Þú sagðir þetta Katrín Daníel Isebarn Ágústsson skrifar 23. september 2019 21:34 Ég hef haldið upp á þig sem stjórnmálakonu í mörg ár. Ég kaus flokkinn þinn. Það voru því mikil vonbrigði að sjá hvernig þú brást við skaðabótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar. Ég, eins og flestir aðrir, hélt að deilan snerist einungis um fjárhæð bótanna. Ég hélt að ekki væri lengur deilt um það að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum hefðu orðið fyrir gífurlegu óréttlæti og grófum mannréttindabrotum. Raunar leyfi ég mér að fullyrða að flestir hafi verið á þeirri skoðun í mörg ár, jafnvel tugi ára, þótt hinn formlegi og endanlegi sýknudómur sé aðeins um árs gamall. Svo sá ég greinargerð ríkisins og ég trúði því varla hvað hún var ósvífin, smekklaus og mannfjandsamleg. Eftir að fjallað var um greinargerðina í fréttunum birtist þessi útskýring á vef ráðuneytisins: „Að gefnu tilefni vill forsætisráðuneytið árétta að ríkislögmaður annast vörn í einkamálum sem höfðuð eru gegn ríkinu og hefur almennt forræði á kröfugerð og framsetningu hennar.“ Með þessu var látið eins og ríkislögmaður væri einhver embættismaður í mikilli fjarlægð frá ríkinu. Það var látið eins og ríkislögmaður skrifaði greinargerðina sem sína eigin persónulegu hugleiðingu án allra tengsla við afstöðu ríkisins. Það var látið eins og ríkislögmaður hefði algerlega upp á eigin spýtur ákveðið hvaða röksemdum og fullyrðingum hann tefldi fram. Það er alls ekki þannig. Þvert á móti þá er þetta allt saman skrifað í þínu nafni. Þú hefur verið með þetta mál á þinni könnu og þessi greinargerð er skrifuð af ríkislögmanni fyrir þína hönd. Það var í rauninni þú Katrín sem sagðir þetta allt saman. Förum aðeins yfir hvað þú sagðir við Guðjón Skarphéðinsson: Þú sagðir honum að hann hefði ekki verið beittur ólögmætri þvingun eða neins konar harðræði. Þú sagðir honum að hann hefði ekki sætt ómannúðlegri meðferð, pyntingum eða annarri vanvirðandi meðferð. Þú sagðir Guðjóni að ekki yrði ráðið af dagbókum hans að hann hefði sérstaklega gert athugasemdir við húsnæðið sem slíkt „en þó virðast hafa verið vandamál með loftræstingu“. Þú sagðir við Guðjón að hann hefði sjálfur valdið eða stuðlað að öllum þeim aðgerðum sem hann var beittur.Þú sagðir við Guðjón að gamli dómurinn frá 1980 hefði enn fullt sönnunargildi um málsatvik. Þau málsatvik fela í sér að Guðjón hafi orðið Geirfinni Einarssyni að bana. Þú sagðir þetta í alvöru við Guðjón Skarphéðinsson núna í september 2019. Þú sagðir að hann yrði að sýna fram á að málsatvikum hafi ekki verið rétt lýst í gamla dóminum. Þú tókst sérstaklega fram að Guðjón gæti ekki notað sýknudóm Hæstaréttar frá haustinu 2018 til þess að sýna fram á eitt eða neitt og að hvorki skýrsla starfshóps um Guðmundar- og Geirfinnsmál né álit endurupptökunefndar væru nothæf sönnunargögn. Þú krefst þess að dómstólar komist að þeirri endanlegu niðurstöðu í málinu að Guðjón skuli ekki fá neinar bætur en hann eigi þess í stað að greiða málskostnað til ríkisins.Ég á satt að segja bágt með að trúa því að þú hafir ekki vitað hvað stóð í greinargerð ríkisins og ekki haft neitt um það að segja. Mig langar samt að láta þig njóta vafans og trúa því að þetta sé virkilega misskilningur um það hvernig ríkislögmaður átti að taka til varna í málinu. Um leið langar mig að trúa því að þegar þú áttar þig á því hvað þú sagðir við Guðjón þá munir þú mögulega draga eitthvað til baka. Ef ekki þá ert þú að halda fram fullyrðingum um þetta mál sem enginn hefur leyft sér að halda fram í mörg ár, ef ekki tugi ára. Þær fullyrðingar eru líka í fullkominni andstöðu við önnur ummæli sem þú hefur látið falla um þessi mál.Rétt er að taka fram að lokum að ég er mjög tengdur tveimur lögmönnum sem fara með þessi mál. Það má alveg lesa þessa grein í því ljósi. En þú sagðir þetta samt allt Katrín.Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Ég hef haldið upp á þig sem stjórnmálakonu í mörg ár. Ég kaus flokkinn þinn. Það voru því mikil vonbrigði að sjá hvernig þú brást við skaðabótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar. Ég, eins og flestir aðrir, hélt að deilan snerist einungis um fjárhæð bótanna. Ég hélt að ekki væri lengur deilt um það að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum hefðu orðið fyrir gífurlegu óréttlæti og grófum mannréttindabrotum. Raunar leyfi ég mér að fullyrða að flestir hafi verið á þeirri skoðun í mörg ár, jafnvel tugi ára, þótt hinn formlegi og endanlegi sýknudómur sé aðeins um árs gamall. Svo sá ég greinargerð ríkisins og ég trúði því varla hvað hún var ósvífin, smekklaus og mannfjandsamleg. Eftir að fjallað var um greinargerðina í fréttunum birtist þessi útskýring á vef ráðuneytisins: „Að gefnu tilefni vill forsætisráðuneytið árétta að ríkislögmaður annast vörn í einkamálum sem höfðuð eru gegn ríkinu og hefur almennt forræði á kröfugerð og framsetningu hennar.“ Með þessu var látið eins og ríkislögmaður væri einhver embættismaður í mikilli fjarlægð frá ríkinu. Það var látið eins og ríkislögmaður skrifaði greinargerðina sem sína eigin persónulegu hugleiðingu án allra tengsla við afstöðu ríkisins. Það var látið eins og ríkislögmaður hefði algerlega upp á eigin spýtur ákveðið hvaða röksemdum og fullyrðingum hann tefldi fram. Það er alls ekki þannig. Þvert á móti þá er þetta allt saman skrifað í þínu nafni. Þú hefur verið með þetta mál á þinni könnu og þessi greinargerð er skrifuð af ríkislögmanni fyrir þína hönd. Það var í rauninni þú Katrín sem sagðir þetta allt saman. Förum aðeins yfir hvað þú sagðir við Guðjón Skarphéðinsson: Þú sagðir honum að hann hefði ekki verið beittur ólögmætri þvingun eða neins konar harðræði. Þú sagðir honum að hann hefði ekki sætt ómannúðlegri meðferð, pyntingum eða annarri vanvirðandi meðferð. Þú sagðir Guðjóni að ekki yrði ráðið af dagbókum hans að hann hefði sérstaklega gert athugasemdir við húsnæðið sem slíkt „en þó virðast hafa verið vandamál með loftræstingu“. Þú sagðir við Guðjón að hann hefði sjálfur valdið eða stuðlað að öllum þeim aðgerðum sem hann var beittur.Þú sagðir við Guðjón að gamli dómurinn frá 1980 hefði enn fullt sönnunargildi um málsatvik. Þau málsatvik fela í sér að Guðjón hafi orðið Geirfinni Einarssyni að bana. Þú sagðir þetta í alvöru við Guðjón Skarphéðinsson núna í september 2019. Þú sagðir að hann yrði að sýna fram á að málsatvikum hafi ekki verið rétt lýst í gamla dóminum. Þú tókst sérstaklega fram að Guðjón gæti ekki notað sýknudóm Hæstaréttar frá haustinu 2018 til þess að sýna fram á eitt eða neitt og að hvorki skýrsla starfshóps um Guðmundar- og Geirfinnsmál né álit endurupptökunefndar væru nothæf sönnunargögn. Þú krefst þess að dómstólar komist að þeirri endanlegu niðurstöðu í málinu að Guðjón skuli ekki fá neinar bætur en hann eigi þess í stað að greiða málskostnað til ríkisins.Ég á satt að segja bágt með að trúa því að þú hafir ekki vitað hvað stóð í greinargerð ríkisins og ekki haft neitt um það að segja. Mig langar samt að láta þig njóta vafans og trúa því að þetta sé virkilega misskilningur um það hvernig ríkislögmaður átti að taka til varna í málinu. Um leið langar mig að trúa því að þegar þú áttar þig á því hvað þú sagðir við Guðjón þá munir þú mögulega draga eitthvað til baka. Ef ekki þá ert þú að halda fram fullyrðingum um þetta mál sem enginn hefur leyft sér að halda fram í mörg ár, ef ekki tugi ára. Þær fullyrðingar eru líka í fullkominni andstöðu við önnur ummæli sem þú hefur látið falla um þessi mál.Rétt er að taka fram að lokum að ég er mjög tengdur tveimur lögmönnum sem fara með þessi mál. Það má alveg lesa þessa grein í því ljósi. En þú sagðir þetta samt allt Katrín.Höfundur er lögmaður
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar