Icelandair skoðar loftgæði í háloftunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. ágúst 2019 12:45 Flugfreyjur Icelandair hafa kvartað undan hausverk og öðrum óþægindum í háloftunum, eins og þessi flugfreyja úr erlendum myndabanka virðist gera hér. Getty/izusek Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að félagið hafi gengið lengra en mörg önnur til að bæta loftgæði í háloftunum, en fimm flugliðar undirbúa hópmálsókn gegn flugfélaginu vegna veikinda. Ekki hafi þó tekist að sanna orsakatengsl milli loftgæða og heilsufarsvandamála í flugvélum að sögn upplýsingafulltrúans, sem Icelandair tekur þátt í að rannsaka frekar. Veikindi flugfreyja og þjóna hafa reglulega ratað í fréttirnar á undanförnum árum, og hafa þau oftar en ekki verið rakin til skertra loftgæða um borð í flugvélunum. Þannig var greint frá því árið 2016 að veikindi flugliða hjá Icelandair hefðu aukist og að flugfélagið hafi meðal annars óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa til að fá úr því skorið hvers vegna flugfreyjur finndu til svima og súrefnisskorts í flugi. Þá þurftu fjórir flugliðar Icelandair sem flogið höfðu til Edmonton í Kanada í fyrra að leita á sjúkrahús vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna, auk þess sem vél flugfélagsins á leið til Kaupmannahafnar í janúar þurfti að snúa við vegna veikinda flugfreyju um borð, sem aðrir flugleiðar eiga einnig að hafa fundið fyrir.Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.Nú leggja fimm flugliðar Icelandair grunninn að hópmálsókn á hendur flugfélaginu, en flugliðarnir hafa þurft að leita á sjúkrahús vegna óþæginda sem þeir rekja til starfs síns í háloftunum. „Þetta mál einskorðast ekki við Icelandair, þetta er mál sem flugiðnaðurinn í heild sinni er að fást við og rannsaka. Þetta hefur meðal annars verið rannsóknarefni til margra ára hjá Flugöryggisstofnun Evrópu,“ Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair. Flugfélagið hafi tekið fyrrnefndum tilfellum alvarlega og gripið til ýmissa aðgerða til að bæta lofgæði í vélum Icelandair. „Til dæmis með viðhaldi á loftræstikerfi, sýnatökum, ítarlegum rannsóknum, bættum verkferlum og ekki síst forvörnum og þjálfun. Í raun og veru höfum við gengið lengra en mörg önnur flugfélög.“ Ásdís segir þó að orsakatengslin liggi ekki fyrir. „Þrátt fyrir ítrekaðar rannsóknir á þessum málum þá hefur ekki tekist að sýna fram á þessi orsakatengsl, á milli loftgæða í flugvélum og heilsufarsvandamála.“ Málið sé þó til frekari rannsóknar. „Núna erum við þátttakendur í mjög yfirgripsmikill rannsókn um loftgæðamál á vegum Flugöryggistofnunar Evrópu. Þannig að við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að skoða þessi mál og tryggja heilsusamlegt og öruggt starfsumhverfi fyrir okkar starfsfólk,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair. Dómsmál Fréttir af flugi Heilbrigðismál Icelandair Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að félagið hafi gengið lengra en mörg önnur til að bæta loftgæði í háloftunum, en fimm flugliðar undirbúa hópmálsókn gegn flugfélaginu vegna veikinda. Ekki hafi þó tekist að sanna orsakatengsl milli loftgæða og heilsufarsvandamála í flugvélum að sögn upplýsingafulltrúans, sem Icelandair tekur þátt í að rannsaka frekar. Veikindi flugfreyja og þjóna hafa reglulega ratað í fréttirnar á undanförnum árum, og hafa þau oftar en ekki verið rakin til skertra loftgæða um borð í flugvélunum. Þannig var greint frá því árið 2016 að veikindi flugliða hjá Icelandair hefðu aukist og að flugfélagið hafi meðal annars óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa til að fá úr því skorið hvers vegna flugfreyjur finndu til svima og súrefnisskorts í flugi. Þá þurftu fjórir flugliðar Icelandair sem flogið höfðu til Edmonton í Kanada í fyrra að leita á sjúkrahús vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna, auk þess sem vél flugfélagsins á leið til Kaupmannahafnar í janúar þurfti að snúa við vegna veikinda flugfreyju um borð, sem aðrir flugleiðar eiga einnig að hafa fundið fyrir.Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.Nú leggja fimm flugliðar Icelandair grunninn að hópmálsókn á hendur flugfélaginu, en flugliðarnir hafa þurft að leita á sjúkrahús vegna óþæginda sem þeir rekja til starfs síns í háloftunum. „Þetta mál einskorðast ekki við Icelandair, þetta er mál sem flugiðnaðurinn í heild sinni er að fást við og rannsaka. Þetta hefur meðal annars verið rannsóknarefni til margra ára hjá Flugöryggisstofnun Evrópu,“ Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair. Flugfélagið hafi tekið fyrrnefndum tilfellum alvarlega og gripið til ýmissa aðgerða til að bæta lofgæði í vélum Icelandair. „Til dæmis með viðhaldi á loftræstikerfi, sýnatökum, ítarlegum rannsóknum, bættum verkferlum og ekki síst forvörnum og þjálfun. Í raun og veru höfum við gengið lengra en mörg önnur flugfélög.“ Ásdís segir þó að orsakatengslin liggi ekki fyrir. „Þrátt fyrir ítrekaðar rannsóknir á þessum málum þá hefur ekki tekist að sýna fram á þessi orsakatengsl, á milli loftgæða í flugvélum og heilsufarsvandamála.“ Málið sé þó til frekari rannsóknar. „Núna erum við þátttakendur í mjög yfirgripsmikill rannsókn um loftgæðamál á vegum Flugöryggistofnunar Evrópu. Þannig að við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að skoða þessi mál og tryggja heilsusamlegt og öruggt starfsumhverfi fyrir okkar starfsfólk,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.
Dómsmál Fréttir af flugi Heilbrigðismál Icelandair Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira