Helgi hefur selt í Marel fyrir um 800 milljónir Hörður Ægisson skrifar 30. október 2019 06:45 Helgi Magnússon. Helgi Magnússon fjárfestir, sem sat í stjórn Marels á árunum 2005 til 2019, hefur á síðustu mánuðum selt tæplega helming bréfa sinna í fyrirtækinu fyrir jafnvirði samtals um 820 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð Marels. Þetta má lesa út úr lista yfir alla hluthafa Marels, sem Markaðurinn hefur séð, en samkvæmt honum eiga félögin Hofgarðar og Eignarhaldsfélagið Harpa í dag samanlagt 1.645 þúsund bréf í fyrirtækinu að nafnverði, sem jafngildir rúmlega 0,2 prósenta eignarhlut, og eru þau metin á um 970 milljónir króna. Hofgarðar eru að öllu leyti í eigu Helga en hlutur hans í Hörpu nemur 56 prósentum. Helgi er aðaleigandi Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins. Í byrjun mars á þessu ári, þegar Helgi hætti í stjórn Marels, áttu hins vegar þrjú félög Helga samtals rúmlega þrjár milljónir hluta að nafnverði í Marel og nam markaðsvirði bréfanna á þeim tíma, þegar hlutabréfaverðið stóð í 505 krónum á hlut, um 1.550 milljónum króna. Hlutabréfaverð Marels hefur hækkað talsvert síðan þá og hefur gengi bréfa félagsins að jafnaði verið á bilinu um 550 til 600 krónur á hlut. Við lokun markaða í gær stóð gengið í 587 og frá áramótum hefur það hækkað um 57 prósent. Félagið Varðberg, sem er að öllu leyti í eigu Helga, hefur þannig selt öll bréf sín í Marel en það átti 316 þúsund hluti. Þá hafa Hofgarðar og Eignarhaldsfélagið Harpa, sem áttu samanlagt um 2,72 milljónir hluta í Marel í mars síðastliðnum, selt nærri helming bréfa sinna. Helgi, sem er meðal annars stjórnarformaður Bláa lónsins og fyrrverandi stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna og Samtaka iðnaðarins, hefur á undanförnum mánuðum fjárfest í félögum á borð við Iceland Seafood, Kviku banka og fjárfestingafélagið Stoðir. Þá keypti Helgi einnig í júní helmingshlut í Torgi, og fyrr í þessum mánuði eignaðist hann, ásamt fleiri aðilum, félagið að fullu. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Helgi Magnússon fjárfestir, sem sat í stjórn Marels á árunum 2005 til 2019, hefur á síðustu mánuðum selt tæplega helming bréfa sinna í fyrirtækinu fyrir jafnvirði samtals um 820 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð Marels. Þetta má lesa út úr lista yfir alla hluthafa Marels, sem Markaðurinn hefur séð, en samkvæmt honum eiga félögin Hofgarðar og Eignarhaldsfélagið Harpa í dag samanlagt 1.645 þúsund bréf í fyrirtækinu að nafnverði, sem jafngildir rúmlega 0,2 prósenta eignarhlut, og eru þau metin á um 970 milljónir króna. Hofgarðar eru að öllu leyti í eigu Helga en hlutur hans í Hörpu nemur 56 prósentum. Helgi er aðaleigandi Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins. Í byrjun mars á þessu ári, þegar Helgi hætti í stjórn Marels, áttu hins vegar þrjú félög Helga samtals rúmlega þrjár milljónir hluta að nafnverði í Marel og nam markaðsvirði bréfanna á þeim tíma, þegar hlutabréfaverðið stóð í 505 krónum á hlut, um 1.550 milljónum króna. Hlutabréfaverð Marels hefur hækkað talsvert síðan þá og hefur gengi bréfa félagsins að jafnaði verið á bilinu um 550 til 600 krónur á hlut. Við lokun markaða í gær stóð gengið í 587 og frá áramótum hefur það hækkað um 57 prósent. Félagið Varðberg, sem er að öllu leyti í eigu Helga, hefur þannig selt öll bréf sín í Marel en það átti 316 þúsund hluti. Þá hafa Hofgarðar og Eignarhaldsfélagið Harpa, sem áttu samanlagt um 2,72 milljónir hluta í Marel í mars síðastliðnum, selt nærri helming bréfa sinna. Helgi, sem er meðal annars stjórnarformaður Bláa lónsins og fyrrverandi stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna og Samtaka iðnaðarins, hefur á undanförnum mánuðum fjárfest í félögum á borð við Iceland Seafood, Kviku banka og fjárfestingafélagið Stoðir. Þá keypti Helgi einnig í júní helmingshlut í Torgi, og fyrr í þessum mánuði eignaðist hann, ásamt fleiri aðilum, félagið að fullu.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira