Körfubolti

Bandaríkjamenn úr leik á HM

Anton Ingi Leifsson skrifar
Donovan Mitchell brjálaður í leiknum í kvöld.
Donovan Mitchell brjálaður í leiknum í kvöld. vísir/getty
Ríkjandi heimsmeistarar og sigurvegarar síðustu tveggja móta, Bandaríkjamenn, eru úr leik á HM í Kína eftir tap gegn Frakklandi, 89-79, í átta liða úrslitunum í dag.

Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhlutanum og var staðan jöfn 18-18 að honum loknum. Frakkarnir gáfu svo aðeins í og leiddu í hálfleik 45-39.

Bandaríkjamenn stigu heldur betur á bensíngjöfina í þriðja leikhlutanum og þeir voru komnir þremur stigum yfir er þriðji leikhlutinn var allur.

Fjórði leikhlutinn var hins vegar allur eign Frakklands. Þeir voru sterkari aðilinn og höfðu betur að lokum en Bandaríkjamenn klúðruðu mörgum mikilvægum vítaskotum undir lok leiksins. Lokatölur 89-79.







Donovan Mitchell fór á kostum framan af lek í liði Bandaríkjanna og var lang stigahæstur. Hann gerði 29 stig og tók sex fráköst en æstur kom Marcus Smart með ellefu stig.

Í liði Frakklands var það Evan Fournier sem var stigahæstur með 22 stig og Rudy Gobert gerði 21 sti. Nando De Colo bætti við átján stigum.

Frakkland mætir Argentínu í undanúrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×