Til reiðu búinn í París og London Björn Teitsson skrifar 14. september 2019 10:00 Játning: þessi grein fjallar ekki um ævintýri ungs manns í eldhúsum Parísar. Hún fjallar ekki heldur um sambærileg ævintýri í algeru reiðuleysi í Lundúnum. Sá texti hefur þegar verið skrifaður. Þessi grein fjallar um eitthvað miklu leiðinlegra. Hún fjallar um umferðar-og umhverfismál.Í reiðuleysi… Bregðum okkur til síðustu aldamóta. Það vill svo til, að í upphafi 21. aldar, höfðu bæði París og Lundúnir á glænýjum borgarstjóra á að skipa. Í París var Bertrand Delanoë kosinn borgarstjóri árið 2001. Ári fyrr hafði Ken Livingstone verið kosinn í Lundúnum (reyndar fyrstur allra í það embætti en það er önnur saga). Báðir þessir menn glímdu við mikil umferðarvandamál þegar þeir tóku við embætti. Einnig vandamál sem mátti rekja til slæmra loftgæða og hávaðamengunar. Í stuttu máli var vandamálið mjög einfalt, beggja vegna Ermarsundsins. Það voru of margir bílar. Borgarstjórarnir tveir gerðu sitt besta til að taka á þessu vandamáli. Þeir notuðu hins vegar til þess mismunandi leiðir. Skoðum málið.Í París Rétt er að taka fram í byrjun, að París er gönguborg. Í París labbar fólk. Týnist viljandi í þröngum götum í Mýrinni. Stoppar og fær sér kaffi. Allar steríótýpur um Beaudelaire eða önnur skáld sem tileinkuðu sér lífsstíl flanara á19. öld eru dagsannar. Sé þannig miðað við hlutfallslega skiptingu milli ferðamáta (modal share), var ekkert það mikið af bílum í París. Ekki á okkar mælikvarða. Þegar Delanoëtók við embætti voru um 20% ferða farnar á einkabíl. Um 45% fóru labbandi. Til samanburðar hafa tölur frá höfuðborgarsvæðinu sýnt að um 75% nota einkabíl. Gott og vel. Til einföldunar: Delanoë tæklaði vandamálið með alvöru „aðför“. Göngugötum var fjölgað til muna, hluti árbakka Signu var gerður að baðströnd á sumrin, 600 kílómetrar af hjólastígum voru lagðir, frægasta deilihjólakerfi Evrópu, Vélib’, var kynnt til sögunnar, götur voru endurhannaðar með forgangsreinum fyrir almenningssamgöngur og bílastæðagjöld voru hækkuð umtalsvert. Arftaki Delanoëíembætti, og fyrrum aðstoðarkona, Anne Hidalgo, hefur síðan haldið áfram þessari vegferð og gert enn stærri svæði bíllaus, Parísarbúum og gestum borgarinnar til ómældrar ánægju. Loftgæði eru mun betri, hávaðamengun er minni og færra fólk notar bíl. Áðurnefnd hlutfallsleg skipting var, árið 2010 orðin eftirfarandi: bílaferðir: 12%, gangandi ferðir 53%. Í stuttu máli: þessar aðgerðir virkuðu.Og London Aðstæður voru, og eru, talsvert öðruvísi í Lundúnum. Þar voru miklu fleiri bílar en í París. Árið 1998 voru 48% allra ferða innan borgarinnar farnar á einkabíl. Um 24% fóru gangandi og 26% notuðu almenningssamgöngur (aðeins 2% fóru hjólandi í Lundúnum enda aðstæður þar hræðilegar fyrir hjólafólk í upphafi 21. aldar). Livingstone fór allt aðra leið en Delanoë. Hann lagði á tafargjöld/veggjöld (congestion charge). Gjaldið var innheimt af ökumönnum sem áttu leið í miðborg Lundúna og átti að þjóna þeim tilgangi að fækka bílum, minnka mengun og um leið fjármagna innviðauppbyggingu grænna ferðamáta. Endurbæta átti strætókerfið, endurheimta almenningssvæði og fjármagna innviðauppbyggingu hjólastíga, þar sem þörf var á grettistaki. Niðurstöðurnar voru nokkuð afgerandi. Árið 2011 hafði bílferðum fækkað verulega, voru komnar niður í 39% allra ferða. Notendum almenningssamgangna hafði fjölgað, þá orðnar 35% allra ferða. Síðan þá er reyndar gleðiefni að segja frá því að æ fleiri Lundúnabúar kjósa nú að hjóla eftir áralanga innviðauppbyggingu. En að kjarna málsins. Í stuttu máli: þessar aðgerðir virkuðu.Höfundur er meistaranemi í borgarfræðum við Bauhaus-háskólann í Weimar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Teitsson Samgöngur Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Sjá meira
Játning: þessi grein fjallar ekki um ævintýri ungs manns í eldhúsum Parísar. Hún fjallar ekki heldur um sambærileg ævintýri í algeru reiðuleysi í Lundúnum. Sá texti hefur þegar verið skrifaður. Þessi grein fjallar um eitthvað miklu leiðinlegra. Hún fjallar um umferðar-og umhverfismál.Í reiðuleysi… Bregðum okkur til síðustu aldamóta. Það vill svo til, að í upphafi 21. aldar, höfðu bæði París og Lundúnir á glænýjum borgarstjóra á að skipa. Í París var Bertrand Delanoë kosinn borgarstjóri árið 2001. Ári fyrr hafði Ken Livingstone verið kosinn í Lundúnum (reyndar fyrstur allra í það embætti en það er önnur saga). Báðir þessir menn glímdu við mikil umferðarvandamál þegar þeir tóku við embætti. Einnig vandamál sem mátti rekja til slæmra loftgæða og hávaðamengunar. Í stuttu máli var vandamálið mjög einfalt, beggja vegna Ermarsundsins. Það voru of margir bílar. Borgarstjórarnir tveir gerðu sitt besta til að taka á þessu vandamáli. Þeir notuðu hins vegar til þess mismunandi leiðir. Skoðum málið.Í París Rétt er að taka fram í byrjun, að París er gönguborg. Í París labbar fólk. Týnist viljandi í þröngum götum í Mýrinni. Stoppar og fær sér kaffi. Allar steríótýpur um Beaudelaire eða önnur skáld sem tileinkuðu sér lífsstíl flanara á19. öld eru dagsannar. Sé þannig miðað við hlutfallslega skiptingu milli ferðamáta (modal share), var ekkert það mikið af bílum í París. Ekki á okkar mælikvarða. Þegar Delanoëtók við embætti voru um 20% ferða farnar á einkabíl. Um 45% fóru labbandi. Til samanburðar hafa tölur frá höfuðborgarsvæðinu sýnt að um 75% nota einkabíl. Gott og vel. Til einföldunar: Delanoë tæklaði vandamálið með alvöru „aðför“. Göngugötum var fjölgað til muna, hluti árbakka Signu var gerður að baðströnd á sumrin, 600 kílómetrar af hjólastígum voru lagðir, frægasta deilihjólakerfi Evrópu, Vélib’, var kynnt til sögunnar, götur voru endurhannaðar með forgangsreinum fyrir almenningssamgöngur og bílastæðagjöld voru hækkuð umtalsvert. Arftaki Delanoëíembætti, og fyrrum aðstoðarkona, Anne Hidalgo, hefur síðan haldið áfram þessari vegferð og gert enn stærri svæði bíllaus, Parísarbúum og gestum borgarinnar til ómældrar ánægju. Loftgæði eru mun betri, hávaðamengun er minni og færra fólk notar bíl. Áðurnefnd hlutfallsleg skipting var, árið 2010 orðin eftirfarandi: bílaferðir: 12%, gangandi ferðir 53%. Í stuttu máli: þessar aðgerðir virkuðu.Og London Aðstæður voru, og eru, talsvert öðruvísi í Lundúnum. Þar voru miklu fleiri bílar en í París. Árið 1998 voru 48% allra ferða innan borgarinnar farnar á einkabíl. Um 24% fóru gangandi og 26% notuðu almenningssamgöngur (aðeins 2% fóru hjólandi í Lundúnum enda aðstæður þar hræðilegar fyrir hjólafólk í upphafi 21. aldar). Livingstone fór allt aðra leið en Delanoë. Hann lagði á tafargjöld/veggjöld (congestion charge). Gjaldið var innheimt af ökumönnum sem áttu leið í miðborg Lundúna og átti að þjóna þeim tilgangi að fækka bílum, minnka mengun og um leið fjármagna innviðauppbyggingu grænna ferðamáta. Endurbæta átti strætókerfið, endurheimta almenningssvæði og fjármagna innviðauppbyggingu hjólastíga, þar sem þörf var á grettistaki. Niðurstöðurnar voru nokkuð afgerandi. Árið 2011 hafði bílferðum fækkað verulega, voru komnar niður í 39% allra ferða. Notendum almenningssamgangna hafði fjölgað, þá orðnar 35% allra ferða. Síðan þá er reyndar gleðiefni að segja frá því að æ fleiri Lundúnabúar kjósa nú að hjóla eftir áralanga innviðauppbyggingu. En að kjarna málsins. Í stuttu máli: þessar aðgerðir virkuðu.Höfundur er meistaranemi í borgarfræðum við Bauhaus-háskólann í Weimar.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar