Í röðinni Óttar Guðmundsson skrifar 14. september 2019 11:00 Á síðustu dögum og vikum hefur umferðarþunginn í Reykjavík og nærsveitum aukist til muna. Fjölmiðlar birta daglega raunasögur um Mosfellinga sem sátu í bílum sínum 1-2 klukkustundir til að komast til höfuðborgarinnar. Námfúsir nemar í HR voru þrjá tíma að komast frá Bústaðavegi inn í Nauthólsvík. Bílum hefur fjölgað gífurlega á liðnum árum en vegirnir ekki lengst að sama skapi. Svo bætast við allir útlendingarnir á bílaleigubílum sem hvorki þekkja umferðarreglur né kunna að keyra. Þjóðin vill sinn einkabíl enda ferðast einungis börn og sérvitringar á reiðhjóli eða í strætó. Ástandið batnar ekki og þessir umferðarhnútar eru komnir til að vera. Bifreiðaframleiðendur verða að svara þessu með auknu framboði af afþreyingar- og skemmtiefni til að stytta fólki stundir. Vélarstærð skiptir æ minna máli vegna þess að hraðinn í biðröðunum er takmarkaður. Í staðinn geta menn hannað sjónvarpsskjái og leiki sem henta biðtímanum. Leikjaframleiðendur geta búið til tölvuleiki sem stjórna má úr stýrinu. Með samstilltu tölvuátaki gætu margir ökumenn leikið hver við annan meðan beðið er. Hægt væri að bjóða upp á alls konar námskeið og kennsluefni fyrir fólkið í röðunum. Venjulegur Mosfellingur ætti auðveldlega að geta lært ítölsku og þýsku í þar til gerðu tungumálaforriti fyrir raðir í stað þess að bölsótast út í borgarstjórnarmeirihlutann. Nemendur HR gætu stórbætt námsárangur sinn með því að nota tímann í röðinni. Nuddtæki fyrir höfuð og axlir ætti að vera í hverjum bíl. Þannig má nýta raðirnar á uppbyggilegan hátt. Menntuð og jákvæð þjóð stígur út úr bílnum sínum með bros á vör eftir 2-3 skemmtilegar klukkustundir í umferðarteppu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Samgöngur Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á síðustu dögum og vikum hefur umferðarþunginn í Reykjavík og nærsveitum aukist til muna. Fjölmiðlar birta daglega raunasögur um Mosfellinga sem sátu í bílum sínum 1-2 klukkustundir til að komast til höfuðborgarinnar. Námfúsir nemar í HR voru þrjá tíma að komast frá Bústaðavegi inn í Nauthólsvík. Bílum hefur fjölgað gífurlega á liðnum árum en vegirnir ekki lengst að sama skapi. Svo bætast við allir útlendingarnir á bílaleigubílum sem hvorki þekkja umferðarreglur né kunna að keyra. Þjóðin vill sinn einkabíl enda ferðast einungis börn og sérvitringar á reiðhjóli eða í strætó. Ástandið batnar ekki og þessir umferðarhnútar eru komnir til að vera. Bifreiðaframleiðendur verða að svara þessu með auknu framboði af afþreyingar- og skemmtiefni til að stytta fólki stundir. Vélarstærð skiptir æ minna máli vegna þess að hraðinn í biðröðunum er takmarkaður. Í staðinn geta menn hannað sjónvarpsskjái og leiki sem henta biðtímanum. Leikjaframleiðendur geta búið til tölvuleiki sem stjórna má úr stýrinu. Með samstilltu tölvuátaki gætu margir ökumenn leikið hver við annan meðan beðið er. Hægt væri að bjóða upp á alls konar námskeið og kennsluefni fyrir fólkið í röðunum. Venjulegur Mosfellingur ætti auðveldlega að geta lært ítölsku og þýsku í þar til gerðu tungumálaforriti fyrir raðir í stað þess að bölsótast út í borgarstjórnarmeirihlutann. Nemendur HR gætu stórbætt námsárangur sinn með því að nota tímann í röðinni. Nuddtæki fyrir höfuð og axlir ætti að vera í hverjum bíl. Þannig má nýta raðirnar á uppbyggilegan hátt. Menntuð og jákvæð þjóð stígur út úr bílnum sínum með bros á vör eftir 2-3 skemmtilegar klukkustundir í umferðarteppu.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar