Man. United hefur borgað meira en milljarð fyrir hvert mark hjá Sanchez Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 13:45 Alexis Sanchez. Getty/Simon Stacpoole Fortíð, nútíð og framtíð Alexis Sanchez á Old Trafford er ekki glæsileg. Miklar væntingar voru bundnar til Alexis Sanchez hjá Manchester United þegar hann kom frá Arsenal í janúar 2018. Síðan eru liðnir átján mánuðir og uppskera Alexis Sanchez eru 4 mörk í 45 leikjum. Nú er hann endanlega kominn í frystikistuna hjá knattspyrnustjóranum Ole Gunnari Solskjær sem vill að Sílemaðurinn komi sér til annars liðs. Það er rökrétt að Manchester United vilji losna við leikmanninn víst að stjórinn hefur ekki not fyrir hann.£41m since arriving £505,000 every week £8.2m per goal Sanchez has been a very expensive mistake #MUFChttps://t.co/EYEr1K0DvD — GiveMeSport Football (@GMS__Football) August 14, 2019Alexis Sanchez er nefnilega að fá 505 þúsund pund í laun á viku eða tæpar 76 milljónir íslenskra króna. Hann hefur fengið samtals 41 milljón pund inn á reikninginn sinn síðan að hann kom til Manchester United. Það gera 6,17 milljarða í íslenskum krónum. Það þýðir að Manchester United er búið að borga 8,2 milljónir punda fyrir hvert mark sem hann hefur skorað en Alexis Sanchez var einmitt fenginn til liðsins til að skora mörk. Það þýðir að Manchester United er búið að borga rúma 1,2 milljarða fyrir hvert mark talið í íslenskum krónum. Alexis Sanchez hefur verið óheppinn með meiðsli og misst úr tuttugu leiki vegna þeirra en frammistaða hans inn á vellinum hefur heldur ekki heillað marga. Alexis Sanchez skoraði 80 mörk í 166 leikjum með Arsenal í öllum keppnum frá 2014 til 2017 og var með 47 mörk í 141 leik með Barcelona frá 2011 til 2014. Hann hefur einnig skorað 43 mörk í 130 landsleikjum fyrir Síle. Alexis Sanchez er enn bara þrítugur og ætti að eiga mörg góð ár eftir. Það er þess vegna sem hann fékk þennan risasamning hjá Manchester United. Hvað gefur gerst hjá kappanum er síðan stóra spurningin sem margir vilja fá svar við. Enski boltinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Sjá meira
Fortíð, nútíð og framtíð Alexis Sanchez á Old Trafford er ekki glæsileg. Miklar væntingar voru bundnar til Alexis Sanchez hjá Manchester United þegar hann kom frá Arsenal í janúar 2018. Síðan eru liðnir átján mánuðir og uppskera Alexis Sanchez eru 4 mörk í 45 leikjum. Nú er hann endanlega kominn í frystikistuna hjá knattspyrnustjóranum Ole Gunnari Solskjær sem vill að Sílemaðurinn komi sér til annars liðs. Það er rökrétt að Manchester United vilji losna við leikmanninn víst að stjórinn hefur ekki not fyrir hann.£41m since arriving £505,000 every week £8.2m per goal Sanchez has been a very expensive mistake #MUFChttps://t.co/EYEr1K0DvD — GiveMeSport Football (@GMS__Football) August 14, 2019Alexis Sanchez er nefnilega að fá 505 þúsund pund í laun á viku eða tæpar 76 milljónir íslenskra króna. Hann hefur fengið samtals 41 milljón pund inn á reikninginn sinn síðan að hann kom til Manchester United. Það gera 6,17 milljarða í íslenskum krónum. Það þýðir að Manchester United er búið að borga 8,2 milljónir punda fyrir hvert mark sem hann hefur skorað en Alexis Sanchez var einmitt fenginn til liðsins til að skora mörk. Það þýðir að Manchester United er búið að borga rúma 1,2 milljarða fyrir hvert mark talið í íslenskum krónum. Alexis Sanchez hefur verið óheppinn með meiðsli og misst úr tuttugu leiki vegna þeirra en frammistaða hans inn á vellinum hefur heldur ekki heillað marga. Alexis Sanchez skoraði 80 mörk í 166 leikjum með Arsenal í öllum keppnum frá 2014 til 2017 og var með 47 mörk í 141 leik með Barcelona frá 2011 til 2014. Hann hefur einnig skorað 43 mörk í 130 landsleikjum fyrir Síle. Alexis Sanchez er enn bara þrítugur og ætti að eiga mörg góð ár eftir. Það er þess vegna sem hann fékk þennan risasamning hjá Manchester United. Hvað gefur gerst hjá kappanum er síðan stóra spurningin sem margir vilja fá svar við.
Enski boltinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Sjá meira