Sofðu rótt Lára G. Sigurðardóttir skrifar 23. september 2019 07:00 Til er sjúkdómur, Fatal Familial Insomnia, sem dregur fólk til dauða. Svefnleysi ágerist þangað til viðkomandi hættir einn daginn að geta sofið. Hann á erfitt með að einbeita sér, verður gleyminn og fær ofskynjanir – auk þess sem kvíði og þunglyndi sækir á. Þótt sjúkdómurinn sé afar fátíður gefur hann okkur mikilvæga innsýn í áhrif svefnleysis. Nú eru skuggalega margir unglingar sem sofa einungis rúma sex tíma sem er langt frá því að vera heilbrigt þegar æskilegur svefntími þeirra eru níu tímar. Þarf engan að undra að þeir þambi örvandi drykki til að komast í gegnum daginn, sem dregur dilk á eftir sér. Það er auðvelt að lenda í vítahring svefnleysis og örvandi drykkja. Þegar maður fær ónógan svefn þá sækir maður frekar í örvandi efni og þegar maður er með of mikið af örvandi efnum í líkamanum þá sefur maður verr. Örvandi drykkir innihalda venjulega koffín og önnur efni sem skerða svefngæði. Ef þú færð þér orkudrykk seinnipart dags þá er helmingur koffíns enn í blóðinu þegar kemur að háttatíma en koffín hindrar m.a. að boðefnið adenósín geti sagt heilanum að það sé kominn svefntími. Börn eru næmari fyrir áhrifum koffíns og eiga alls ekki að neyta örvandi drykkja enda sérðu á umbúðunum, ef grannt er skoðað, að þeir eru ekki ætlaðir yngri en 20 ára. Það þarf ekki að vera flókið að hjálpa unglingunum að sofa rótt, t.d. aftengja internetið á kvöldin, setja símtæki í lokaðan skáp og ræða við þau um svefn. Innflytjendur örvandi drykkja geta merkt betur umbúðirnar með aldurstakmarki og verslunareigendur sett stífari reglur um sölu til unglinga. Þangað til næst, sofðu rótt – því það er fátt jafn endurnærandi og að vakna eftir góðan svefn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Til er sjúkdómur, Fatal Familial Insomnia, sem dregur fólk til dauða. Svefnleysi ágerist þangað til viðkomandi hættir einn daginn að geta sofið. Hann á erfitt með að einbeita sér, verður gleyminn og fær ofskynjanir – auk þess sem kvíði og þunglyndi sækir á. Þótt sjúkdómurinn sé afar fátíður gefur hann okkur mikilvæga innsýn í áhrif svefnleysis. Nú eru skuggalega margir unglingar sem sofa einungis rúma sex tíma sem er langt frá því að vera heilbrigt þegar æskilegur svefntími þeirra eru níu tímar. Þarf engan að undra að þeir þambi örvandi drykki til að komast í gegnum daginn, sem dregur dilk á eftir sér. Það er auðvelt að lenda í vítahring svefnleysis og örvandi drykkja. Þegar maður fær ónógan svefn þá sækir maður frekar í örvandi efni og þegar maður er með of mikið af örvandi efnum í líkamanum þá sefur maður verr. Örvandi drykkir innihalda venjulega koffín og önnur efni sem skerða svefngæði. Ef þú færð þér orkudrykk seinnipart dags þá er helmingur koffíns enn í blóðinu þegar kemur að háttatíma en koffín hindrar m.a. að boðefnið adenósín geti sagt heilanum að það sé kominn svefntími. Börn eru næmari fyrir áhrifum koffíns og eiga alls ekki að neyta örvandi drykkja enda sérðu á umbúðunum, ef grannt er skoðað, að þeir eru ekki ætlaðir yngri en 20 ára. Það þarf ekki að vera flókið að hjálpa unglingunum að sofa rótt, t.d. aftengja internetið á kvöldin, setja símtæki í lokaðan skáp og ræða við þau um svefn. Innflytjendur örvandi drykkja geta merkt betur umbúðirnar með aldurstakmarki og verslunareigendur sett stífari reglur um sölu til unglinga. Þangað til næst, sofðu rótt – því það er fátt jafn endurnærandi og að vakna eftir góðan svefn.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar