Lækkum lyfjakostnað og veljum samheitalyf Jónas Þ. Birgisson og Aðalsteinn Jens Loftsson skrifar 29. ágúst 2019 10:30 Lyf á Íslandi hafa lækkað að raunvirði um helming frá árinu 2003 og í dag er lyfjaverð á Íslandi sambærilegt við það sem gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum þegar tekið er tillit til þess að lyf eru í hæsta virðisaukaskattsþrepi hér á landi. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Hagfræðistofnunar um lyfsölu á Íslandi. Í sömu skýrslu kemur einnig fram að kostnaður sjúklinganna sjálfra vegna lyfjakaupa er hins vegar hærri hér á landi og kemur þar einkum tvennt til. Í fyrsta lagi greiðir ríkið minna hlutfall í lyfjakostnaði en annars staðar og því greiðir almenningur meira, sem þýðir í raun að lækkunin sem orðið hefur á lyfjaverði hefur skilað sér að mestu til ríkisins en ekki til fólksins í landinu. Í öðru lagi er notkun samheitalyfja minni hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Hvað eru samheitalyf? Þetta er spurning sem við starfsfólk apótekanna fáum oft. Í stuttu máli má segja að lyf samanstandi í grunninn af tveimur þáttum; annars vegar er um að ræða virka efnið sem á að gera það sem leitað er eftir, og hins vegar ýmiskonar hjálparefni. Samheitalyf inniheldur því þetta sama virka efni en hjálparefnin eru hins vegar önnur. Fyrir flesta skipta þessi hjálparefni ekki máli en í sumum tilfellum geta þau vissulega skipt sköpum. Við hjá Lyfju mælum með því að prófa samheitalyf sé það í boði og spara þannig verðmismuninn. Ef í ljós kemur að einstaklingur getur af einhverjum orsökum ekki notað ódýrari samheitalyf, getur læknir viðkomandi sótt um aukna greiðslu til Sjúkratrygginga þannig að ekki falli aukinn kostnaður á viðkomandi.Aðalsteinn Jens Loftsson lyfjafræðingur.„En læknirinn skrifaði upp á þetta lyf“ Við sem störfum í apótekum heyrum oft að læknir hafi skrifað upp á visst lyf og þá er spurt hvers vegna hann hafi þá ekki skrifað upp á ódýrara samheitalyfið sem verið er að bjóða í staðinn. Læknar geta átt erfitt með að fylgjast með öllum þeim nýjum lyfjum sem koma á markaðinn en lyfjafræðingar apótekanna hafa hins vegar betri yfirsýn. Það er því hlutverk okkar lyfjafræðinganna í apótekunum að benda fólki á samheitalyfin. Hægt er að spara tugi þúsunda króna á ársgrundvelli með notkun og kaupum á ódýrara samheitalyfi. Algengt er að sparnaðurinn telji um 1.000 til 2.000 krónur á hverjum þriggja mánaða skammti sé ódýrara lyfið valið. Taki einstaklingur því fjögur mismunandi lyf að staðaldri, er hægt að spara um 16 til 32 þúsund krónur í lyfjakostnað á ári hverju. Lyfja skorar á stjórnvöld að láta einstaklinga njóta verðlækkunar lyfja á síðustu árum með því að hækka greitt hlutfall ríkisins í heildarkostnaði lyfjanna. Við hjá Lyfju ætlum hins vegar að setja okkur það markmið að auka hlutfall ódýrari samheitalyfja með betri fræðslu til þeirra sem þurfa á lyfjum að halda.Höfundar eru lyfjafræðingar og starfa sem lyfsalar í Lyfju á Granda og Lyfju á Ísafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Lyf á Íslandi hafa lækkað að raunvirði um helming frá árinu 2003 og í dag er lyfjaverð á Íslandi sambærilegt við það sem gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum þegar tekið er tillit til þess að lyf eru í hæsta virðisaukaskattsþrepi hér á landi. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Hagfræðistofnunar um lyfsölu á Íslandi. Í sömu skýrslu kemur einnig fram að kostnaður sjúklinganna sjálfra vegna lyfjakaupa er hins vegar hærri hér á landi og kemur þar einkum tvennt til. Í fyrsta lagi greiðir ríkið minna hlutfall í lyfjakostnaði en annars staðar og því greiðir almenningur meira, sem þýðir í raun að lækkunin sem orðið hefur á lyfjaverði hefur skilað sér að mestu til ríkisins en ekki til fólksins í landinu. Í öðru lagi er notkun samheitalyfja minni hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Hvað eru samheitalyf? Þetta er spurning sem við starfsfólk apótekanna fáum oft. Í stuttu máli má segja að lyf samanstandi í grunninn af tveimur þáttum; annars vegar er um að ræða virka efnið sem á að gera það sem leitað er eftir, og hins vegar ýmiskonar hjálparefni. Samheitalyf inniheldur því þetta sama virka efni en hjálparefnin eru hins vegar önnur. Fyrir flesta skipta þessi hjálparefni ekki máli en í sumum tilfellum geta þau vissulega skipt sköpum. Við hjá Lyfju mælum með því að prófa samheitalyf sé það í boði og spara þannig verðmismuninn. Ef í ljós kemur að einstaklingur getur af einhverjum orsökum ekki notað ódýrari samheitalyf, getur læknir viðkomandi sótt um aukna greiðslu til Sjúkratrygginga þannig að ekki falli aukinn kostnaður á viðkomandi.Aðalsteinn Jens Loftsson lyfjafræðingur.„En læknirinn skrifaði upp á þetta lyf“ Við sem störfum í apótekum heyrum oft að læknir hafi skrifað upp á visst lyf og þá er spurt hvers vegna hann hafi þá ekki skrifað upp á ódýrara samheitalyfið sem verið er að bjóða í staðinn. Læknar geta átt erfitt með að fylgjast með öllum þeim nýjum lyfjum sem koma á markaðinn en lyfjafræðingar apótekanna hafa hins vegar betri yfirsýn. Það er því hlutverk okkar lyfjafræðinganna í apótekunum að benda fólki á samheitalyfin. Hægt er að spara tugi þúsunda króna á ársgrundvelli með notkun og kaupum á ódýrara samheitalyfi. Algengt er að sparnaðurinn telji um 1.000 til 2.000 krónur á hverjum þriggja mánaða skammti sé ódýrara lyfið valið. Taki einstaklingur því fjögur mismunandi lyf að staðaldri, er hægt að spara um 16 til 32 þúsund krónur í lyfjakostnað á ári hverju. Lyfja skorar á stjórnvöld að láta einstaklinga njóta verðlækkunar lyfja á síðustu árum með því að hækka greitt hlutfall ríkisins í heildarkostnaði lyfjanna. Við hjá Lyfju ætlum hins vegar að setja okkur það markmið að auka hlutfall ódýrari samheitalyfja með betri fræðslu til þeirra sem þurfa á lyfjum að halda.Höfundar eru lyfjafræðingar og starfa sem lyfsalar í Lyfju á Granda og Lyfju á Ísafirði.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun