Árholt – leikskóli að nýju Ingibjörg Isaksen skrifar 2. september 2019 08:00 Eitt af aðaláherslumálum í meirihlutasamningi bæjarstjórnar Akureyrarbæjar er að bæta kjör og hag barnafólks á Akureyri. Ein af meginleiðunum til að ná þessu markmiði er að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með fjölbreyttum hætti. Ein af þeim leiðum er opnun leikskólans Árholts sem tekur að nýju til starfa í dag mánudaginn 2. september 2019. Saga skólahalds í húsnæðinu sem nú hýsir leikskólann Árholt hófst árið 1937, en þá fluttist þangað starfsemi barnaskólans að Ósi við Óseyri, sem þá hafði starfað þar frá árinu 1908. Glerárskóli var starfræktur í húsnæðinu til ársins 1972 er hann flutti í núverandi húsnæði. Í skólanum voru þrjár skólastofur og yfirleitt um 100 nemendur. Í júní árið 1974 hefst saga leikskólahalds í Árholti en þá var skólinn tvískiptur og rúmaði 40-45 börn í einu eða 80-90 börn á dag. Leikskóli var rekinn í húsnæði Árholts til ársins 2003 er honum var lokað og rekstur hans færður í nýjan leikskóla í Naustahverfi. Eftir að skólahaldi lauk í húsnæðinu var það nýtt meðal annars sem skólavistun og frístund fyrir börn með fötlun úr grunnskólunum og síðar skammtímavistun. Síðasti leigjandi húsnæðisins var Akureyrarakademían, sem flutti út nú á vordögum 2019 er Lautin, 5 ára deild frá Tröllaborgum sem staðsett hafði verið í Glerárskóla, flutti inn í Árholt vegna endurbóta á húsnæði Glerárskóla. Viljum við nýta tækifærið og þakka Akureyrarakademíunni fyrir góð viðbrögð við beiðni bæjarins um flutning með starfsemi sína. Í sumar voru gerðar endurbætur á húsnæðinu með það að markmiði að búa það undir að taka við yngsta aldursári leikskólabarna. Fyrsta árið verða 12 – 14 börn í leikskólanum en stefnt er að því að þar verði tvær deildir fyrir 24 börn, sem þjóni eingöngu yngsta aldursári leikskólabarna. Ljóst er að margir gleðjast yfir því að leikskóli sé aftur tekinn til starfa í Árholti, nú sem ein deild Tröllaborga enda margir sem eiga góðar minningar þaðan hvort heldur sem nemendur, kennarar eða foreldrar. Markmið Akureyrarbæjar er að skapa möguleika fyrir foreldra að innrita börn sín í leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Með þessu skrefi má segja að hafin sé sú vegferð að bjóða upp á innritun yngri barna í leikskóla Akureyrarbæjar en í ár eru mánuði yngri börn inn í leikskólum bæjarins en áður hefur verið.Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður fræðsluráðs Akureyrarbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Skóla - og menntamál Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Sjá meira
Eitt af aðaláherslumálum í meirihlutasamningi bæjarstjórnar Akureyrarbæjar er að bæta kjör og hag barnafólks á Akureyri. Ein af meginleiðunum til að ná þessu markmiði er að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með fjölbreyttum hætti. Ein af þeim leiðum er opnun leikskólans Árholts sem tekur að nýju til starfa í dag mánudaginn 2. september 2019. Saga skólahalds í húsnæðinu sem nú hýsir leikskólann Árholt hófst árið 1937, en þá fluttist þangað starfsemi barnaskólans að Ósi við Óseyri, sem þá hafði starfað þar frá árinu 1908. Glerárskóli var starfræktur í húsnæðinu til ársins 1972 er hann flutti í núverandi húsnæði. Í skólanum voru þrjár skólastofur og yfirleitt um 100 nemendur. Í júní árið 1974 hefst saga leikskólahalds í Árholti en þá var skólinn tvískiptur og rúmaði 40-45 börn í einu eða 80-90 börn á dag. Leikskóli var rekinn í húsnæði Árholts til ársins 2003 er honum var lokað og rekstur hans færður í nýjan leikskóla í Naustahverfi. Eftir að skólahaldi lauk í húsnæðinu var það nýtt meðal annars sem skólavistun og frístund fyrir börn með fötlun úr grunnskólunum og síðar skammtímavistun. Síðasti leigjandi húsnæðisins var Akureyrarakademían, sem flutti út nú á vordögum 2019 er Lautin, 5 ára deild frá Tröllaborgum sem staðsett hafði verið í Glerárskóla, flutti inn í Árholt vegna endurbóta á húsnæði Glerárskóla. Viljum við nýta tækifærið og þakka Akureyrarakademíunni fyrir góð viðbrögð við beiðni bæjarins um flutning með starfsemi sína. Í sumar voru gerðar endurbætur á húsnæðinu með það að markmiði að búa það undir að taka við yngsta aldursári leikskólabarna. Fyrsta árið verða 12 – 14 börn í leikskólanum en stefnt er að því að þar verði tvær deildir fyrir 24 börn, sem þjóni eingöngu yngsta aldursári leikskólabarna. Ljóst er að margir gleðjast yfir því að leikskóli sé aftur tekinn til starfa í Árholti, nú sem ein deild Tröllaborga enda margir sem eiga góðar minningar þaðan hvort heldur sem nemendur, kennarar eða foreldrar. Markmið Akureyrarbæjar er að skapa möguleika fyrir foreldra að innrita börn sín í leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Með þessu skrefi má segja að hafin sé sú vegferð að bjóða upp á innritun yngri barna í leikskóla Akureyrarbæjar en í ár eru mánuði yngri börn inn í leikskólum bæjarins en áður hefur verið.Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður fræðsluráðs Akureyrarbæjar.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun