MSN - Skilaboð til Alþingis Sigrún Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2019 10:15 Á síðastliðnum tíu árum hafa þrjú lánasjóðsfrumvörp verið lögð fyrir Alþingi, enn sem komið er hefur ekkert þeirra verið samþykkt. Í gær fór fram fyrsta umræða á Alþingi um frumvarp til laga um Menntasjóð námsmanna (MSN) sem ætlað er að koma í stað Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Stúdentar hafa lengi beðið eftir styrkjakerfi sem er byggt upp að norrænni fyrirmynd. Ljóst er að núverandi kerfi þjónar ekki tilgangi sínum og er löngu tímabært að nýtt og betrumbætt kerfi líti dagsins ljós. Eins og mennta- og menningarmálaráðherra hefur sjálf sagt þá er menntakerfið eitt mikilvægasta jöfnunartæki sem við höfum. Aðgengi allra að háskólanámi á að vera tryggt og spilar lánasjóðurinn þar lykilhlutverk. Markmiðið með lögum um MSN er að tryggja þeim sem falla undir lögin, tækifæri til náms án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð í formi námslána og styrkja. Með MSN eru lagðar fram talsverðar breytingar frá núverandi kerfi. Veigamestu breytingarnar felast í innleiðingu beins styrkjakerfis og breyttum vaxtakjörum. Lánþegar sem ljúka prófgráðu innan tilgreinds tíma geta fengið námsstyrk sem nemur 30% af höfuðstóli námsláns þeirra og sömuleiðis verða veittir styrkir fyrir framfærslu barna sem er mikil kjarabót. Á móti kemur að vextir verða breytilegir markaðsvextir og því verða kjörin afar ólík núverandi vaxtakjörum, þar sem vextir hafa verið fastir í 1% frá árinu 1992. Það er útgefið markmið ríkisstjórnarinnar að blása til stórsóknar í menntamálum, enda skilar hver króna sem stjórnvöld greiða til náms á háskólastigi sér áttfalt til baka. Vandfundnir eru þeir fjárfestingarmöguleikar sem ríkið hefur sem skila betri ávöxtun en fjárfesting í menntun. Alþingi fær hér eftirsóknarvert tækifæri til að auka enn á fjárfestingu í menntakerfinu og framtíðarkynslóðum landsins með því að setja þak á vaxtastig lána hjá Menntasjóði námsmanna. Íslenskt hagkerfi á ekki fallega sögu að baki sér þegar kemur að efnahagslegum stöðugleika, sem veldur því að háværar viðvörunarbjöllur hljóma í eyrum stúdenta, nú þegar ætlunin er að í fyrsta lagi hækka vexti og í öðru lagi gefa þá í hendur markaðsins. Ljóst er að þjóðhagslegur ávinningur af frumvarpinu er mikill, enda heildarmyndin góð, en hækkun vaxtastigs er óásættanleg og hefur sú afstaða stúdenta ætíð legið fyrir.Greinarhöfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS og er greinin hluti af herferð samtakanna um fjárfestingu í menntun vegna frumvarps um Menntasjóð námsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Námslán Skóla - og menntamál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðastliðnum tíu árum hafa þrjú lánasjóðsfrumvörp verið lögð fyrir Alþingi, enn sem komið er hefur ekkert þeirra verið samþykkt. Í gær fór fram fyrsta umræða á Alþingi um frumvarp til laga um Menntasjóð námsmanna (MSN) sem ætlað er að koma í stað Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Stúdentar hafa lengi beðið eftir styrkjakerfi sem er byggt upp að norrænni fyrirmynd. Ljóst er að núverandi kerfi þjónar ekki tilgangi sínum og er löngu tímabært að nýtt og betrumbætt kerfi líti dagsins ljós. Eins og mennta- og menningarmálaráðherra hefur sjálf sagt þá er menntakerfið eitt mikilvægasta jöfnunartæki sem við höfum. Aðgengi allra að háskólanámi á að vera tryggt og spilar lánasjóðurinn þar lykilhlutverk. Markmiðið með lögum um MSN er að tryggja þeim sem falla undir lögin, tækifæri til náms án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð í formi námslána og styrkja. Með MSN eru lagðar fram talsverðar breytingar frá núverandi kerfi. Veigamestu breytingarnar felast í innleiðingu beins styrkjakerfis og breyttum vaxtakjörum. Lánþegar sem ljúka prófgráðu innan tilgreinds tíma geta fengið námsstyrk sem nemur 30% af höfuðstóli námsláns þeirra og sömuleiðis verða veittir styrkir fyrir framfærslu barna sem er mikil kjarabót. Á móti kemur að vextir verða breytilegir markaðsvextir og því verða kjörin afar ólík núverandi vaxtakjörum, þar sem vextir hafa verið fastir í 1% frá árinu 1992. Það er útgefið markmið ríkisstjórnarinnar að blása til stórsóknar í menntamálum, enda skilar hver króna sem stjórnvöld greiða til náms á háskólastigi sér áttfalt til baka. Vandfundnir eru þeir fjárfestingarmöguleikar sem ríkið hefur sem skila betri ávöxtun en fjárfesting í menntun. Alþingi fær hér eftirsóknarvert tækifæri til að auka enn á fjárfestingu í menntakerfinu og framtíðarkynslóðum landsins með því að setja þak á vaxtastig lána hjá Menntasjóði námsmanna. Íslenskt hagkerfi á ekki fallega sögu að baki sér þegar kemur að efnahagslegum stöðugleika, sem veldur því að háværar viðvörunarbjöllur hljóma í eyrum stúdenta, nú þegar ætlunin er að í fyrsta lagi hækka vexti og í öðru lagi gefa þá í hendur markaðsins. Ljóst er að þjóðhagslegur ávinningur af frumvarpinu er mikill, enda heildarmyndin góð, en hækkun vaxtastigs er óásættanleg og hefur sú afstaða stúdenta ætíð legið fyrir.Greinarhöfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS og er greinin hluti af herferð samtakanna um fjárfestingu í menntun vegna frumvarps um Menntasjóð námsmanna.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar