Lækkum útsvar á tekjulága eins og fasteignagjöldin Vigdís Hauksdóttir skrifar 5. nóvember 2019 17:10 Ég lagði núna rétt í þessu fram framsækna tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur sem hljóðar svo: „Borgarstjórn samþykkir að fella niður útsvar hjá þeim Reykvíkingum 67 ára og eldri sem njóta eingöngu greiðslna frá Tryggingastofnun og hafa ekki greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum.“ Ég veit að meirihlutinn á eftir að reyna að tæta þessa tillögu í sig og jafnvel kalla eftir lögfræðiáliti frá hagstæðum álitsgjöfum og líklega verður fremstur í flokki sjálfur borgarlögmaður. En staðreyndin er að sveitarfélög leggja á útsvar og í fjárhagsáætlun fyrir 2020 er áætlað að Reykjavíkurborg leggi á hæsta mögulega útsvar eins og undanfarin ár, eða 14,52%. Tekjuskattslögin eru þannig uppbyggð að fyrstu tæplega 15% álagningar hins opinbera fer til sveitarfélaganna og þegar þessu marki er fer fólk fyrst að borga tekjuskatt til ríkissins. Heimild þessi er sótt í 25. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga en hún hljóðar svo: „Sveitarstjórn er heimilt að taka til greina umsókn manna um lækkun eða niðurfellingu álagðs útsvars þegar svo stendur á telji hún ástæðu til að veita frekari lækkun en ríkisskattstjóri veitti við afgreiðslu á umsókn um lækkun útsvarsstofns. Á sama hátt getur sveitarstjórn lækkað eða fellt niður álagt útsvar þeirra sem nutu bóta skv. III. kafla laga um almannatryggingar og lögum um slysatryggingar almannatrygginga. Í 2. mgr. fyrrgreindrar 25. gr. segir að ríkisskattstjóri skuli veita sveitarstjórn aðgang að skattframtölum hlutaðeigandi einstaklinga, svo og veita henni þær upplýsingar sem nauðsynlegar teljast. Sveitarstjórn skal tilkynna lækkun útsvars til ríkisskattstjóra og innheimtuaðila og hlutaðeigandi einstaklings. Þessi tillaga er kvenlæg því konur eru í meirihluta þessa hóps sem. Á árum áður voru þær ekki á vinnumarkaði og höfðu þar að leiðandi ekki tækifæri á að safna upp lífeyrisréttindum eins og karlmenn á sama aldri. Það eru breyttir tímar og nú þurfa bæði kyn að vinna fullan vinnudag til að ná endum saman og lögbundinn lífeyrissparnaður hleðst upp þar til lífeyrisaldri er náð. Við eigum að sýna því fólki sem undir þennan hóp falla þá virðingu að hætta að rukka útsvar af þeirri lágu upphæð sem til fellur frá Tryggingastofnun. Sveitarfélögin eru nú þegar með undanþágu frá fasteignagjöldum vegna lágra tekna. Ekkert er því til fyrirstöðu að fara sömu leið varðandi útsvarið.Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Höfuðborgin sem þjóðgarður: Arfleifð til komandi kynslóða Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Ég lagði núna rétt í þessu fram framsækna tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur sem hljóðar svo: „Borgarstjórn samþykkir að fella niður útsvar hjá þeim Reykvíkingum 67 ára og eldri sem njóta eingöngu greiðslna frá Tryggingastofnun og hafa ekki greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum.“ Ég veit að meirihlutinn á eftir að reyna að tæta þessa tillögu í sig og jafnvel kalla eftir lögfræðiáliti frá hagstæðum álitsgjöfum og líklega verður fremstur í flokki sjálfur borgarlögmaður. En staðreyndin er að sveitarfélög leggja á útsvar og í fjárhagsáætlun fyrir 2020 er áætlað að Reykjavíkurborg leggi á hæsta mögulega útsvar eins og undanfarin ár, eða 14,52%. Tekjuskattslögin eru þannig uppbyggð að fyrstu tæplega 15% álagningar hins opinbera fer til sveitarfélaganna og þegar þessu marki er fer fólk fyrst að borga tekjuskatt til ríkissins. Heimild þessi er sótt í 25. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga en hún hljóðar svo: „Sveitarstjórn er heimilt að taka til greina umsókn manna um lækkun eða niðurfellingu álagðs útsvars þegar svo stendur á telji hún ástæðu til að veita frekari lækkun en ríkisskattstjóri veitti við afgreiðslu á umsókn um lækkun útsvarsstofns. Á sama hátt getur sveitarstjórn lækkað eða fellt niður álagt útsvar þeirra sem nutu bóta skv. III. kafla laga um almannatryggingar og lögum um slysatryggingar almannatrygginga. Í 2. mgr. fyrrgreindrar 25. gr. segir að ríkisskattstjóri skuli veita sveitarstjórn aðgang að skattframtölum hlutaðeigandi einstaklinga, svo og veita henni þær upplýsingar sem nauðsynlegar teljast. Sveitarstjórn skal tilkynna lækkun útsvars til ríkisskattstjóra og innheimtuaðila og hlutaðeigandi einstaklings. Þessi tillaga er kvenlæg því konur eru í meirihluta þessa hóps sem. Á árum áður voru þær ekki á vinnumarkaði og höfðu þar að leiðandi ekki tækifæri á að safna upp lífeyrisréttindum eins og karlmenn á sama aldri. Það eru breyttir tímar og nú þurfa bæði kyn að vinna fullan vinnudag til að ná endum saman og lögbundinn lífeyrissparnaður hleðst upp þar til lífeyrisaldri er náð. Við eigum að sýna því fólki sem undir þennan hóp falla þá virðingu að hætta að rukka útsvar af þeirri lágu upphæð sem til fellur frá Tryggingastofnun. Sveitarfélögin eru nú þegar með undanþágu frá fasteignagjöldum vegna lágra tekna. Ekkert er því til fyrirstöðu að fara sömu leið varðandi útsvarið.Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar