Flugvélaleigur, rekstrarfélög og þýska lögreglan á meðal kröfuhafa Andri Eysteinsson skrifar 13. ágúst 2019 14:00 Kröfur í þrotabú flugfélagsins WOW Air nema rúmlega 138 milljörðum króna. Vísir/Egill Kröfur í þrotabú flugfélagsins WOW Air nema rúmlega 138 milljörðum króna en 5964 kröfur bárust fyrir lok kröfulýsingarfrests þann 3. ágúst síðastliðinn. Ekki hefur verið tekin afstaða til krafanna en farið verður yfir kröfuskrá á skiptafundi WOW Air 16. ágúst næstkomandi. Kröfur frá flugvélaleigum og öðrum fyrirtækjum innan flugbransans eru eins og gefur að skilja fyrirferðamiklar í þrotabúi WOW Air. CIT Aerospace International gerir til að mynda 52,8 milljarða króna kröfu í búið, Tungnaa Aviation Leasing gerir tæplega þriggja milljarða kröfu í búið (2.968.984.226 kr.) og hið sama gildir um leiguna Sog Aviation Leasing. (3.063.607.764 kr.). Þá gerir flugvélaleigan ALC, sem átt hefur í útistöðum við Isavia eftir fall WOW Air, 9 milljarða króna kröfu í búið.Flugmanna- og flugfreyjufélögin á meðal kröfuhafa Rekstraraðili flugvalla Kaupmannahafnar, Copenhagen Airports A/S, gerir 15,8 milljóna kröfu og flugvélahreyflaframleiðandinn Rolls Royce leggur fram 22 milljarða króna kröfu. Þá gerir flugtengda prentsmiðjan Printavia 25 milljóna króna kröfu en fyrirtækið framleiðir til að mynda brottfararspjöld og farangursmiða. Hreyflaframleiðandinn CFM International gerir 135 milljóna kröfu. Íslenska flugmannafélagið gerir þá kröfu upp á 47,1 milljón króna en einnig má finna kröfur fjölmargra félagsmanna þeirra í kröfuskrá. Sama er uppi á teningunum hjá flugfreyjum WOW Air en Flugfreyjufélag Íslands er skráð fyrir 16.794.081 króna kröfu.WOW air varð gjaldþrota í lok mars.vísir/vilhelmÞá gera ýmsar erlendar stofnanir og borgir kröfu í búið. Tollskrifstofan í Frankfurt gerir 40 milljóna kröfu. Rekstraraðila flugvalla Parísarborgar gera 21 milljóna kröfu í búið á meðan bandarísku borgirnar Chicago og St. Louis, sem báðar voru á meðal áfangastaða WOW í Bandaríkjunum gera kröfur að andvirði 44,6 milljóna annarsvegar (Chicago) og 44,5 milljóna hinsvegar (St.Louis). Dótturfyrirtæki U.S. Bancorp, Elavon og U.S. Bank National Association, gera tveggja og rúmlega þriggja milljarða kröfur í búið. Þá gerir þýska ríkislögreglan 68 milljón króna kröfu í þrotabú WOW Air en skiptafundur fer fram 16. ágúst næstkomandi. Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Gjaldþrot WOW Air Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Kröfur í þrotabú flugfélagsins WOW Air nema rúmlega 138 milljörðum króna en 5964 kröfur bárust fyrir lok kröfulýsingarfrests þann 3. ágúst síðastliðinn. Ekki hefur verið tekin afstaða til krafanna en farið verður yfir kröfuskrá á skiptafundi WOW Air 16. ágúst næstkomandi. Kröfur frá flugvélaleigum og öðrum fyrirtækjum innan flugbransans eru eins og gefur að skilja fyrirferðamiklar í þrotabúi WOW Air. CIT Aerospace International gerir til að mynda 52,8 milljarða króna kröfu í búið, Tungnaa Aviation Leasing gerir tæplega þriggja milljarða kröfu í búið (2.968.984.226 kr.) og hið sama gildir um leiguna Sog Aviation Leasing. (3.063.607.764 kr.). Þá gerir flugvélaleigan ALC, sem átt hefur í útistöðum við Isavia eftir fall WOW Air, 9 milljarða króna kröfu í búið.Flugmanna- og flugfreyjufélögin á meðal kröfuhafa Rekstraraðili flugvalla Kaupmannahafnar, Copenhagen Airports A/S, gerir 15,8 milljóna kröfu og flugvélahreyflaframleiðandinn Rolls Royce leggur fram 22 milljarða króna kröfu. Þá gerir flugtengda prentsmiðjan Printavia 25 milljóna króna kröfu en fyrirtækið framleiðir til að mynda brottfararspjöld og farangursmiða. Hreyflaframleiðandinn CFM International gerir 135 milljóna kröfu. Íslenska flugmannafélagið gerir þá kröfu upp á 47,1 milljón króna en einnig má finna kröfur fjölmargra félagsmanna þeirra í kröfuskrá. Sama er uppi á teningunum hjá flugfreyjum WOW Air en Flugfreyjufélag Íslands er skráð fyrir 16.794.081 króna kröfu.WOW air varð gjaldþrota í lok mars.vísir/vilhelmÞá gera ýmsar erlendar stofnanir og borgir kröfu í búið. Tollskrifstofan í Frankfurt gerir 40 milljóna kröfu. Rekstraraðila flugvalla Parísarborgar gera 21 milljóna kröfu í búið á meðan bandarísku borgirnar Chicago og St. Louis, sem báðar voru á meðal áfangastaða WOW í Bandaríkjunum gera kröfur að andvirði 44,6 milljóna annarsvegar (Chicago) og 44,5 milljóna hinsvegar (St.Louis). Dótturfyrirtæki U.S. Bancorp, Elavon og U.S. Bank National Association, gera tveggja og rúmlega þriggja milljarða kröfur í búið. Þá gerir þýska ríkislögreglan 68 milljón króna kröfu í þrotabú WOW Air en skiptafundur fer fram 16. ágúst næstkomandi.
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Gjaldþrot WOW Air Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira