Airbus A321 farþegaþotunni, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli vegna tveggja milljarða króna skuldar hins gjaldþrota WOW air, hefur verið stefnt til Englands.
Samkvæmt skráningu þotunnar bíður hún þess að verða tekin í þjónustu flugfélagsins Thomas Cook sem tekið hefur hana á leigu frá bandaríska fyrirtækinu ALC. Hún bar áður einkennisstafina TF-GPA en hefur nú verið skráð sem T-GCDS. Óljóst er hvenær losnar um þotuna hér á landi vegna ágreinings á milli Isavia og ALC.
Eins og kunnugt er dæmdi Landsréttur í síðustu viku að Isavia væri í rétti að halda vélinni þar til allar skuldir WOW air vegna þjónustugjalda á Keflavíkurflugvelli eru greiddar. Thomas Cook flýgur til um 60 áfangastaða í Evrópu og Vesturheimi.
Kyrrsetta Wow þotan leigð til Englands
Garðar Örn Úlfarsson skrifar
