Um störf fjölmiðlanefndar Einar Hugi Bjarnason skrifar 29. október 2019 11:05 Tilkynnt var í síðustu viku að mennta- og menningarmálaráðherra hafi skipað fjölmiðlanefnd til næstu fjögurra ára. Af því tilefni sköpuðust umræður um nefndina í fjölmiðlum, þar sem nokkuð bar á rangfærslum um störf nefndarinnar. Ekki verður hjá því komist að leiðrétta þær rangfærslur og benda jafnframt á nokkur atriði er varða fjölmiðlanefnd og hlutverk hennar.Rangfærslur í leiðaraÍ leiðara Fréttablaðsins 23. október sl. var staðhæft að fyrri fjölmiðlanefnd, þ.e. nefnd sem skipuð var árið 2015 og starfaði út ágúst 2019, hafi orðið óstarfhæf eftir að Blaðamannafélag Íslands dró fulltrúa sinn út úr nefndinni síðastliðið vor. Þetta er rangt. Hið rétta er að fulltrúi Blaðamannafélagsins óskaði formlega eftir lausn frá setu í nefndinni 2. apríl 2019 og fundaði nefndin fjórum sinnum eftir það, enda er fjölmiðlanefnd, eins og aðrar stjórnsýslunefndir, ályktunarhæf þegar meirihluti nefndarmanna situr fund. Hið sama gegnir vitaskuld um hina nýskipuðu fjölmiðlanefnd. Hitt er svo annað mál að vissulega væri ákjósanlegt að Blaðamannafélagið tilnefndi hið fyrsta fulltrúa sinn í nefndina þannig að nefndin væri fullskipuð og tryggt væri að rödd starfandi blaða- og fréttamanna fengi að heyrast innan nefndarinnar. Aðildarríkjum EES er skylt að tryggja eftirlit með fjölmiðlumÍ áðurnefndum leiðara Fréttablaðsins var jafnframt viðruð hugmynd um að leggja ætti fjölmiðlanefnd niður. Þessi hugmynd lýsir ekki aðeins vanþekkingu á því mikilvæga hlutverki sem fjölmiðlanefnd gegnir, heldur er hún einnig óframkvæmanleg á meðan Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. Fjölmiðlalögin, sem sett voru 2011, eru m.a. tilkomin vegna innleiðingar hljóð- og myndmiðlunartilskipunar ESB. Tilskipunin, og aðrar skuldbindingar sem af EES-samningum leiða, leggja þá skyldu á aðildarríkin að tryggja samræmt eftirlit með ákvæðum tilskipunarinnar. Ef fjölmiðlanefnd yrði lögð niður væri íslenska ríkið því að bregðast skyldum sínum samkvæmt EES-samningnum og afleiddri löggjöf. Þá er einnig rétt að nefna að enn ríkari áhersla er lögð á eftirlitshlutverk fjölmiðlanefndar í nýrri hljóð- og myndmiðlunartilskipun 2018/1808/ESB, sem innleidd verður í lög um fjölmiðla á næsta ári, en þar kemur m.a. fram að aðildarríkjum beri að tryggja sjálfstæði slíkra stofnana og að þær hafi nægan mannafla og fjárráð til að rækja eftirlitshlutverk sitt með fullnægjandi hætti. Hlutverk fjölmiðlanefndar Hægt er að skipta eftirlitsverkefnum fjölmiðlanefndar í fernt. Í fyrsta lagi hefur hún eftirlit með því að fjölmiðlar fari að þeim reglum sem um þá gilda samkvæmt lögum um fjölmiðla. Í öðru lagi hefur hún það hlutverk að fylgjast með því að Ríkisútvarpið uppfylli almannaþjónustuhlutverk sitt samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið. Í þriðja lagi hefur nefndin eftirlit með lögum um aðgang barna að kvikmyndum og tölvuleikjum. Í fjórða lagi er nefndinni ætlað að vinna að því að efla gagnrýna hugsun almennings á tímum upplýsingaóreiðu en í nýrri hljóð- og myndmiðlunartilskipun ESB er kveðið á um það að aðildarríkjum beri að setja sér stefnu um aðgerðir á sviði miðlalæsis. Þetta síðastnefnda verður eitt veigamesta hlutverk nefndarinnar á komandi árum, enda er miðlalæsi ein af meginforsendum þess að almenningur geti leitað sér réttra upplýsinga og tekið virkan þátt í lýðræðislegri umræðu. Þá er einnig rétt að nefna í þessu sambandi að eitt af hlutverkum nefndarinnar er að birta upplýsingar um eigendur fjölmiðla en gagnsæi eignarhalds á fjölmiðlum er einnig forsenda þess að almenningur geti tekið afstöðu til þeirra upplýsinga, hugmynda og skoðana sem birtast í fjölmiðlum. Gagnsæi eignarhalds er þannig lykilþáttur í því að efla lýðræðislega þátttöku og gagnrýna hugsun almennings. Að síðustu ber svo að nefna að samkvæmt frumvarpi, sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi, um stuðning við einkarekna fjölmiðla, er fjölmiðlanefnd m.a. falið það hlutverk að taka á móti umsóknum, meta hvort skilyrði endurgreiðslu ritstjórnarkostnaðar séu uppfyllt og, eftir atvikum, ákveða fjárhæð endurgreiðslu eða hafna umsókn. Ráðgert er að starfsmönnum fjölmiðlanefndar verði fjölgað verði frumvarpið að lögum. Mikilvægt að sátt ríki um störf fjölmiðlanefndar Traust og aðhald haldast í hendur. Fjölmiðlar sem njóta trausts eru líklegri til að lifa af í ólgusjó upplýsingaóreiðu og tæknibreytinga. Til að vinna sér inn traust almennings þurfa fjölmiðlar að fara eftir þeim leikreglum sem um þá gilda. Eftirlitshlutverk fjölmiðlanefndar er þar mikilvægur þáttur, enda snýst eftirlitið fyrst og fremst um neytendavernd og upplýsingarétt almennings. Nefndin mun því eftir sem áður vinna að því að fjölmiðlar gæti að vernd barna gegn skaðlegu efni, að farið sé að reglum um aðgreiningu ritstjórnarefnis og viðskiptaboða, upplýst sé um eignarhald fjölmiðla og að hatursáróðri sé ekki dreift eða hvatt sé til ofbeldis svo dæmi séu tekin. Gagnrýni á störf fjölmiðlanefndar hefur öðru fremur beinst að því að fjölmiðlanefnd hafi birt leiðbeinandi álit á grundvelli 26. gr. laga um fjölmiðla. Í 1. mgr. ákvæðisins er mælt fyrir um að fjölmiðlar skuli í starfsemi sinni halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og standa vörð um tjáningarfrelsi. Þeim beri að virða mannréttindi og jafnrétti, auk þess að hafa í huga friðhelgi einkalífs, nema lýðræðishlutverk fjölmiðla og upplýsingaréttur almennings krefjist annars. Þá ber fjölmiðlum að uppfylla kröfur um hlutlægni og nákvæmni í fréttum og fréttatengdu efni og gæta þess að mismunandi sjónarmið komi fram, jafnt karla sem kvenna. Allt frá árinu 1986 hafa eftirlitsaðilar á hverjum tíma ráðið yfir heimildum, ólíkum að formi, til að úrskurða í málum er varða framkvæmd faglegrar blaða- og fréttamennsku. Þá er rétt að nefna að lagaákvæði keimlík 26. gr. íslensku fjölmiðlalaganna er að finna í löggjöf margra nágrannaríkja okkar þar sem þarlendum fjölmiðlanefndum er veitt sambærilegt hlutverk og hinni íslensku þó að vissulega sé ákveðinn blæbrigðamunur á heimildum nefndanna í löggjöf landanna. Frá árinu 2013 hefur íslenska fjölmiðlanefndin t.a.m. haft heimild til að birta leiðbeinandi álit á grundvelli 26. gr. en nefndin hefur á hinn bóginn ekki heimild til að beita viðurlögum vegna brota á ákvæðinu. Almennt má segja að fjölmiðlanefnd hafi beitt heimild sinni af hófsemi og hún hafi aðeins verið nýtt í þröngum undantekningartilvikum á umliðnum árum og hefur nefndin t.a.m aldrei farið í frumkvæðismál á grundvelli 26. gr. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur lýst því yfir opinberlega að hún hafi í hyggju að endurskoða lög um fjölmiðla og vísað sérstaklega til 26. gr. laganna í því sambandi. Blaðamannafélag Íslands mun hafa tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri í tengslum við þá endurskoðun og bindur undirritaður við það vonir við að sú vinna muni verða til þess að höggva á þann hnút sem upp er kominn, enda mikilvægt að sátt ríki um störf fjölmiðlanefndar.Höfundur er formaður fjölmiðlanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Hugi Bjarnason Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Sjá meira
Tilkynnt var í síðustu viku að mennta- og menningarmálaráðherra hafi skipað fjölmiðlanefnd til næstu fjögurra ára. Af því tilefni sköpuðust umræður um nefndina í fjölmiðlum, þar sem nokkuð bar á rangfærslum um störf nefndarinnar. Ekki verður hjá því komist að leiðrétta þær rangfærslur og benda jafnframt á nokkur atriði er varða fjölmiðlanefnd og hlutverk hennar.Rangfærslur í leiðaraÍ leiðara Fréttablaðsins 23. október sl. var staðhæft að fyrri fjölmiðlanefnd, þ.e. nefnd sem skipuð var árið 2015 og starfaði út ágúst 2019, hafi orðið óstarfhæf eftir að Blaðamannafélag Íslands dró fulltrúa sinn út úr nefndinni síðastliðið vor. Þetta er rangt. Hið rétta er að fulltrúi Blaðamannafélagsins óskaði formlega eftir lausn frá setu í nefndinni 2. apríl 2019 og fundaði nefndin fjórum sinnum eftir það, enda er fjölmiðlanefnd, eins og aðrar stjórnsýslunefndir, ályktunarhæf þegar meirihluti nefndarmanna situr fund. Hið sama gegnir vitaskuld um hina nýskipuðu fjölmiðlanefnd. Hitt er svo annað mál að vissulega væri ákjósanlegt að Blaðamannafélagið tilnefndi hið fyrsta fulltrúa sinn í nefndina þannig að nefndin væri fullskipuð og tryggt væri að rödd starfandi blaða- og fréttamanna fengi að heyrast innan nefndarinnar. Aðildarríkjum EES er skylt að tryggja eftirlit með fjölmiðlumÍ áðurnefndum leiðara Fréttablaðsins var jafnframt viðruð hugmynd um að leggja ætti fjölmiðlanefnd niður. Þessi hugmynd lýsir ekki aðeins vanþekkingu á því mikilvæga hlutverki sem fjölmiðlanefnd gegnir, heldur er hún einnig óframkvæmanleg á meðan Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. Fjölmiðlalögin, sem sett voru 2011, eru m.a. tilkomin vegna innleiðingar hljóð- og myndmiðlunartilskipunar ESB. Tilskipunin, og aðrar skuldbindingar sem af EES-samningum leiða, leggja þá skyldu á aðildarríkin að tryggja samræmt eftirlit með ákvæðum tilskipunarinnar. Ef fjölmiðlanefnd yrði lögð niður væri íslenska ríkið því að bregðast skyldum sínum samkvæmt EES-samningnum og afleiddri löggjöf. Þá er einnig rétt að nefna að enn ríkari áhersla er lögð á eftirlitshlutverk fjölmiðlanefndar í nýrri hljóð- og myndmiðlunartilskipun 2018/1808/ESB, sem innleidd verður í lög um fjölmiðla á næsta ári, en þar kemur m.a. fram að aðildarríkjum beri að tryggja sjálfstæði slíkra stofnana og að þær hafi nægan mannafla og fjárráð til að rækja eftirlitshlutverk sitt með fullnægjandi hætti. Hlutverk fjölmiðlanefndar Hægt er að skipta eftirlitsverkefnum fjölmiðlanefndar í fernt. Í fyrsta lagi hefur hún eftirlit með því að fjölmiðlar fari að þeim reglum sem um þá gilda samkvæmt lögum um fjölmiðla. Í öðru lagi hefur hún það hlutverk að fylgjast með því að Ríkisútvarpið uppfylli almannaþjónustuhlutverk sitt samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið. Í þriðja lagi hefur nefndin eftirlit með lögum um aðgang barna að kvikmyndum og tölvuleikjum. Í fjórða lagi er nefndinni ætlað að vinna að því að efla gagnrýna hugsun almennings á tímum upplýsingaóreiðu en í nýrri hljóð- og myndmiðlunartilskipun ESB er kveðið á um það að aðildarríkjum beri að setja sér stefnu um aðgerðir á sviði miðlalæsis. Þetta síðastnefnda verður eitt veigamesta hlutverk nefndarinnar á komandi árum, enda er miðlalæsi ein af meginforsendum þess að almenningur geti leitað sér réttra upplýsinga og tekið virkan þátt í lýðræðislegri umræðu. Þá er einnig rétt að nefna í þessu sambandi að eitt af hlutverkum nefndarinnar er að birta upplýsingar um eigendur fjölmiðla en gagnsæi eignarhalds á fjölmiðlum er einnig forsenda þess að almenningur geti tekið afstöðu til þeirra upplýsinga, hugmynda og skoðana sem birtast í fjölmiðlum. Gagnsæi eignarhalds er þannig lykilþáttur í því að efla lýðræðislega þátttöku og gagnrýna hugsun almennings. Að síðustu ber svo að nefna að samkvæmt frumvarpi, sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi, um stuðning við einkarekna fjölmiðla, er fjölmiðlanefnd m.a. falið það hlutverk að taka á móti umsóknum, meta hvort skilyrði endurgreiðslu ritstjórnarkostnaðar séu uppfyllt og, eftir atvikum, ákveða fjárhæð endurgreiðslu eða hafna umsókn. Ráðgert er að starfsmönnum fjölmiðlanefndar verði fjölgað verði frumvarpið að lögum. Mikilvægt að sátt ríki um störf fjölmiðlanefndar Traust og aðhald haldast í hendur. Fjölmiðlar sem njóta trausts eru líklegri til að lifa af í ólgusjó upplýsingaóreiðu og tæknibreytinga. Til að vinna sér inn traust almennings þurfa fjölmiðlar að fara eftir þeim leikreglum sem um þá gilda. Eftirlitshlutverk fjölmiðlanefndar er þar mikilvægur þáttur, enda snýst eftirlitið fyrst og fremst um neytendavernd og upplýsingarétt almennings. Nefndin mun því eftir sem áður vinna að því að fjölmiðlar gæti að vernd barna gegn skaðlegu efni, að farið sé að reglum um aðgreiningu ritstjórnarefnis og viðskiptaboða, upplýst sé um eignarhald fjölmiðla og að hatursáróðri sé ekki dreift eða hvatt sé til ofbeldis svo dæmi séu tekin. Gagnrýni á störf fjölmiðlanefndar hefur öðru fremur beinst að því að fjölmiðlanefnd hafi birt leiðbeinandi álit á grundvelli 26. gr. laga um fjölmiðla. Í 1. mgr. ákvæðisins er mælt fyrir um að fjölmiðlar skuli í starfsemi sinni halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og standa vörð um tjáningarfrelsi. Þeim beri að virða mannréttindi og jafnrétti, auk þess að hafa í huga friðhelgi einkalífs, nema lýðræðishlutverk fjölmiðla og upplýsingaréttur almennings krefjist annars. Þá ber fjölmiðlum að uppfylla kröfur um hlutlægni og nákvæmni í fréttum og fréttatengdu efni og gæta þess að mismunandi sjónarmið komi fram, jafnt karla sem kvenna. Allt frá árinu 1986 hafa eftirlitsaðilar á hverjum tíma ráðið yfir heimildum, ólíkum að formi, til að úrskurða í málum er varða framkvæmd faglegrar blaða- og fréttamennsku. Þá er rétt að nefna að lagaákvæði keimlík 26. gr. íslensku fjölmiðlalaganna er að finna í löggjöf margra nágrannaríkja okkar þar sem þarlendum fjölmiðlanefndum er veitt sambærilegt hlutverk og hinni íslensku þó að vissulega sé ákveðinn blæbrigðamunur á heimildum nefndanna í löggjöf landanna. Frá árinu 2013 hefur íslenska fjölmiðlanefndin t.a.m. haft heimild til að birta leiðbeinandi álit á grundvelli 26. gr. en nefndin hefur á hinn bóginn ekki heimild til að beita viðurlögum vegna brota á ákvæðinu. Almennt má segja að fjölmiðlanefnd hafi beitt heimild sinni af hófsemi og hún hafi aðeins verið nýtt í þröngum undantekningartilvikum á umliðnum árum og hefur nefndin t.a.m aldrei farið í frumkvæðismál á grundvelli 26. gr. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur lýst því yfir opinberlega að hún hafi í hyggju að endurskoða lög um fjölmiðla og vísað sérstaklega til 26. gr. laganna í því sambandi. Blaðamannafélag Íslands mun hafa tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri í tengslum við þá endurskoðun og bindur undirritaður við það vonir við að sú vinna muni verða til þess að höggva á þann hnút sem upp er kominn, enda mikilvægt að sátt ríki um störf fjölmiðlanefndar.Höfundur er formaður fjölmiðlanefndar.
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar