Skólinn okkar í Staðahverfi Olga B. Gísladóttir skrifar 4. október 2019 10:39 Ágætu borgarfulltrúar. Enn og aftur standa sparnaðarspjótin upp á skólann okkar Korpu. Enn og aftur þjöppum við íbúar í Staðahverfis okkur saman og berjumst fyrir skólamálum í hverfinu okkar. Við erum komin í ágætis æfingu í þessu, sem hlýtur nú að teljast sérstakt. Krafa okkar er einföld. Við viljum einfaldlega að boðið sé upp á þá þá lögbundnu grunnþjónustu í hverfinu okkar, sem grunnskólinn er. Ég telst til frumbyggja í hverfinu, fluttist hingað árið 2000 og á þrjá drengi, fædda 1999, 2003 og 2007. Þegar elsti sonurinn gekk í Korpuskóla var þveröfugt vandamál í gangi, alltof mörg börn, húsnæðið of lítið og gripið var til þess ráðs að hafa færanlegar kennslustofur skólastofur á skólalóðinni, enda vel yfir 200 börn og kennt í 1-10.bekk. Eftir að mygla kom upp í skúrunum var ákveðið að færa unglingastigið „tímabundið“ yfir í Vík, en unglingastigið hefur síðan ekki flust aftur yfir í Korpu. Eins og í öðrum nýjum hverfum koma toppar og lægðir í barneignum þar til hverfi komast í jafnvægi. Ennþá þekkir maður flestalla sem frumbyggja í hverfinu. Börnin eru að eldast og fólk fer að hugsa sér til hreyfings, selja stóru húsin og flytjast í minni íbúðir. Því er mikil skammsýni að leggja niður skólann þegar hann er í lægðinni. Nýjar fjölskyldur með börn munu flytja í hverfið okkar eins og annars staðar. Hver á líka að kaupa stóru húsin okkar ef ekki barnafjölskyldur? Ef skólinn er farinn úr hverfinu er hætt við að við náum ekki að selja húsin okkar og færa okkur í minna og hentugra húsnæði. Við íbúar erum orðin ágætis félagar og vinir. Þegar vegið er að samfélagi okkar og barnanna okkar þá þjöppum við okkur saman, boðum til funda, förum í bardagaklæðin, við gefumst ekki upp. Við erum orðin mjög langþreytt, ég viðurkenni það, en við munum berjast eins og þarf fyrir hjartanu í hverfinu okkar, skóla fyrir börnin okkar. Því þannig viljum við hafa hverfið okkar, líf og fjör, börn að leik, ekki taka þetta af okkur. Þið munið heyra í okkur áfram. Við munum mótmæla, aftur og aftur, eða eins og þarf, þar til þið hættið að skipta ykkur af skólanum í hverfinu okkar. Ég bið ykkur að taka góða ákvörðun og leyfa okkur að hafa skólann okkar áfram. Við erum tilbúin til að vinna með ykkur að góðum lausnum fyrir hverfið. Með vinsemd og virðingu, Olga B. Gísladóttir Íbúi í Staðahverfi, Grafarvogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Ágætu borgarfulltrúar. Enn og aftur standa sparnaðarspjótin upp á skólann okkar Korpu. Enn og aftur þjöppum við íbúar í Staðahverfis okkur saman og berjumst fyrir skólamálum í hverfinu okkar. Við erum komin í ágætis æfingu í þessu, sem hlýtur nú að teljast sérstakt. Krafa okkar er einföld. Við viljum einfaldlega að boðið sé upp á þá þá lögbundnu grunnþjónustu í hverfinu okkar, sem grunnskólinn er. Ég telst til frumbyggja í hverfinu, fluttist hingað árið 2000 og á þrjá drengi, fædda 1999, 2003 og 2007. Þegar elsti sonurinn gekk í Korpuskóla var þveröfugt vandamál í gangi, alltof mörg börn, húsnæðið of lítið og gripið var til þess ráðs að hafa færanlegar kennslustofur skólastofur á skólalóðinni, enda vel yfir 200 börn og kennt í 1-10.bekk. Eftir að mygla kom upp í skúrunum var ákveðið að færa unglingastigið „tímabundið“ yfir í Vík, en unglingastigið hefur síðan ekki flust aftur yfir í Korpu. Eins og í öðrum nýjum hverfum koma toppar og lægðir í barneignum þar til hverfi komast í jafnvægi. Ennþá þekkir maður flestalla sem frumbyggja í hverfinu. Börnin eru að eldast og fólk fer að hugsa sér til hreyfings, selja stóru húsin og flytjast í minni íbúðir. Því er mikil skammsýni að leggja niður skólann þegar hann er í lægðinni. Nýjar fjölskyldur með börn munu flytja í hverfið okkar eins og annars staðar. Hver á líka að kaupa stóru húsin okkar ef ekki barnafjölskyldur? Ef skólinn er farinn úr hverfinu er hætt við að við náum ekki að selja húsin okkar og færa okkur í minna og hentugra húsnæði. Við íbúar erum orðin ágætis félagar og vinir. Þegar vegið er að samfélagi okkar og barnanna okkar þá þjöppum við okkur saman, boðum til funda, förum í bardagaklæðin, við gefumst ekki upp. Við erum orðin mjög langþreytt, ég viðurkenni það, en við munum berjast eins og þarf fyrir hjartanu í hverfinu okkar, skóla fyrir börnin okkar. Því þannig viljum við hafa hverfið okkar, líf og fjör, börn að leik, ekki taka þetta af okkur. Þið munið heyra í okkur áfram. Við munum mótmæla, aftur og aftur, eða eins og þarf, þar til þið hættið að skipta ykkur af skólanum í hverfinu okkar. Ég bið ykkur að taka góða ákvörðun og leyfa okkur að hafa skólann okkar áfram. Við erum tilbúin til að vinna með ykkur að góðum lausnum fyrir hverfið. Með vinsemd og virðingu, Olga B. Gísladóttir Íbúi í Staðahverfi, Grafarvogi
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun