona. Af hverju það er svona mikil skekkja í því að íþróttafólk þurfi að hafa svona rosalega mikið fyrir því að fá styrki þegar við erum að æfa líka 20 til 25 tíma á viku og reyna að vinna til þess að ná endum saman og til þess að borga fyrir ferðirnar okkar,“ sagði Sólveig í samtali við Vísi. Á meðal þeirra sem tóku undir skrif Sólveigar Bergsdóttur voru Arna Stefanía Guðmundsdóttir Norðurlanda- og Íslandsmeistari í frjálsum íþróttum, Sif Atladóttir landsliðskona í knattspyrnu og Ólympíufarinn Brynjar Jökull GuðmundssonMynd/AðsendSólveig segir að sjálf myndi hún sem íþróttakona alltaf frekar velja að nota vörur sem að annað íþróttafólk kjósi að nota, frekar en einhver áhrifavaldur. „Það skiptir kannski áhrifavald engu máli hvort að próteinið sem hún er að borða sé hreint eða ekki, hún er ekki að fara í lyfjapróf á næsta Evrópumóti.“Velja aðila sem líkjast markhópnum Svavar segir að fyrirtækið velji frekar lífsstílssnappara en afreksíþróttafólk til að vinna með, því þeirra markhópur tengi betur við þannig einstaklinga. „Við höfum frekar einblínt á lífsstílssnappara þar sem okkar markhópur er venjulegt fólk sem getur tengt við viðkomandi aðila og hans daglega líf.“ Áherslurnar voru aðrar en þetta hefur breyst síðustu ár.„Við vorum að vinna með fleira afreksfólki áður en okkur fannst við ekki ná sama árangri með að koma skilaboðum til þeirra sem við vildum ná til.“ Svavar segir að fyrirtækið sé mjög ánægt með árangurinn í flestum tilfellum, en auðvitað virki ekki allt og stundum sjái þau eftir tvo til þrjá mánuði að viðkomandi áhrifavaldur er ekki að skila þeim árangri sem vænst var af honum „Við fylgjumst vel með því hverju hver einstakur aðili skilar í sölu en ekki síst hvort hann hefur góð áhrif á vörumerkið sjálft og ímynd þess.“ Auglýsinga- og markaðsmál Fimleikar Heilsa Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Spyr af hverju áhrifavaldar fái fleiri vörustyrki en afreksíþróttafólk Sólveig Bergsdóttir landsliðskona í fimleikum segir erfitt fyrir íþróttafólk að fá styrki frá fyrirtækjum í dag. 5. nóvember 2019 08:30 Mest lesið Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Twitter færsla Sólveigar Bergsdóttur um styrki heilsufyrirtækja til áhrifavalda hefur vakið mikla athygli síðustu daga. Sólveig segir að afreksíþróttafólk eigi erfitt með að fá styrki eftir að áhrifavaldar á samfélagsmiðlum urðu áberandi á Íslandi. Fitness Sport er eitt af þeim fyrirtækjum sem eru í samstarfi við marga áhrifavalda á samfélagsmiðlum. Á vefsíðu þeirra má sjá marga lífsstílsbloggara, einkaþjálfara og fyrrum fegurðardrotningar. „Við veljum þá aðila sem líkjast þeim markhópi sem við viljum koma skilaboðum til og ekki síst verður viðkomandi að passa við vöruna og vera að nota hana sjálfur. Það er ekkert hallærislegra að okkar mati en lífsstílssnappari sem er að auglýsa vöru sem allir vita að hann myndi aldrei nota sjálfur ef það væri ekki verið að borga honum fyrir það. Fólk er fljótt að sjá í gegnum svoleiðis,“ segir Svavar Jóhannsson framkvæmdarstjóri Fitness Sport í samtali við Vísi.Ég, landsliðskona í fimleikum og afreks íþróttakona, á erfiðra með að fá vörustyrki og/eða samstarf við heilsutengd fyrirtæki en áhrifavaldur í meðallagi á Íslandi. Skekkja? Fleira íþróttafólk sem tengir? — Solveig Bergsdottir (@sollabergs) November 1, 2019Mikil skekkja Að mati Sólveigar eru heilsutengd fyrirtæki oft að veita vörustyrki sem gætu létt mjög undir með afreksíþróttafólki eins og tengt æfingafatnaði, íþróttaskóm, vítamínum, fæðubótaefnum, hollum mat eða öðru. Henni finnst eitthvað rangt við að sjá „krakka“ skrá sig sem áhrifavald og fá allt þetta upp í hendurnar á meðan íþróttafólk sitji heima, sveitt að reyna að vinna einhverja vaktavinnu til þess að komast á Evrópumót. „Ég sat heima hjá mér að skoða stories á Instagram og var að fylgjast með stelpum, sem hafa örugglega aldrei þurft að borga 200.000 króna keppnisferð eitthvert eða landsliðsgalla eða eitthvað, taka upp gjafapoka frá Nike. Það kom bara upp smá hiti í mig, að þetta sé svona. Af hverju það er svona mikil skekkja í því að íþróttafólk þurfi að hafa svona rosalega mikið fyrir því að fá styrki þegar við erum að æfa líka 20 til 25 tíma á viku og reyna að vinna til þess að ná endum saman og til þess að borga fyrir ferðirnar okkar,“ sagði Sólveig í samtali við Vísi. Á meðal þeirra sem tóku undir skrif Sólveigar Bergsdóttur voru Arna Stefanía Guðmundsdóttir Norðurlanda- og Íslandsmeistari í frjálsum íþróttum, Sif Atladóttir landsliðskona í knattspyrnu og Ólympíufarinn Brynjar Jökull GuðmundssonMynd/AðsendSólveig segir að sjálf myndi hún sem íþróttakona alltaf frekar velja að nota vörur sem að annað íþróttafólk kjósi að nota, frekar en einhver áhrifavaldur. „Það skiptir kannski áhrifavald engu máli hvort að próteinið sem hún er að borða sé hreint eða ekki, hún er ekki að fara í lyfjapróf á næsta Evrópumóti.“Velja aðila sem líkjast markhópnum Svavar segir að fyrirtækið velji frekar lífsstílssnappara en afreksíþróttafólk til að vinna með, því þeirra markhópur tengi betur við þannig einstaklinga. „Við höfum frekar einblínt á lífsstílssnappara þar sem okkar markhópur er venjulegt fólk sem getur tengt við viðkomandi aðila og hans daglega líf.“ Áherslurnar voru aðrar en þetta hefur breyst síðustu ár.„Við vorum að vinna með fleira afreksfólki áður en okkur fannst við ekki ná sama árangri með að koma skilaboðum til þeirra sem við vildum ná til.“ Svavar segir að fyrirtækið sé mjög ánægt með árangurinn í flestum tilfellum, en auðvitað virki ekki allt og stundum sjái þau eftir tvo til þrjá mánuði að viðkomandi áhrifavaldur er ekki að skila þeim árangri sem vænst var af honum „Við fylgjumst vel með því hverju hver einstakur aðili skilar í sölu en ekki síst hvort hann hefur góð áhrif á vörumerkið sjálft og ímynd þess.“
Auglýsinga- og markaðsmál Fimleikar Heilsa Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Spyr af hverju áhrifavaldar fái fleiri vörustyrki en afreksíþróttafólk Sólveig Bergsdóttir landsliðskona í fimleikum segir erfitt fyrir íþróttafólk að fá styrki frá fyrirtækjum í dag. 5. nóvember 2019 08:30 Mest lesið Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Spyr af hverju áhrifavaldar fái fleiri vörustyrki en afreksíþróttafólk Sólveig Bergsdóttir landsliðskona í fimleikum segir erfitt fyrir íþróttafólk að fá styrki frá fyrirtækjum í dag. 5. nóvember 2019 08:30