Árholt – leikskóli að nýju Ingibjörg Isaksen skrifar 2. september 2019 08:00 Eitt af aðaláherslumálum í meirihlutasamningi bæjarstjórnar Akureyrarbæjar er að bæta kjör og hag barnafólks á Akureyri. Ein af meginleiðunum til að ná þessu markmiði er að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með fjölbreyttum hætti. Ein af þeim leiðum er opnun leikskólans Árholts sem tekur að nýju til starfa í dag mánudaginn 2. september 2019. Saga skólahalds í húsnæðinu sem nú hýsir leikskólann Árholt hófst árið 1937, en þá fluttist þangað starfsemi barnaskólans að Ósi við Óseyri, sem þá hafði starfað þar frá árinu 1908. Glerárskóli var starfræktur í húsnæðinu til ársins 1972 er hann flutti í núverandi húsnæði. Í skólanum voru þrjár skólastofur og yfirleitt um 100 nemendur. Í júní árið 1974 hefst saga leikskólahalds í Árholti en þá var skólinn tvískiptur og rúmaði 40-45 börn í einu eða 80-90 börn á dag. Leikskóli var rekinn í húsnæði Árholts til ársins 2003 er honum var lokað og rekstur hans færður í nýjan leikskóla í Naustahverfi. Eftir að skólahaldi lauk í húsnæðinu var það nýtt meðal annars sem skólavistun og frístund fyrir börn með fötlun úr grunnskólunum og síðar skammtímavistun. Síðasti leigjandi húsnæðisins var Akureyrarakademían, sem flutti út nú á vordögum 2019 er Lautin, 5 ára deild frá Tröllaborgum sem staðsett hafði verið í Glerárskóla, flutti inn í Árholt vegna endurbóta á húsnæði Glerárskóla. Viljum við nýta tækifærið og þakka Akureyrarakademíunni fyrir góð viðbrögð við beiðni bæjarins um flutning með starfsemi sína. Í sumar voru gerðar endurbætur á húsnæðinu með það að markmiði að búa það undir að taka við yngsta aldursári leikskólabarna. Fyrsta árið verða 12 – 14 börn í leikskólanum en stefnt er að því að þar verði tvær deildir fyrir 24 börn, sem þjóni eingöngu yngsta aldursári leikskólabarna. Ljóst er að margir gleðjast yfir því að leikskóli sé aftur tekinn til starfa í Árholti, nú sem ein deild Tröllaborga enda margir sem eiga góðar minningar þaðan hvort heldur sem nemendur, kennarar eða foreldrar. Markmið Akureyrarbæjar er að skapa möguleika fyrir foreldra að innrita börn sín í leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Með þessu skrefi má segja að hafin sé sú vegferð að bjóða upp á innritun yngri barna í leikskóla Akureyrarbæjar en í ár eru mánuði yngri börn inn í leikskólum bæjarins en áður hefur verið.Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður fræðsluráðs Akureyrarbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Skóla - og menntamál Mest lesið Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Eitt af aðaláherslumálum í meirihlutasamningi bæjarstjórnar Akureyrarbæjar er að bæta kjör og hag barnafólks á Akureyri. Ein af meginleiðunum til að ná þessu markmiði er að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með fjölbreyttum hætti. Ein af þeim leiðum er opnun leikskólans Árholts sem tekur að nýju til starfa í dag mánudaginn 2. september 2019. Saga skólahalds í húsnæðinu sem nú hýsir leikskólann Árholt hófst árið 1937, en þá fluttist þangað starfsemi barnaskólans að Ósi við Óseyri, sem þá hafði starfað þar frá árinu 1908. Glerárskóli var starfræktur í húsnæðinu til ársins 1972 er hann flutti í núverandi húsnæði. Í skólanum voru þrjár skólastofur og yfirleitt um 100 nemendur. Í júní árið 1974 hefst saga leikskólahalds í Árholti en þá var skólinn tvískiptur og rúmaði 40-45 börn í einu eða 80-90 börn á dag. Leikskóli var rekinn í húsnæði Árholts til ársins 2003 er honum var lokað og rekstur hans færður í nýjan leikskóla í Naustahverfi. Eftir að skólahaldi lauk í húsnæðinu var það nýtt meðal annars sem skólavistun og frístund fyrir börn með fötlun úr grunnskólunum og síðar skammtímavistun. Síðasti leigjandi húsnæðisins var Akureyrarakademían, sem flutti út nú á vordögum 2019 er Lautin, 5 ára deild frá Tröllaborgum sem staðsett hafði verið í Glerárskóla, flutti inn í Árholt vegna endurbóta á húsnæði Glerárskóla. Viljum við nýta tækifærið og þakka Akureyrarakademíunni fyrir góð viðbrögð við beiðni bæjarins um flutning með starfsemi sína. Í sumar voru gerðar endurbætur á húsnæðinu með það að markmiði að búa það undir að taka við yngsta aldursári leikskólabarna. Fyrsta árið verða 12 – 14 börn í leikskólanum en stefnt er að því að þar verði tvær deildir fyrir 24 börn, sem þjóni eingöngu yngsta aldursári leikskólabarna. Ljóst er að margir gleðjast yfir því að leikskóli sé aftur tekinn til starfa í Árholti, nú sem ein deild Tröllaborga enda margir sem eiga góðar minningar þaðan hvort heldur sem nemendur, kennarar eða foreldrar. Markmið Akureyrarbæjar er að skapa möguleika fyrir foreldra að innrita börn sín í leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Með þessu skrefi má segja að hafin sé sú vegferð að bjóða upp á innritun yngri barna í leikskóla Akureyrarbæjar en í ár eru mánuði yngri börn inn í leikskólum bæjarins en áður hefur verið.Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður fræðsluráðs Akureyrarbæjar.
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun