Deilur ISAVIA og ALC Háttsemi dómara ekki saknæm og Isavia fær því enga milljarða Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið og bandarísku flugvélaleiguna ALC af milljarðakröfum Isavia. Þar með staðfestir Hæstiréttur dóm Landsréttar, en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði komist að annarri niðurstöðu og taldi að dómari við Héraðsdóm Reykjaness hefði komist að rangri niðurstöðu með saknæmum hætti í deilunni. Viðskipti innlent 6.5.2024 16:36 Milljarða tjón vegna saknæmrar háttsemi dómara Íslenska ríkið og bandaríska flugvélaleigan ALC hafa verið dæmt til að greiða Isavia 2,5 milljarða króna í tengslum við deilu Isavia og ALC um yfirráð yfir flugvél flugfélagsins sáluga Wow air. Héraðsdómur Reykjavíkur telur að dómari við Héraðsdóm Reykjanes hafi komist að rangri niðurstöðu með saknæmum hætti í deilunni. Viðskipti innlent 23.12.2021 13:31 Isavia stefnir íslenska ríkinu og ALC Isavia hyggst á næstu dögum stefna íslenska ríkinu og flugvélaleigufélaginu Air Lease Corporation (ALC) fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Innlent 25.10.2019 09:38 Hæstiréttur staðfestir úrskurð Landsréttar Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Landsréttar sem hafnaði kröfu Isavia um að fá úrskurð Héraðsdóms Reykjaness felldan úr gildi þess efnis Isavia yrði að afhenda bandaríska leigufélaginu ALC Airbus-þotu sem Isavia hafði kyrrsett gegn öllum skuldum flugfélagsins WOW air. Viðskipti innlent 23.9.2019 17:23 Landsréttur taldi Isavia ekki hafa lögvarða kröfu því ALC hafði fengið þotuna Landsréttur hafnaði kröfu Isavia um að úrskurður Héraðsdóms Reykjaness yrði felldur úr gildi. Innlent 31.8.2019 22:25 Gáfu ranga mynd af rekstri WOW air Skiptastjórar WOW air telja möguleika á að ekki hafi verið dregin upp rétt mynd af fjárhag flugfélagsins fyrir skuldabréfaútboðið haustið 2018. Félagið hafi verið ógjaldfært. Viðskipti innlent 17.8.2019 02:00 Flugvélaleigur, rekstrarfélög og þýska lögreglan á meðal kröfuhafa Kröfur í þrotabú flugfélagsins WOW Air nema rúmlega 138 milljörðum króna en 5964 kröfur bárust fyrir lok kröfulýsingarfrests þann 3. ágúst síðastliðinn. Ekki hefur verið tekin afstaða til krafanna en farið verður yfir kröfuskrá á skiptafundi WOW Air 16. ágúst næstkomandi. Viðskipti innlent 13.8.2019 14:00 Skúli gerir tæplega fjögurra milljarða kröfu í þrotabú WOW air Þetta kemur fram í kröfuskrá þrotabúsins sem afhent var þeim kröfuhöfum sem óskuðu eftir í dag. Viðskipti innlent 9.8.2019 17:00 Áhættuálag gæti lagst á ný flugfélög Ný íslensk flugfélög gætu horft fram á verri kjör hjá erlendum leigusölum vegna kyrrsetningar Isavia á Airbus-vél bandaríska félagsins ALC. Kyrrsetningin hafði neikvæð áhrif á Ísland sem flugrekstrarland að mati leigusalanna sem meta áhættu í starfsumhverfi flugfélaga þegar þeir ákvarða leigukjör. Viðskipti innlent 8.8.2019 02:04 Forstjóri segir einfalt að réttlæta ákvarðanir Ákveðin kaflaskil hafa orðið með því að vél ALC er farin úr landi að sögn forstjóra Isavia. Staðan til að innheimta skuld WOW hafi versnað. Hægt sé að draga lærdóm af málinu en ekki sé hægt að kalla einstaklinga til sérstakrar ábyrgðar. Innlent 20.7.2019 02:00 Forstjórinn segir hald sem Isavia hafði vegna skuldar WOW air flogið í burtu Forstjóri Isavia segir að það hald sem félagið hafði vegna tveggja milljarða króna skuldar WOW air hafi flogið í burtu í morgun þegar flugvél ALC leigusalans yfirgaf Ísland. Mikilvægt sé að Landsréttur taki til meðferðar kæru Isavia vegna úrskurðar héraðsdóms í vikunni um að eigandinn fengi vélina sína afhenta á ný. Viðskipti innlent 19.7.2019 18:14 Trygging Isavia fyrir skuldum WOW air farin Trygging sem Isavia hafði fyrir skuldum WOW air er farin af landi brott eftir að farþegaþota bandarísku flugvélaleigunnar ALC sem Isavia kyrrsetti fór frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að málinu sé ekki lokið, það verði áfram rekið fyrir dómstólum. Viðskipti innlent 19.7.2019 11:43 Tjón ALC vegna kyrrsetningar á annað hundrað milljónir króna Flugvél ALC sem fór af landi brott í morgun er stefnt til Ljubljana í Slóveníu þar sem leigufélagið er með aðstöðu til að vera með þotur í viðhaldi. Viðskipti innlent 19.7.2019 10:55 Þota ALC farin af landi brott Þotan sem Isavia kyrrsetti í mars og hefur verið miðpunktur dómsmála síðustu mánuði yfirgaf Keflavíkurflugvöll í morgun. Viðskipti innlent 19.7.2019 09:54 Isavia afhendir ALC vélina og fjarlægir vinnuvélar Isavia hefur samþykkt að láta Airbus farþegaþotu bandarísku flugvélaleigunnar ALC af hendi í samræmi við úrskurð héraðsdóms í gær. Lögmaður ALC segir stefnt að því að fljúga vélinni af landi brott strax á morgun. Viðskipti innlent 18.7.2019 11:04 Isavia kærir úrskurð héraðsdóms um flutning ALC þotunnar Isavia hefur kært úrskurð héraðsdóms frá því í morgun sem heimilar flugvélaleigufyrirtækinu ALC að flytja farþegaþotu frá landinu sem hefur verið kyrrsett frá gjaldþroti WOW air. Lögmaður ALC segir unnið að því að koma vélinni frá Íslandi. Líklega verði Isavia krafið um bætur sem nemi tæplega 200 milljónum króna. Viðskipti innlent 17.7.2019 18:35 Isavia kærir til Landsréttar Isavia hefur kært niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness í máli ALC gegn fyrirtækinu til Landsréttar. Viðskipti innlent 17.7.2019 15:41 Héraðsdómur úrskurðar ALC í hag Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag í máli bandaríska leigufélagsins ALC gegn Isavia. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að Isavia hafi einungis verið heimilt að kyrrsetja þotuna TF-GPA, sem ALC hafði leigt til WOW air, vegna skulda sem hvíldu á þotunni, en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. Viðskipti innlent 17.7.2019 10:26 Landsréttur úrskurðar öðru sinni vegna kyrrsettu vélarinnar Landsréttur úrskurðaði í málinu í dag. Viðskipti innlent 3.7.2019 18:31 Sendir mál ALC aftur til Landsréttar Hæstiréttur hefur ómerkt úrskurð Landsréttar í máli ALC gegn Isavia. Innlent 28.6.2019 12:10 ALC fær að kæra til Hæstaréttar Hæstiréttur Íslands hefur gefið flugvélaleigufyrirtækinu ALC leyfi til að áfrýja úrskurði Landsréttar í máli fyrirtækisins gegn Isavia. Innlent 19.6.2019 14:20 Skoða ólíkar sviðsmyndir í kyrrsetningarmáli ALC Ekkert útlit virðist vera fyrir að Airbus-þota bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli í lok mars fyrir ríflega tveggja milljarða króna skuld WOW air, losni þaðan í bráð. Innlent 11.6.2019 07:42 Segir fullyrðingar sínar um fall WOW air standa óhaggaðar Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og höfundur bókar um fall WOW air, segir svör Skúla Mogensen um fullyrðingar sem birtust í bókinni einungis sýna fram á mikilvægi bókarinnar. Viðskipti innlent 10.6.2019 13:51 Kröfu ALC vegna Wow-vélarinnar vísað frá Kröfu bandaríska flugvélaleigasalans ALC um að kyrrsetningu Isavia á Airbus-flugvél leigusalans verði aflétt hefur verið vísað frá af Héraðsdómi Reykjaness. Viðskipti innlent 29.5.2019 14:41 Kyrrsetta Wow þotan leigð til Englands Airbus A321 farþegaþotunni, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli vegna tveggja milljarða króna skuldar hins gjaldþrota WOW air, hefur verið stefnt til Englands. Innlent 29.5.2019 02:01 „Við viljum mjög gjarnan að þessi flugvél fari að fljúga sem allra fyrst“ Framkvæmdastjóri Isavia segir að fyrirtækið vilji koma flugvél WOW air, sem er í eigu flugvélaleigufyrirtækisins ALC, og hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðan í mars, í loftið sem allra fyrst. Hann fagnar úrskurði Landsréttar, sem féll Isavia í vil í dag. Viðskipti innlent 24.5.2019 20:44 Isavia mátti halda WOW-vélinni fyrir tveggja milljarða skuld Landsréttur komst að þessari niðurstöðu í dag og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun mánaðar. Viðskipti innlent 24.5.2019 17:52 „Réttarfarsleg klemma“ í máli ALC og Isavia Isavia og ALC deila enn um farþegaþotu sem Isavia kyrrsetti eftir fall Wow air í mars. Viðskipti innlent 22.5.2019 13:25 ALC segist hafa tapað 67 milljónum vegna kyrrsetningar Isavia Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið ALC segist hafa tapað sem nemur 67 milljónum króna vegna kyrrsetningar Isavia á farþegaþotu sem WOW air var með á leigu. Eftir tíu daga nemi tapið sömu upphæð og WOW air skuldaði vegna vélarinnar. Viðskipti innlent 17.5.2019 18:32 Fá vikufrest til að skila greinargerð vegna aðfararbeiðni Isavia fékk í dag vikufrest til að skila greinargerð vegna aðfararbeiðni flugvélaleigufyrirtækisins ALC þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness síðdegis í dag. Isavia mun krefjast þess að málinu verði vísað frá, að sögn Guðjóns Helgasonar upplýsingafulltrúa Isavia. Viðskipti innlent 9.5.2019 18:31 « ‹ 1 2 ›
Háttsemi dómara ekki saknæm og Isavia fær því enga milljarða Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið og bandarísku flugvélaleiguna ALC af milljarðakröfum Isavia. Þar með staðfestir Hæstiréttur dóm Landsréttar, en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði komist að annarri niðurstöðu og taldi að dómari við Héraðsdóm Reykjaness hefði komist að rangri niðurstöðu með saknæmum hætti í deilunni. Viðskipti innlent 6.5.2024 16:36
Milljarða tjón vegna saknæmrar háttsemi dómara Íslenska ríkið og bandaríska flugvélaleigan ALC hafa verið dæmt til að greiða Isavia 2,5 milljarða króna í tengslum við deilu Isavia og ALC um yfirráð yfir flugvél flugfélagsins sáluga Wow air. Héraðsdómur Reykjavíkur telur að dómari við Héraðsdóm Reykjanes hafi komist að rangri niðurstöðu með saknæmum hætti í deilunni. Viðskipti innlent 23.12.2021 13:31
Isavia stefnir íslenska ríkinu og ALC Isavia hyggst á næstu dögum stefna íslenska ríkinu og flugvélaleigufélaginu Air Lease Corporation (ALC) fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Innlent 25.10.2019 09:38
Hæstiréttur staðfestir úrskurð Landsréttar Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Landsréttar sem hafnaði kröfu Isavia um að fá úrskurð Héraðsdóms Reykjaness felldan úr gildi þess efnis Isavia yrði að afhenda bandaríska leigufélaginu ALC Airbus-þotu sem Isavia hafði kyrrsett gegn öllum skuldum flugfélagsins WOW air. Viðskipti innlent 23.9.2019 17:23
Landsréttur taldi Isavia ekki hafa lögvarða kröfu því ALC hafði fengið þotuna Landsréttur hafnaði kröfu Isavia um að úrskurður Héraðsdóms Reykjaness yrði felldur úr gildi. Innlent 31.8.2019 22:25
Gáfu ranga mynd af rekstri WOW air Skiptastjórar WOW air telja möguleika á að ekki hafi verið dregin upp rétt mynd af fjárhag flugfélagsins fyrir skuldabréfaútboðið haustið 2018. Félagið hafi verið ógjaldfært. Viðskipti innlent 17.8.2019 02:00
Flugvélaleigur, rekstrarfélög og þýska lögreglan á meðal kröfuhafa Kröfur í þrotabú flugfélagsins WOW Air nema rúmlega 138 milljörðum króna en 5964 kröfur bárust fyrir lok kröfulýsingarfrests þann 3. ágúst síðastliðinn. Ekki hefur verið tekin afstaða til krafanna en farið verður yfir kröfuskrá á skiptafundi WOW Air 16. ágúst næstkomandi. Viðskipti innlent 13.8.2019 14:00
Skúli gerir tæplega fjögurra milljarða kröfu í þrotabú WOW air Þetta kemur fram í kröfuskrá þrotabúsins sem afhent var þeim kröfuhöfum sem óskuðu eftir í dag. Viðskipti innlent 9.8.2019 17:00
Áhættuálag gæti lagst á ný flugfélög Ný íslensk flugfélög gætu horft fram á verri kjör hjá erlendum leigusölum vegna kyrrsetningar Isavia á Airbus-vél bandaríska félagsins ALC. Kyrrsetningin hafði neikvæð áhrif á Ísland sem flugrekstrarland að mati leigusalanna sem meta áhættu í starfsumhverfi flugfélaga þegar þeir ákvarða leigukjör. Viðskipti innlent 8.8.2019 02:04
Forstjóri segir einfalt að réttlæta ákvarðanir Ákveðin kaflaskil hafa orðið með því að vél ALC er farin úr landi að sögn forstjóra Isavia. Staðan til að innheimta skuld WOW hafi versnað. Hægt sé að draga lærdóm af málinu en ekki sé hægt að kalla einstaklinga til sérstakrar ábyrgðar. Innlent 20.7.2019 02:00
Forstjórinn segir hald sem Isavia hafði vegna skuldar WOW air flogið í burtu Forstjóri Isavia segir að það hald sem félagið hafði vegna tveggja milljarða króna skuldar WOW air hafi flogið í burtu í morgun þegar flugvél ALC leigusalans yfirgaf Ísland. Mikilvægt sé að Landsréttur taki til meðferðar kæru Isavia vegna úrskurðar héraðsdóms í vikunni um að eigandinn fengi vélina sína afhenta á ný. Viðskipti innlent 19.7.2019 18:14
Trygging Isavia fyrir skuldum WOW air farin Trygging sem Isavia hafði fyrir skuldum WOW air er farin af landi brott eftir að farþegaþota bandarísku flugvélaleigunnar ALC sem Isavia kyrrsetti fór frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að málinu sé ekki lokið, það verði áfram rekið fyrir dómstólum. Viðskipti innlent 19.7.2019 11:43
Tjón ALC vegna kyrrsetningar á annað hundrað milljónir króna Flugvél ALC sem fór af landi brott í morgun er stefnt til Ljubljana í Slóveníu þar sem leigufélagið er með aðstöðu til að vera með þotur í viðhaldi. Viðskipti innlent 19.7.2019 10:55
Þota ALC farin af landi brott Þotan sem Isavia kyrrsetti í mars og hefur verið miðpunktur dómsmála síðustu mánuði yfirgaf Keflavíkurflugvöll í morgun. Viðskipti innlent 19.7.2019 09:54
Isavia afhendir ALC vélina og fjarlægir vinnuvélar Isavia hefur samþykkt að láta Airbus farþegaþotu bandarísku flugvélaleigunnar ALC af hendi í samræmi við úrskurð héraðsdóms í gær. Lögmaður ALC segir stefnt að því að fljúga vélinni af landi brott strax á morgun. Viðskipti innlent 18.7.2019 11:04
Isavia kærir úrskurð héraðsdóms um flutning ALC þotunnar Isavia hefur kært úrskurð héraðsdóms frá því í morgun sem heimilar flugvélaleigufyrirtækinu ALC að flytja farþegaþotu frá landinu sem hefur verið kyrrsett frá gjaldþroti WOW air. Lögmaður ALC segir unnið að því að koma vélinni frá Íslandi. Líklega verði Isavia krafið um bætur sem nemi tæplega 200 milljónum króna. Viðskipti innlent 17.7.2019 18:35
Isavia kærir til Landsréttar Isavia hefur kært niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness í máli ALC gegn fyrirtækinu til Landsréttar. Viðskipti innlent 17.7.2019 15:41
Héraðsdómur úrskurðar ALC í hag Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag í máli bandaríska leigufélagsins ALC gegn Isavia. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að Isavia hafi einungis verið heimilt að kyrrsetja þotuna TF-GPA, sem ALC hafði leigt til WOW air, vegna skulda sem hvíldu á þotunni, en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. Viðskipti innlent 17.7.2019 10:26
Landsréttur úrskurðar öðru sinni vegna kyrrsettu vélarinnar Landsréttur úrskurðaði í málinu í dag. Viðskipti innlent 3.7.2019 18:31
Sendir mál ALC aftur til Landsréttar Hæstiréttur hefur ómerkt úrskurð Landsréttar í máli ALC gegn Isavia. Innlent 28.6.2019 12:10
ALC fær að kæra til Hæstaréttar Hæstiréttur Íslands hefur gefið flugvélaleigufyrirtækinu ALC leyfi til að áfrýja úrskurði Landsréttar í máli fyrirtækisins gegn Isavia. Innlent 19.6.2019 14:20
Skoða ólíkar sviðsmyndir í kyrrsetningarmáli ALC Ekkert útlit virðist vera fyrir að Airbus-þota bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli í lok mars fyrir ríflega tveggja milljarða króna skuld WOW air, losni þaðan í bráð. Innlent 11.6.2019 07:42
Segir fullyrðingar sínar um fall WOW air standa óhaggaðar Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og höfundur bókar um fall WOW air, segir svör Skúla Mogensen um fullyrðingar sem birtust í bókinni einungis sýna fram á mikilvægi bókarinnar. Viðskipti innlent 10.6.2019 13:51
Kröfu ALC vegna Wow-vélarinnar vísað frá Kröfu bandaríska flugvélaleigasalans ALC um að kyrrsetningu Isavia á Airbus-flugvél leigusalans verði aflétt hefur verið vísað frá af Héraðsdómi Reykjaness. Viðskipti innlent 29.5.2019 14:41
Kyrrsetta Wow þotan leigð til Englands Airbus A321 farþegaþotunni, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli vegna tveggja milljarða króna skuldar hins gjaldþrota WOW air, hefur verið stefnt til Englands. Innlent 29.5.2019 02:01
„Við viljum mjög gjarnan að þessi flugvél fari að fljúga sem allra fyrst“ Framkvæmdastjóri Isavia segir að fyrirtækið vilji koma flugvél WOW air, sem er í eigu flugvélaleigufyrirtækisins ALC, og hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðan í mars, í loftið sem allra fyrst. Hann fagnar úrskurði Landsréttar, sem féll Isavia í vil í dag. Viðskipti innlent 24.5.2019 20:44
Isavia mátti halda WOW-vélinni fyrir tveggja milljarða skuld Landsréttur komst að þessari niðurstöðu í dag og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun mánaðar. Viðskipti innlent 24.5.2019 17:52
„Réttarfarsleg klemma“ í máli ALC og Isavia Isavia og ALC deila enn um farþegaþotu sem Isavia kyrrsetti eftir fall Wow air í mars. Viðskipti innlent 22.5.2019 13:25
ALC segist hafa tapað 67 milljónum vegna kyrrsetningar Isavia Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið ALC segist hafa tapað sem nemur 67 milljónum króna vegna kyrrsetningar Isavia á farþegaþotu sem WOW air var með á leigu. Eftir tíu daga nemi tapið sömu upphæð og WOW air skuldaði vegna vélarinnar. Viðskipti innlent 17.5.2019 18:32
Fá vikufrest til að skila greinargerð vegna aðfararbeiðni Isavia fékk í dag vikufrest til að skila greinargerð vegna aðfararbeiðni flugvélaleigufyrirtækisins ALC þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness síðdegis í dag. Isavia mun krefjast þess að málinu verði vísað frá, að sögn Guðjóns Helgasonar upplýsingafulltrúa Isavia. Viðskipti innlent 9.5.2019 18:31
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent