Sofðu rótt Lára G. Sigurðardóttir skrifar 23. september 2019 07:00 Til er sjúkdómur, Fatal Familial Insomnia, sem dregur fólk til dauða. Svefnleysi ágerist þangað til viðkomandi hættir einn daginn að geta sofið. Hann á erfitt með að einbeita sér, verður gleyminn og fær ofskynjanir – auk þess sem kvíði og þunglyndi sækir á. Þótt sjúkdómurinn sé afar fátíður gefur hann okkur mikilvæga innsýn í áhrif svefnleysis. Nú eru skuggalega margir unglingar sem sofa einungis rúma sex tíma sem er langt frá því að vera heilbrigt þegar æskilegur svefntími þeirra eru níu tímar. Þarf engan að undra að þeir þambi örvandi drykki til að komast í gegnum daginn, sem dregur dilk á eftir sér. Það er auðvelt að lenda í vítahring svefnleysis og örvandi drykkja. Þegar maður fær ónógan svefn þá sækir maður frekar í örvandi efni og þegar maður er með of mikið af örvandi efnum í líkamanum þá sefur maður verr. Örvandi drykkir innihalda venjulega koffín og önnur efni sem skerða svefngæði. Ef þú færð þér orkudrykk seinnipart dags þá er helmingur koffíns enn í blóðinu þegar kemur að háttatíma en koffín hindrar m.a. að boðefnið adenósín geti sagt heilanum að það sé kominn svefntími. Börn eru næmari fyrir áhrifum koffíns og eiga alls ekki að neyta örvandi drykkja enda sérðu á umbúðunum, ef grannt er skoðað, að þeir eru ekki ætlaðir yngri en 20 ára. Það þarf ekki að vera flókið að hjálpa unglingunum að sofa rótt, t.d. aftengja internetið á kvöldin, setja símtæki í lokaðan skáp og ræða við þau um svefn. Innflytjendur örvandi drykkja geta merkt betur umbúðirnar með aldurstakmarki og verslunareigendur sett stífari reglur um sölu til unglinga. Þangað til næst, sofðu rótt – því það er fátt jafn endurnærandi og að vakna eftir góðan svefn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Til er sjúkdómur, Fatal Familial Insomnia, sem dregur fólk til dauða. Svefnleysi ágerist þangað til viðkomandi hættir einn daginn að geta sofið. Hann á erfitt með að einbeita sér, verður gleyminn og fær ofskynjanir – auk þess sem kvíði og þunglyndi sækir á. Þótt sjúkdómurinn sé afar fátíður gefur hann okkur mikilvæga innsýn í áhrif svefnleysis. Nú eru skuggalega margir unglingar sem sofa einungis rúma sex tíma sem er langt frá því að vera heilbrigt þegar æskilegur svefntími þeirra eru níu tímar. Þarf engan að undra að þeir þambi örvandi drykki til að komast í gegnum daginn, sem dregur dilk á eftir sér. Það er auðvelt að lenda í vítahring svefnleysis og örvandi drykkja. Þegar maður fær ónógan svefn þá sækir maður frekar í örvandi efni og þegar maður er með of mikið af örvandi efnum í líkamanum þá sefur maður verr. Örvandi drykkir innihalda venjulega koffín og önnur efni sem skerða svefngæði. Ef þú færð þér orkudrykk seinnipart dags þá er helmingur koffíns enn í blóðinu þegar kemur að háttatíma en koffín hindrar m.a. að boðefnið adenósín geti sagt heilanum að það sé kominn svefntími. Börn eru næmari fyrir áhrifum koffíns og eiga alls ekki að neyta örvandi drykkja enda sérðu á umbúðunum, ef grannt er skoðað, að þeir eru ekki ætlaðir yngri en 20 ára. Það þarf ekki að vera flókið að hjálpa unglingunum að sofa rótt, t.d. aftengja internetið á kvöldin, setja símtæki í lokaðan skáp og ræða við þau um svefn. Innflytjendur örvandi drykkja geta merkt betur umbúðirnar með aldurstakmarki og verslunareigendur sett stífari reglur um sölu til unglinga. Þangað til næst, sofðu rótt – því það er fátt jafn endurnærandi og að vakna eftir góðan svefn.
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar