Lækkum lyfjakostnað og veljum samheitalyf Jónas Þ. Birgisson og Aðalsteinn Jens Loftsson skrifar 29. ágúst 2019 10:30 Lyf á Íslandi hafa lækkað að raunvirði um helming frá árinu 2003 og í dag er lyfjaverð á Íslandi sambærilegt við það sem gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum þegar tekið er tillit til þess að lyf eru í hæsta virðisaukaskattsþrepi hér á landi. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Hagfræðistofnunar um lyfsölu á Íslandi. Í sömu skýrslu kemur einnig fram að kostnaður sjúklinganna sjálfra vegna lyfjakaupa er hins vegar hærri hér á landi og kemur þar einkum tvennt til. Í fyrsta lagi greiðir ríkið minna hlutfall í lyfjakostnaði en annars staðar og því greiðir almenningur meira, sem þýðir í raun að lækkunin sem orðið hefur á lyfjaverði hefur skilað sér að mestu til ríkisins en ekki til fólksins í landinu. Í öðru lagi er notkun samheitalyfja minni hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Hvað eru samheitalyf? Þetta er spurning sem við starfsfólk apótekanna fáum oft. Í stuttu máli má segja að lyf samanstandi í grunninn af tveimur þáttum; annars vegar er um að ræða virka efnið sem á að gera það sem leitað er eftir, og hins vegar ýmiskonar hjálparefni. Samheitalyf inniheldur því þetta sama virka efni en hjálparefnin eru hins vegar önnur. Fyrir flesta skipta þessi hjálparefni ekki máli en í sumum tilfellum geta þau vissulega skipt sköpum. Við hjá Lyfju mælum með því að prófa samheitalyf sé það í boði og spara þannig verðmismuninn. Ef í ljós kemur að einstaklingur getur af einhverjum orsökum ekki notað ódýrari samheitalyf, getur læknir viðkomandi sótt um aukna greiðslu til Sjúkratrygginga þannig að ekki falli aukinn kostnaður á viðkomandi.Aðalsteinn Jens Loftsson lyfjafræðingur.„En læknirinn skrifaði upp á þetta lyf“ Við sem störfum í apótekum heyrum oft að læknir hafi skrifað upp á visst lyf og þá er spurt hvers vegna hann hafi þá ekki skrifað upp á ódýrara samheitalyfið sem verið er að bjóða í staðinn. Læknar geta átt erfitt með að fylgjast með öllum þeim nýjum lyfjum sem koma á markaðinn en lyfjafræðingar apótekanna hafa hins vegar betri yfirsýn. Það er því hlutverk okkar lyfjafræðinganna í apótekunum að benda fólki á samheitalyfin. Hægt er að spara tugi þúsunda króna á ársgrundvelli með notkun og kaupum á ódýrara samheitalyfi. Algengt er að sparnaðurinn telji um 1.000 til 2.000 krónur á hverjum þriggja mánaða skammti sé ódýrara lyfið valið. Taki einstaklingur því fjögur mismunandi lyf að staðaldri, er hægt að spara um 16 til 32 þúsund krónur í lyfjakostnað á ári hverju. Lyfja skorar á stjórnvöld að láta einstaklinga njóta verðlækkunar lyfja á síðustu árum með því að hækka greitt hlutfall ríkisins í heildarkostnaði lyfjanna. Við hjá Lyfju ætlum hins vegar að setja okkur það markmið að auka hlutfall ódýrari samheitalyfja með betri fræðslu til þeirra sem þurfa á lyfjum að halda.Höfundar eru lyfjafræðingar og starfa sem lyfsalar í Lyfju á Granda og Lyfju á Ísafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Lyf á Íslandi hafa lækkað að raunvirði um helming frá árinu 2003 og í dag er lyfjaverð á Íslandi sambærilegt við það sem gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum þegar tekið er tillit til þess að lyf eru í hæsta virðisaukaskattsþrepi hér á landi. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Hagfræðistofnunar um lyfsölu á Íslandi. Í sömu skýrslu kemur einnig fram að kostnaður sjúklinganna sjálfra vegna lyfjakaupa er hins vegar hærri hér á landi og kemur þar einkum tvennt til. Í fyrsta lagi greiðir ríkið minna hlutfall í lyfjakostnaði en annars staðar og því greiðir almenningur meira, sem þýðir í raun að lækkunin sem orðið hefur á lyfjaverði hefur skilað sér að mestu til ríkisins en ekki til fólksins í landinu. Í öðru lagi er notkun samheitalyfja minni hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Hvað eru samheitalyf? Þetta er spurning sem við starfsfólk apótekanna fáum oft. Í stuttu máli má segja að lyf samanstandi í grunninn af tveimur þáttum; annars vegar er um að ræða virka efnið sem á að gera það sem leitað er eftir, og hins vegar ýmiskonar hjálparefni. Samheitalyf inniheldur því þetta sama virka efni en hjálparefnin eru hins vegar önnur. Fyrir flesta skipta þessi hjálparefni ekki máli en í sumum tilfellum geta þau vissulega skipt sköpum. Við hjá Lyfju mælum með því að prófa samheitalyf sé það í boði og spara þannig verðmismuninn. Ef í ljós kemur að einstaklingur getur af einhverjum orsökum ekki notað ódýrari samheitalyf, getur læknir viðkomandi sótt um aukna greiðslu til Sjúkratrygginga þannig að ekki falli aukinn kostnaður á viðkomandi.Aðalsteinn Jens Loftsson lyfjafræðingur.„En læknirinn skrifaði upp á þetta lyf“ Við sem störfum í apótekum heyrum oft að læknir hafi skrifað upp á visst lyf og þá er spurt hvers vegna hann hafi þá ekki skrifað upp á ódýrara samheitalyfið sem verið er að bjóða í staðinn. Læknar geta átt erfitt með að fylgjast með öllum þeim nýjum lyfjum sem koma á markaðinn en lyfjafræðingar apótekanna hafa hins vegar betri yfirsýn. Það er því hlutverk okkar lyfjafræðinganna í apótekunum að benda fólki á samheitalyfin. Hægt er að spara tugi þúsunda króna á ársgrundvelli með notkun og kaupum á ódýrara samheitalyfi. Algengt er að sparnaðurinn telji um 1.000 til 2.000 krónur á hverjum þriggja mánaða skammti sé ódýrara lyfið valið. Taki einstaklingur því fjögur mismunandi lyf að staðaldri, er hægt að spara um 16 til 32 þúsund krónur í lyfjakostnað á ári hverju. Lyfja skorar á stjórnvöld að láta einstaklinga njóta verðlækkunar lyfja á síðustu árum með því að hækka greitt hlutfall ríkisins í heildarkostnaði lyfjanna. Við hjá Lyfju ætlum hins vegar að setja okkur það markmið að auka hlutfall ódýrari samheitalyfja með betri fræðslu til þeirra sem þurfa á lyfjum að halda.Höfundar eru lyfjafræðingar og starfa sem lyfsalar í Lyfju á Granda og Lyfju á Ísafirði.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun