Í röðinni Óttar Guðmundsson skrifar 14. september 2019 11:00 Á síðustu dögum og vikum hefur umferðarþunginn í Reykjavík og nærsveitum aukist til muna. Fjölmiðlar birta daglega raunasögur um Mosfellinga sem sátu í bílum sínum 1-2 klukkustundir til að komast til höfuðborgarinnar. Námfúsir nemar í HR voru þrjá tíma að komast frá Bústaðavegi inn í Nauthólsvík. Bílum hefur fjölgað gífurlega á liðnum árum en vegirnir ekki lengst að sama skapi. Svo bætast við allir útlendingarnir á bílaleigubílum sem hvorki þekkja umferðarreglur né kunna að keyra. Þjóðin vill sinn einkabíl enda ferðast einungis börn og sérvitringar á reiðhjóli eða í strætó. Ástandið batnar ekki og þessir umferðarhnútar eru komnir til að vera. Bifreiðaframleiðendur verða að svara þessu með auknu framboði af afþreyingar- og skemmtiefni til að stytta fólki stundir. Vélarstærð skiptir æ minna máli vegna þess að hraðinn í biðröðunum er takmarkaður. Í staðinn geta menn hannað sjónvarpsskjái og leiki sem henta biðtímanum. Leikjaframleiðendur geta búið til tölvuleiki sem stjórna má úr stýrinu. Með samstilltu tölvuátaki gætu margir ökumenn leikið hver við annan meðan beðið er. Hægt væri að bjóða upp á alls konar námskeið og kennsluefni fyrir fólkið í röðunum. Venjulegur Mosfellingur ætti auðveldlega að geta lært ítölsku og þýsku í þar til gerðu tungumálaforriti fyrir raðir í stað þess að bölsótast út í borgarstjórnarmeirihlutann. Nemendur HR gætu stórbætt námsárangur sinn með því að nota tímann í röðinni. Nuddtæki fyrir höfuð og axlir ætti að vera í hverjum bíl. Þannig má nýta raðirnar á uppbyggilegan hátt. Menntuð og jákvæð þjóð stígur út úr bílnum sínum með bros á vör eftir 2-3 skemmtilegar klukkustundir í umferðarteppu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Samgöngur Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu dögum og vikum hefur umferðarþunginn í Reykjavík og nærsveitum aukist til muna. Fjölmiðlar birta daglega raunasögur um Mosfellinga sem sátu í bílum sínum 1-2 klukkustundir til að komast til höfuðborgarinnar. Námfúsir nemar í HR voru þrjá tíma að komast frá Bústaðavegi inn í Nauthólsvík. Bílum hefur fjölgað gífurlega á liðnum árum en vegirnir ekki lengst að sama skapi. Svo bætast við allir útlendingarnir á bílaleigubílum sem hvorki þekkja umferðarreglur né kunna að keyra. Þjóðin vill sinn einkabíl enda ferðast einungis börn og sérvitringar á reiðhjóli eða í strætó. Ástandið batnar ekki og þessir umferðarhnútar eru komnir til að vera. Bifreiðaframleiðendur verða að svara þessu með auknu framboði af afþreyingar- og skemmtiefni til að stytta fólki stundir. Vélarstærð skiptir æ minna máli vegna þess að hraðinn í biðröðunum er takmarkaður. Í staðinn geta menn hannað sjónvarpsskjái og leiki sem henta biðtímanum. Leikjaframleiðendur geta búið til tölvuleiki sem stjórna má úr stýrinu. Með samstilltu tölvuátaki gætu margir ökumenn leikið hver við annan meðan beðið er. Hægt væri að bjóða upp á alls konar námskeið og kennsluefni fyrir fólkið í röðunum. Venjulegur Mosfellingur ætti auðveldlega að geta lært ítölsku og þýsku í þar til gerðu tungumálaforriti fyrir raðir í stað þess að bölsótast út í borgarstjórnarmeirihlutann. Nemendur HR gætu stórbætt námsárangur sinn með því að nota tímann í röðinni. Nuddtæki fyrir höfuð og axlir ætti að vera í hverjum bíl. Þannig má nýta raðirnar á uppbyggilegan hátt. Menntuð og jákvæð þjóð stígur út úr bílnum sínum með bros á vör eftir 2-3 skemmtilegar klukkustundir í umferðarteppu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar