Viðskiptaráð segir brýnt að breyta samkeppnislögum Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 18. september 2019 06:30 Samrunabylgja hefur gengið yfir smásölumarkaðinn á síðustu árum. Fréttablaðið/Ernir Viðskiptaráð Íslands telur brýnt að ráðist sé í breytingar á samkeppnislögum og framkvæmd þeirra, einkum til þess að tryggja samkeppnishæfni innlendra fyrirtækja gagnvart erlendum og ná fram eðlilegu jafnvægi milli krafta samkeppni og mikilvægs stærðarhagræðis. Þetta kemur fram í skoðun Viðskiptaráðs sem birt var í dag. „Við höfum margbent á að íslensk fyrirtæki lúta strangari samkeppnisreglum og oftar en ekki með meiri ófyrirsjáanleika en fyrirtæki í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Slíkt getur hamlað eðlilegri starfsemi og framþróun fyrirtækja og þannig rýrt samkeppnishæfni Íslands sem heild,” segir Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs í samtali við Markaðinn. Í skoðun Viðskiptaráðs er dregin fram sú staðreynd að markaðshlutdeild fyrirtækja með 100 starfsmenn eða fleiri minnkað frá 2012, ekki hvað síst á mikilvægum neytendamörkuðum, þrátt fyrir það að störfum hafi fjölgað og efnahagsumsvif hafi aukist um 24 prósent á tímabilinu. Það gefi vísbendingu um harða samkeppni og að minni fyrirtæki séu að taka til sín aukna markaðshlutdeild af vaxandi efnahagsumsvifum. Bent er á að viðskiptalífið hafi lengi kallað eftir úrbótum á samkeppnislögum og í því samhengi leggur Viðskiptaráð einkum áherslu á fimm atriði í núverandi samkeppnilögum sem ráðið telur nauðsynlegt að endurskoða. Í fyrsta lagi telur Viðskiptaráð brýnt að hækka veltumörk fyrir tilkynningarskyldu samruna. Ef að minnsta kosti tvö fyrirtækjanna hafa yfir 200 milljóna króna ársveltu hér á landi og samanlögð ársvelta allra fyrirtækja sem vilja sameinast er að minnsta kosti tveir milljarðar króna ber þeim skylda að tilkynna samrunann til Samkeppniseftirlitsins. Samantekt Viðskiptaráðs sýnir að veltuviðmið fyrir samruna á Íslandi séu almennt margfalt lægri en á hinum Norðurlöndunum. Greining Viðskiptaráðs á þeim gögnum Eurostat leiðir enn fremur í ljós að mun hærra hlutfall fyrirtækja á Íslandi þurfi að tilkynna um samruna en á öðrum Norðurlöndum. 110 íslensk fyrirtæki, 3,4 prósent fyrirtækja, ná 2 milljarða króna veltuviðmiði fyrir árið 2016 á meðan hlutfallið sem nær viðmiðum á hinum Norðurlöndunum er á bilinu 0,1-0,9 prósent. „Veltuviðmiðin hafa haldist óbreytt frá 2008 þrátt fyrir að verðlag hafi hækkað og hagkerfið stækkað með auknum efnahagsumsvifum. Segja má að veltuviðmiðin hafi lækkað um nærri helming án þess að tekin hafi verið ákvörðun um það,“ segir í skoðuninni. Að mati Viðskiptaráðs ætti að hækka veltuviðmiðin að minnsta kosti upp í sömu upphæð og þau voru 2008 á verðlagi dagsins í dag. Þá er bent á að 40 prósent af tíma Samkeppniseftirlitsins hafi verið varið í samruna árið 2018, en árið 2011 var þessi prósenta aftur á móti um helmingi lægri, eða um 21 prósent. „Það getur ekki talist eðlilegt að 40 prósent af tíma Samkeppniseftirlitsins hafi verið varið í samruna árið 2018 og þannig farið ört vaxandi milli ára,” segir Ásta. Hækkun á veltuviðmiðum sé til þess fallin að draga úr áherslu á smærri samrunamál og geti þannig stytt málsmeðferðartíma. Annað atriði sem nefnt er í skoðuninni er að afnema þurfi heimild Samkeppniseftirlitsins að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar Samkeppnismála til dómstóla eða leggja niður áfrýjunarnefndina svo unnt sé að eyða réttaróvissu og þar með draga úr óhagræði. „Ljóst er að sama málið getur því verið inni á borði Samkeppniseftirlitsins svo árum skiptir, með tilheyrandi kostnaði og óhagræði fyrir viðkomandi fyriræki. Líkur eru á því að þegar loksins fæst niðurstaða í mál af þessu tagi að forsendur samrunans séu brostnar og viðkomandi fyrirtæki þurfi að hefja samningaferli sitt á ný.“ Hin þrjú atriðin sem nefnd eru í skoðun Viðskiptaráðs eru að heimild Samkeppniseftirlitsins til inngripa í fyrirtæki verði felld niður, undanþágur vegna samstarfs fyrirtækja verði afnumdar og að réttarstaða fyrirtækja við rannsókn mála verði bætt. Þá fagnar Viðskiptaráð því að að samkeppnislöggjöfin sé komin á málefnaskrá Alþingis. „Við höfum væntingar um að staðið verði við gefin fyrirheit sem t.d. var fjallað um í nýgerðum Lífskjarasamningi. Við höfum lagt til nokkrar breytingar en aðalatriðið er að stjórnvöld endurskoði lög og að framkvæmd þeirra sé í takt við tímann og af gefinni reynslu,“ segir Ásta. Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands telur brýnt að ráðist sé í breytingar á samkeppnislögum og framkvæmd þeirra, einkum til þess að tryggja samkeppnishæfni innlendra fyrirtækja gagnvart erlendum og ná fram eðlilegu jafnvægi milli krafta samkeppni og mikilvægs stærðarhagræðis. Þetta kemur fram í skoðun Viðskiptaráðs sem birt var í dag. „Við höfum margbent á að íslensk fyrirtæki lúta strangari samkeppnisreglum og oftar en ekki með meiri ófyrirsjáanleika en fyrirtæki í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Slíkt getur hamlað eðlilegri starfsemi og framþróun fyrirtækja og þannig rýrt samkeppnishæfni Íslands sem heild,” segir Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs í samtali við Markaðinn. Í skoðun Viðskiptaráðs er dregin fram sú staðreynd að markaðshlutdeild fyrirtækja með 100 starfsmenn eða fleiri minnkað frá 2012, ekki hvað síst á mikilvægum neytendamörkuðum, þrátt fyrir það að störfum hafi fjölgað og efnahagsumsvif hafi aukist um 24 prósent á tímabilinu. Það gefi vísbendingu um harða samkeppni og að minni fyrirtæki séu að taka til sín aukna markaðshlutdeild af vaxandi efnahagsumsvifum. Bent er á að viðskiptalífið hafi lengi kallað eftir úrbótum á samkeppnislögum og í því samhengi leggur Viðskiptaráð einkum áherslu á fimm atriði í núverandi samkeppnilögum sem ráðið telur nauðsynlegt að endurskoða. Í fyrsta lagi telur Viðskiptaráð brýnt að hækka veltumörk fyrir tilkynningarskyldu samruna. Ef að minnsta kosti tvö fyrirtækjanna hafa yfir 200 milljóna króna ársveltu hér á landi og samanlögð ársvelta allra fyrirtækja sem vilja sameinast er að minnsta kosti tveir milljarðar króna ber þeim skylda að tilkynna samrunann til Samkeppniseftirlitsins. Samantekt Viðskiptaráðs sýnir að veltuviðmið fyrir samruna á Íslandi séu almennt margfalt lægri en á hinum Norðurlöndunum. Greining Viðskiptaráðs á þeim gögnum Eurostat leiðir enn fremur í ljós að mun hærra hlutfall fyrirtækja á Íslandi þurfi að tilkynna um samruna en á öðrum Norðurlöndum. 110 íslensk fyrirtæki, 3,4 prósent fyrirtækja, ná 2 milljarða króna veltuviðmiði fyrir árið 2016 á meðan hlutfallið sem nær viðmiðum á hinum Norðurlöndunum er á bilinu 0,1-0,9 prósent. „Veltuviðmiðin hafa haldist óbreytt frá 2008 þrátt fyrir að verðlag hafi hækkað og hagkerfið stækkað með auknum efnahagsumsvifum. Segja má að veltuviðmiðin hafi lækkað um nærri helming án þess að tekin hafi verið ákvörðun um það,“ segir í skoðuninni. Að mati Viðskiptaráðs ætti að hækka veltuviðmiðin að minnsta kosti upp í sömu upphæð og þau voru 2008 á verðlagi dagsins í dag. Þá er bent á að 40 prósent af tíma Samkeppniseftirlitsins hafi verið varið í samruna árið 2018, en árið 2011 var þessi prósenta aftur á móti um helmingi lægri, eða um 21 prósent. „Það getur ekki talist eðlilegt að 40 prósent af tíma Samkeppniseftirlitsins hafi verið varið í samruna árið 2018 og þannig farið ört vaxandi milli ára,” segir Ásta. Hækkun á veltuviðmiðum sé til þess fallin að draga úr áherslu á smærri samrunamál og geti þannig stytt málsmeðferðartíma. Annað atriði sem nefnt er í skoðuninni er að afnema þurfi heimild Samkeppniseftirlitsins að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar Samkeppnismála til dómstóla eða leggja niður áfrýjunarnefndina svo unnt sé að eyða réttaróvissu og þar með draga úr óhagræði. „Ljóst er að sama málið getur því verið inni á borði Samkeppniseftirlitsins svo árum skiptir, með tilheyrandi kostnaði og óhagræði fyrir viðkomandi fyriræki. Líkur eru á því að þegar loksins fæst niðurstaða í mál af þessu tagi að forsendur samrunans séu brostnar og viðkomandi fyrirtæki þurfi að hefja samningaferli sitt á ný.“ Hin þrjú atriðin sem nefnd eru í skoðun Viðskiptaráðs eru að heimild Samkeppniseftirlitsins til inngripa í fyrirtæki verði felld niður, undanþágur vegna samstarfs fyrirtækja verði afnumdar og að réttarstaða fyrirtækja við rannsókn mála verði bætt. Þá fagnar Viðskiptaráð því að að samkeppnislöggjöfin sé komin á málefnaskrá Alþingis. „Við höfum væntingar um að staðið verði við gefin fyrirheit sem t.d. var fjallað um í nýgerðum Lífskjarasamningi. Við höfum lagt til nokkrar breytingar en aðalatriðið er að stjórnvöld endurskoði lög og að framkvæmd þeirra sé í takt við tímann og af gefinni reynslu,“ segir Ásta.
Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira