Skólinn okkar – Skýrsla Innri endurskoðunar Sævar Reykjalín skrifar 16. september 2019 09:49 Nú er formaður Skóla- og frístundaráðs (SFR), Skúli Helgason, komin í ham og er að reyna flýta því sem mest hann má að loka hluta af Kelduskóla. Enda má engan tíma missa því borgarstjórinn tilkynnti í vikunni að hönnunarsamkeppni er framundan um skóla í hverfi formannsins. Bara svo það sé tekið fram strax þá styð ég heilshugar byggingu skóla í Skerjafirði, en það er leitt að það skuli þurfa að vera á kostnað menntunar og öryggis barna í Grafarvogi. Í síðustu viku kom út skýrsla frá Innri Endurskoðun Reykjavíkurborgar (IE) þar sem mátti finna ýmislegt athyglisvert. Skúli Helgason las það út úr skýrslunni að loka þyrfti Kelduskóla í hvelli og stokka upp allt skólastarf í Grafarvogi. Því er gott að geta flett upp skýrslunni og séð hver megin niðurstaða hennar er: „Meginniðurstaða þessarar skýrslu er að mismunandi skilningur virðist vera á milli skólastjórnenda og skóla- og frístundasviðs annars vegar og fjárveitingarvalds borgarinnar hins vegar um hvað er nauðsynlegt fjármagn til reksturs á grunnskólum borgarinnar...“ Þetta hér að ofan eru ekki mín orð heldur er þetta meginniðurstaðan samkvæm skýrsluhöfundum IE. Fagfólk í skólunum okkar segist ekki hafa næga fjármuni til að reka skólana þannig að þeir geti sinni öllum börnum og sínum skildum samkvæmt lögum. Formaður SFR er þessu ósammála ef marka má viðtöl við hann nýlega. Hvort ættum við að trúa orðum stjórnenda og fagfólks sem vinnur í skólunum og hittir börnin okkar á hverjum degi, ásamt niðurstöðu IE eða pólitíkusu? Það er hvergi nægjanlegu fjármagni veitt til skólamála í Reykjavík og á þeim tíma sem núverandi formaður hefur leitt SFR hefur staðan versnað. Sífellt er verið að seinka framkvæmdum á Dalskóla í Úlfarsársdal. Það hefur gengið svo ill að á síðasta skólavetri notuðust börnin þar einmitt við hluta að húsnæði Kelduskóla þar sem þau voru á hrakhólum. Viðhald skóla hefur ekki verið sinnt og er samkvæmt skýrslunni kominn tími á margar og dýrar framkvæmdir. Börn með sérþarfir fá ekki þá þjónustu sem þau þurfa því að hún er svo kostnaðarsöm og staða frístundar er á mörgum stöðum óboðleg. Leggja á niður skólaakstur í hverfum borgarinnar sem bitnar á öryggi barna og eykur akstur og skutl til muna. Á Skóla- og frístundasviði (SFS) er einn starfsmaður sem kann á Excel skjalið sem úthlutar fjármunum til skólana og skjalið er yfir 20 ára gamalt. Þetta hefur verið vitað lengi og er heldur áfram á vakt formannsins. Einhversstaðar í heiminum þættu svona vinnubrögð ekki eðlileg, en ekki í Reykjavík, þar er þetta normið. Formanninum finnst sjálfsagt að spara 8 miljónir í skólaakstur, jafn sjálfsagt og að veita 8 milljónum að skattfé borgarbúa í tónlistarhátíð og þiggja svo frímiða fyrir sig og einn vin. En það er búið að lofa formanninum skóla í hans hverfi. Sá skóli verður byggður á tillögu úr skýrslu sem kom út árið 2016 sem fjallaði um skólamál í Grafarvogi og þá sérstaklega Staðahverfi. Þá þótti formanninum þetta of dýrt og ekki vera fyrirkomulag sem hentar í Reykjavík. Raunin er hinsvegar að það hefði skapað sterkari og fjölbreyttari skóla. Í dag á ekki bara að loka hluta af Kelduskóla heldur á að rugla með 3 aðra skóla, skipta nemendum þvers og krus um Grafarvoginn og láta þau svo ganga langar vegalengdir yfir óupplýstar, ómerktar og umferðaþungar götur. Á næstu vikum og mánuðum mun reyna á samstöðu íbúa í Grafarvogi því að skólarnir eru hjartað í sínu hverfi. Stöndum saman fyrir skólann okkar.Höfundur er þriggja barna faðir í Grafarvogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Sævar Reykjalín Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Nú er formaður Skóla- og frístundaráðs (SFR), Skúli Helgason, komin í ham og er að reyna flýta því sem mest hann má að loka hluta af Kelduskóla. Enda má engan tíma missa því borgarstjórinn tilkynnti í vikunni að hönnunarsamkeppni er framundan um skóla í hverfi formannsins. Bara svo það sé tekið fram strax þá styð ég heilshugar byggingu skóla í Skerjafirði, en það er leitt að það skuli þurfa að vera á kostnað menntunar og öryggis barna í Grafarvogi. Í síðustu viku kom út skýrsla frá Innri Endurskoðun Reykjavíkurborgar (IE) þar sem mátti finna ýmislegt athyglisvert. Skúli Helgason las það út úr skýrslunni að loka þyrfti Kelduskóla í hvelli og stokka upp allt skólastarf í Grafarvogi. Því er gott að geta flett upp skýrslunni og séð hver megin niðurstaða hennar er: „Meginniðurstaða þessarar skýrslu er að mismunandi skilningur virðist vera á milli skólastjórnenda og skóla- og frístundasviðs annars vegar og fjárveitingarvalds borgarinnar hins vegar um hvað er nauðsynlegt fjármagn til reksturs á grunnskólum borgarinnar...“ Þetta hér að ofan eru ekki mín orð heldur er þetta meginniðurstaðan samkvæm skýrsluhöfundum IE. Fagfólk í skólunum okkar segist ekki hafa næga fjármuni til að reka skólana þannig að þeir geti sinni öllum börnum og sínum skildum samkvæmt lögum. Formaður SFR er þessu ósammála ef marka má viðtöl við hann nýlega. Hvort ættum við að trúa orðum stjórnenda og fagfólks sem vinnur í skólunum og hittir börnin okkar á hverjum degi, ásamt niðurstöðu IE eða pólitíkusu? Það er hvergi nægjanlegu fjármagni veitt til skólamála í Reykjavík og á þeim tíma sem núverandi formaður hefur leitt SFR hefur staðan versnað. Sífellt er verið að seinka framkvæmdum á Dalskóla í Úlfarsársdal. Það hefur gengið svo ill að á síðasta skólavetri notuðust börnin þar einmitt við hluta að húsnæði Kelduskóla þar sem þau voru á hrakhólum. Viðhald skóla hefur ekki verið sinnt og er samkvæmt skýrslunni kominn tími á margar og dýrar framkvæmdir. Börn með sérþarfir fá ekki þá þjónustu sem þau þurfa því að hún er svo kostnaðarsöm og staða frístundar er á mörgum stöðum óboðleg. Leggja á niður skólaakstur í hverfum borgarinnar sem bitnar á öryggi barna og eykur akstur og skutl til muna. Á Skóla- og frístundasviði (SFS) er einn starfsmaður sem kann á Excel skjalið sem úthlutar fjármunum til skólana og skjalið er yfir 20 ára gamalt. Þetta hefur verið vitað lengi og er heldur áfram á vakt formannsins. Einhversstaðar í heiminum þættu svona vinnubrögð ekki eðlileg, en ekki í Reykjavík, þar er þetta normið. Formanninum finnst sjálfsagt að spara 8 miljónir í skólaakstur, jafn sjálfsagt og að veita 8 milljónum að skattfé borgarbúa í tónlistarhátíð og þiggja svo frímiða fyrir sig og einn vin. En það er búið að lofa formanninum skóla í hans hverfi. Sá skóli verður byggður á tillögu úr skýrslu sem kom út árið 2016 sem fjallaði um skólamál í Grafarvogi og þá sérstaklega Staðahverfi. Þá þótti formanninum þetta of dýrt og ekki vera fyrirkomulag sem hentar í Reykjavík. Raunin er hinsvegar að það hefði skapað sterkari og fjölbreyttari skóla. Í dag á ekki bara að loka hluta af Kelduskóla heldur á að rugla með 3 aðra skóla, skipta nemendum þvers og krus um Grafarvoginn og láta þau svo ganga langar vegalengdir yfir óupplýstar, ómerktar og umferðaþungar götur. Á næstu vikum og mánuðum mun reyna á samstöðu íbúa í Grafarvogi því að skólarnir eru hjartað í sínu hverfi. Stöndum saman fyrir skólann okkar.Höfundur er þriggja barna faðir í Grafarvogi.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar