Hjallastefnan í þrjá áratugi Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar 25. september 2019 07:00 Þann 25. september árið 1989 tók Margrét Pála Ólafsdóttir við rekstri leikskólans Hjalla í Hafnarfirði og markaði það upphafið að starfsemi Hjallastefnunnar. Hjallastefnan fagnar því 30 ára afmæli. Fjöldi starfsfólks á Hjalla var á þeim tíma liðlega tuttugu og nemendurnir á fjórum leikskóladeildum en Hjalla var ætlað að verða fjölmennasti leikskóli landsins sem hann og varð. Frá upphafi var sýnin fyrir nýjan skóla skýr og einföld. Hún var sú að tryggt skyldi að hverju einasta barni liði vel í skólanum. Hjallastefnan setti sér því snemma meginreglur sem enn þann dag í dag marka allt skólastarfið þar sem jafnrétti er grunnstefið í allri nálgun í starfseminni. Lýðræði meðal barna og starfsfólks er í hávegum haft og kraftur sköpunar er nýttur börnunum til handa.Meginreglurnar sex Hjallastefnan byggir á 6 meginreglum sem hafa það markmið að byggja upp jákvæða og kærleiksríka skólamenningu en mikilvægasta meginreglan er þó sú að mæta skuli hverju barni eins og það er og af virðingu ásamt því sem Hjallastefnan viðurkennir ólíkar þarfir aldurshópa, kynja og einstaklinga. Önnur meginregla er sú að stuðla skuli að því að jákvæðni, gleði og kærleikur séu ráðandi öfl í samskiptum starfsfólks og í öllum samskiptum við börn, foreldra og aðra sem koma að málefnum skólans. Þá hefur Hjallastefnan jafnframt barist fyrir jafnræði meðal skóla landsins þegar kemur að opinberum fjárframlögum og að allir foreldrar njóti valfrelsis um skóla þegar kemur að uppeldi og menntun barna, óháð fjárhagsstöðu. Þá er valdefling kvenna ennfremur eitt af leiðarljósum Hjallastefnunnar enda var skólinn stofnaður af konu, allur reksturinn er í höndum kvenna, nær allir stjórnendur eru konur, meirihluti eiganda eru konur og starfsfólk leik- og grunnskóla er að meirihluta konur. Sautján skólar Hjallastefnunnar Hjallastefnan skilgreinir sig sem félag á sviði uppeldis og menntunar á leik- og grunnskólastigi, en alls starfrækir skólinn fjórtán leikskóla á landinu í tíu sveitarfélögum, sex á höfuðborgarsvæðinu, þrjá í Reykjanesbæ, og einn í Suðurnesjabæ (Sandgerði) auk fimm leikskóla á landsbyggðinni; Skagaströnd, Ísafirði, Akureyri, Bifröst í Borgarfirði og Vestmannaeyjum. Einnig rekur Hjallastefnan þrjá grunnskóla í þremur sveitarfélögum fyrir börn á aldrinum 5 – 10 ára; Barnaskólann í Reykjavík, Garðabæ og Hafnarfirði. Hjá Hjallastefnunni starfa um 450 manns og nemendur eru um 1.800 talsins. Samkvæmt lista Frjálsar verslunar yfir 300 stærstu fyrirtæki landsins er Hjallastefnan númer 40 þegar kemur að fjölda starfsfólks og í sæti 150 þegar miðað er við fjárhagslega veltu. Það hefur því mikið vatn runnið til sjávar á 30 ára sögu Hjallastefnunnar. Hjallastefnan í Skotlandi Hjalli-model er systurfyrirtæki Hjallastefnunnar sem rekið hefur skólann Elmwood í Glasgow í eitt ár. Skólinn starfar samkvæmt hugmyndafræði Hjallastefnunnar og hafa skoskir foreldrar og börn tekið þessum nýja valkosti opnum örmum enda gengur reksturinn vonum framar. Þess má ennfremur geta að rúmlega 270 gestir á vegum erlendrar fjölmiðla og fagfólks víða að úr heiminum heimsóttu skóla Hjallastefnunnar hér á landi á síðasta skólaári og ber fjöldinn vott um áhuga og aukna eftirspurn eftir nýjum hugmyndum í skólastarfi. Til okkar streyma reglulega gestir úr öllum heimsálfun og hafa margir gert skólastarfinu góð skil í fjölmiðlum. Við þau tímamót sem nú eru við 30 ára afmæli Hjallastefnunnar er tilefni til að óska frumkvöðlinum Margréti Pálu Ólafsdóttur, stofnanda Hjallastefnunnar, til hamingju með afraksturinn og um leið framsýni hennar í skóla- og menntunarmálum í þágu æsku landsins.Höfundur er framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Þann 25. september árið 1989 tók Margrét Pála Ólafsdóttir við rekstri leikskólans Hjalla í Hafnarfirði og markaði það upphafið að starfsemi Hjallastefnunnar. Hjallastefnan fagnar því 30 ára afmæli. Fjöldi starfsfólks á Hjalla var á þeim tíma liðlega tuttugu og nemendurnir á fjórum leikskóladeildum en Hjalla var ætlað að verða fjölmennasti leikskóli landsins sem hann og varð. Frá upphafi var sýnin fyrir nýjan skóla skýr og einföld. Hún var sú að tryggt skyldi að hverju einasta barni liði vel í skólanum. Hjallastefnan setti sér því snemma meginreglur sem enn þann dag í dag marka allt skólastarfið þar sem jafnrétti er grunnstefið í allri nálgun í starfseminni. Lýðræði meðal barna og starfsfólks er í hávegum haft og kraftur sköpunar er nýttur börnunum til handa.Meginreglurnar sex Hjallastefnan byggir á 6 meginreglum sem hafa það markmið að byggja upp jákvæða og kærleiksríka skólamenningu en mikilvægasta meginreglan er þó sú að mæta skuli hverju barni eins og það er og af virðingu ásamt því sem Hjallastefnan viðurkennir ólíkar þarfir aldurshópa, kynja og einstaklinga. Önnur meginregla er sú að stuðla skuli að því að jákvæðni, gleði og kærleikur séu ráðandi öfl í samskiptum starfsfólks og í öllum samskiptum við börn, foreldra og aðra sem koma að málefnum skólans. Þá hefur Hjallastefnan jafnframt barist fyrir jafnræði meðal skóla landsins þegar kemur að opinberum fjárframlögum og að allir foreldrar njóti valfrelsis um skóla þegar kemur að uppeldi og menntun barna, óháð fjárhagsstöðu. Þá er valdefling kvenna ennfremur eitt af leiðarljósum Hjallastefnunnar enda var skólinn stofnaður af konu, allur reksturinn er í höndum kvenna, nær allir stjórnendur eru konur, meirihluti eiganda eru konur og starfsfólk leik- og grunnskóla er að meirihluta konur. Sautján skólar Hjallastefnunnar Hjallastefnan skilgreinir sig sem félag á sviði uppeldis og menntunar á leik- og grunnskólastigi, en alls starfrækir skólinn fjórtán leikskóla á landinu í tíu sveitarfélögum, sex á höfuðborgarsvæðinu, þrjá í Reykjanesbæ, og einn í Suðurnesjabæ (Sandgerði) auk fimm leikskóla á landsbyggðinni; Skagaströnd, Ísafirði, Akureyri, Bifröst í Borgarfirði og Vestmannaeyjum. Einnig rekur Hjallastefnan þrjá grunnskóla í þremur sveitarfélögum fyrir börn á aldrinum 5 – 10 ára; Barnaskólann í Reykjavík, Garðabæ og Hafnarfirði. Hjá Hjallastefnunni starfa um 450 manns og nemendur eru um 1.800 talsins. Samkvæmt lista Frjálsar verslunar yfir 300 stærstu fyrirtæki landsins er Hjallastefnan númer 40 þegar kemur að fjölda starfsfólks og í sæti 150 þegar miðað er við fjárhagslega veltu. Það hefur því mikið vatn runnið til sjávar á 30 ára sögu Hjallastefnunnar. Hjallastefnan í Skotlandi Hjalli-model er systurfyrirtæki Hjallastefnunnar sem rekið hefur skólann Elmwood í Glasgow í eitt ár. Skólinn starfar samkvæmt hugmyndafræði Hjallastefnunnar og hafa skoskir foreldrar og börn tekið þessum nýja valkosti opnum örmum enda gengur reksturinn vonum framar. Þess má ennfremur geta að rúmlega 270 gestir á vegum erlendrar fjölmiðla og fagfólks víða að úr heiminum heimsóttu skóla Hjallastefnunnar hér á landi á síðasta skólaári og ber fjöldinn vott um áhuga og aukna eftirspurn eftir nýjum hugmyndum í skólastarfi. Til okkar streyma reglulega gestir úr öllum heimsálfun og hafa margir gert skólastarfinu góð skil í fjölmiðlum. Við þau tímamót sem nú eru við 30 ára afmæli Hjallastefnunnar er tilefni til að óska frumkvöðlinum Margréti Pálu Ólafsdóttur, stofnanda Hjallastefnunnar, til hamingju með afraksturinn og um leið framsýni hennar í skóla- og menntunarmálum í þágu æsku landsins.Höfundur er framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun