Áfengið sótt yfir lækinn Ólöf Skaftadóttir skrifar 18. september 2019 08:00 Kaupmaðurinn á horninu er einn þeirra sem geta dregið úr bílaumferð. Bent hefur verið á að höfuðborgarbúar muni í ár sóa níu milljón klukkustundum í umferðartafir í borginni, svo ekki sé minnst á þau áhrif sem vitað er að bílaumferð hefur á umhverfið. Forsenda þess að kaupmaðurinn geti dregið úr samgönguvandanum er að stefna sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um að dagleg verslun og þjónusta sé sem næst íbúunum, svo þeir geti sótt það helsta án þess að ræsa bifreið, nái fram að ganga. Ein algeng neysluvara er hins vegar af óskiljanlegum ástæðum eingöngu seld af Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins sem virðist hvorki hirða um skynsemi né skipulag í rekstri sínum. Fyrir þinginu liggur nú frumvarp um að sveitarfélögin hafi aðkomu að staðarvali þegar hið opinbera opnar nýja áfengisverslun. ÁTVR hefur hingað til haft allt um það að segja hvar áfengisverslanir eru staðsettar án þess að hafa samráð við handhafa skipulagsvaldsins, sem eru sveitarfélögin. Skemmst er að minnast þess þegar ÁTVR lokaði verslun sinni í miðbæ Garðabæjar og opnaði nýja verslun í Kauptúni við Costco, þvert á stefnu bæjarstjórnar. ÁTVR hefur ítrekað opnað nýjar búðir við stofnbrautir frekar en að sækja inn í hverfin. Það er sérstaklega furðulegt í ljósi framsækinnar stefnu ÁTVR í umhverfismálum að verslunin beini fólki með svo afgerandi hætti að því að nota einkabílinn. Frumvarpið er eðlilegt skref í átt að nútímanum. Sjálfbærum hverfum þar sem má sækja helstu neysluvörur með því að hjóla eða ganga stutta vegalengd. Enn eðlilegra skref væri að gera sölu áfengis frjálsa, enda fráleitt að ríkið standi yfirhöfuð í verslunarrekstri. Ríkið getur þó skapað skilyrði fyrir rekstrinum og sett umgjörð með reglugerð. Frelsi og lýðheilsa eru ekki andstæður. Reykingafólki fækkar, þótt tóbakssala sé frjáls. Lýðheilsumarkmiðum má vel ná fram samfara því að sala áfengis verði frjáls. Þótt áfengi verði selt í verslun kaupmannsins á horninu, eru áfengisgjöld áfram há, salan háð ströngum skilyrðum frá hinu opinbera og enn þurfa allir að hafa náð tvítugsaldri til að fá að kaupa vín. Margir, sem ekki mega heyra minnst á frjálsa sölu áfengis, nefna að aukið aðgengi kalli á aukna neyslu. Reynslan sýnir að margir þættir geta leitt til meiri drykkju, til dæmis aukin velmegun. Rökin falla svo um sjálf sig þegar sölustöðum áfengis fjölgar gríðarlega ár frá ári en samt minnkar drykkja ungmenna. Lýðheilsumarkmiðum er hægt að ná þótt frjáls verslun og eðlilegt samkeppnisumhverfi fái að þrífast hér á landi. Verslun er skipulagsmál og liður í því að styrkja nærumhverfi borgaranna. Þar eiga almannahagsmunir og framtíðarsýn að ráða för, ekki skammtímasjónarmið úreltrar einokunarverslunar í ríkiseigu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Reykjavík Samgöngur Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Kaupmaðurinn á horninu er einn þeirra sem geta dregið úr bílaumferð. Bent hefur verið á að höfuðborgarbúar muni í ár sóa níu milljón klukkustundum í umferðartafir í borginni, svo ekki sé minnst á þau áhrif sem vitað er að bílaumferð hefur á umhverfið. Forsenda þess að kaupmaðurinn geti dregið úr samgönguvandanum er að stefna sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um að dagleg verslun og þjónusta sé sem næst íbúunum, svo þeir geti sótt það helsta án þess að ræsa bifreið, nái fram að ganga. Ein algeng neysluvara er hins vegar af óskiljanlegum ástæðum eingöngu seld af Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins sem virðist hvorki hirða um skynsemi né skipulag í rekstri sínum. Fyrir þinginu liggur nú frumvarp um að sveitarfélögin hafi aðkomu að staðarvali þegar hið opinbera opnar nýja áfengisverslun. ÁTVR hefur hingað til haft allt um það að segja hvar áfengisverslanir eru staðsettar án þess að hafa samráð við handhafa skipulagsvaldsins, sem eru sveitarfélögin. Skemmst er að minnast þess þegar ÁTVR lokaði verslun sinni í miðbæ Garðabæjar og opnaði nýja verslun í Kauptúni við Costco, þvert á stefnu bæjarstjórnar. ÁTVR hefur ítrekað opnað nýjar búðir við stofnbrautir frekar en að sækja inn í hverfin. Það er sérstaklega furðulegt í ljósi framsækinnar stefnu ÁTVR í umhverfismálum að verslunin beini fólki með svo afgerandi hætti að því að nota einkabílinn. Frumvarpið er eðlilegt skref í átt að nútímanum. Sjálfbærum hverfum þar sem má sækja helstu neysluvörur með því að hjóla eða ganga stutta vegalengd. Enn eðlilegra skref væri að gera sölu áfengis frjálsa, enda fráleitt að ríkið standi yfirhöfuð í verslunarrekstri. Ríkið getur þó skapað skilyrði fyrir rekstrinum og sett umgjörð með reglugerð. Frelsi og lýðheilsa eru ekki andstæður. Reykingafólki fækkar, þótt tóbakssala sé frjáls. Lýðheilsumarkmiðum má vel ná fram samfara því að sala áfengis verði frjáls. Þótt áfengi verði selt í verslun kaupmannsins á horninu, eru áfengisgjöld áfram há, salan háð ströngum skilyrðum frá hinu opinbera og enn þurfa allir að hafa náð tvítugsaldri til að fá að kaupa vín. Margir, sem ekki mega heyra minnst á frjálsa sölu áfengis, nefna að aukið aðgengi kalli á aukna neyslu. Reynslan sýnir að margir þættir geta leitt til meiri drykkju, til dæmis aukin velmegun. Rökin falla svo um sjálf sig þegar sölustöðum áfengis fjölgar gríðarlega ár frá ári en samt minnkar drykkja ungmenna. Lýðheilsumarkmiðum er hægt að ná þótt frjáls verslun og eðlilegt samkeppnisumhverfi fái að þrífast hér á landi. Verslun er skipulagsmál og liður í því að styrkja nærumhverfi borgaranna. Þar eiga almannahagsmunir og framtíðarsýn að ráða för, ekki skammtímasjónarmið úreltrar einokunarverslunar í ríkiseigu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar