Skúli gerir tæplega fjögurra milljarða kröfu í þrotabú WOW air Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. ágúst 2019 17:00 Skúli Mogensen hefur sagt að stærstu mistökin í rekstri WOW air hafi verið að horfa af leið WOW air sem lággjaldaflugfélags. Vísir/Vilhelm Skúli Mogensen, stofnandi og fyrrverandi og forstjóri WOW air, og félög tengd honum gera 3,8 milljarða króna kröfu í þrotabú WOW air. Þetta kemur fram í kröfuskrá þrotabúsins sem afhent var þeim kröfuhöfum sem óskuðu eftir í dag. Persónulega krafa Skúla hljóðar upp á tæplega 800 milljónir króna en fjárfestingarfélagið Títan og TF-KEF gera milljarðakröfur í búið.Viðskiptablaðið greinir frá stærstu kröfuhöfum í búið en alls nema kröfurnar 138 milljörðum króna. Stærsti kröfuhafinnar er CIT Aerospace International en Wow leigði Airbus breiðþoturnar af félaginu. Það lýsir 52,8 miljarða króna kröfu í búið. Næst stærsta einstaka krafan er frá Rolls-Royce plc upp á 22 milljarða króna. Flugvélaleigjandinn ALC, sem þurfti að sætta sig við kyrrsetta flugvéla í Keflavík eftir fall Wow air, lýsir 9 milljarða kröfu. Nordic Trustee & Agency AB lýsir 8,6 milljarða króna kröfu fyrir hönd skuldabréfaeigenda Wow air. Leigufélögin Sog Aviation Leasing Limited og Tungaaa Aviation Limited lýsa hvort um sig þremur milljörðum króna. RRPF Engine Leasing Limited gerir 6,3 milljarða króna kröfu og krafa Sky High Leasing Company nemur 3,8 milljörðum króna. Ríkisskattstjóri gerir 3,8 milljarða króna kröfu en eins og fram hefur komið sektaði Umhverfisstofnun flugfélagið um þá upphæð fyrir vanrækslu flugfélagsins á að standa skil á losunarheimildum árið 2018. Um er að ræða langhæstu sekt sem Umhverfisstofnun hefur lagt á. Auk þess gerir Umhverfisstofnun 800 milljóna kröfu í þrotabúið. Kröfur Eyktar og tengdra félaga nema tæplega hálfum milljarði króna. Wow hafði höfuðstöðvar í Höfðatorgi en húsnæðið er í eigu Eyktar. Airport Associates, þjónustufyrirtæki Wow á Keflavíkurflugvelli sem segja þurfti upp fjölda starfsmanna við gjaldþrotið, lýsir 140 milljón króna kröfu í búið. Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Gjaldþrot WOW Air Mest lesið Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Sjá meira
Skúli Mogensen, stofnandi og fyrrverandi og forstjóri WOW air, og félög tengd honum gera 3,8 milljarða króna kröfu í þrotabú WOW air. Þetta kemur fram í kröfuskrá þrotabúsins sem afhent var þeim kröfuhöfum sem óskuðu eftir í dag. Persónulega krafa Skúla hljóðar upp á tæplega 800 milljónir króna en fjárfestingarfélagið Títan og TF-KEF gera milljarðakröfur í búið.Viðskiptablaðið greinir frá stærstu kröfuhöfum í búið en alls nema kröfurnar 138 milljörðum króna. Stærsti kröfuhafinnar er CIT Aerospace International en Wow leigði Airbus breiðþoturnar af félaginu. Það lýsir 52,8 miljarða króna kröfu í búið. Næst stærsta einstaka krafan er frá Rolls-Royce plc upp á 22 milljarða króna. Flugvélaleigjandinn ALC, sem þurfti að sætta sig við kyrrsetta flugvéla í Keflavík eftir fall Wow air, lýsir 9 milljarða kröfu. Nordic Trustee & Agency AB lýsir 8,6 milljarða króna kröfu fyrir hönd skuldabréfaeigenda Wow air. Leigufélögin Sog Aviation Leasing Limited og Tungaaa Aviation Limited lýsa hvort um sig þremur milljörðum króna. RRPF Engine Leasing Limited gerir 6,3 milljarða króna kröfu og krafa Sky High Leasing Company nemur 3,8 milljörðum króna. Ríkisskattstjóri gerir 3,8 milljarða króna kröfu en eins og fram hefur komið sektaði Umhverfisstofnun flugfélagið um þá upphæð fyrir vanrækslu flugfélagsins á að standa skil á losunarheimildum árið 2018. Um er að ræða langhæstu sekt sem Umhverfisstofnun hefur lagt á. Auk þess gerir Umhverfisstofnun 800 milljóna kröfu í þrotabúið. Kröfur Eyktar og tengdra félaga nema tæplega hálfum milljarði króna. Wow hafði höfuðstöðvar í Höfðatorgi en húsnæðið er í eigu Eyktar. Airport Associates, þjónustufyrirtæki Wow á Keflavíkurflugvelli sem segja þurfti upp fjölda starfsmanna við gjaldþrotið, lýsir 140 milljón króna kröfu í búið.
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Gjaldþrot WOW Air Mest lesið Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Sjá meira