Icelandair endurgreiddi farþega í mætingarskyldumáli en hafnaði ábyrgð Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. ágúst 2019 18:48 Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair sagði í viðtali við Stöð 2 í síðasta mánuði að málið snúist um samkomulag milli alþjóðlegra flugfélaga. Vísir/vilhelm Icelandair hefur gengið að öllum kröfum farþega síns sem taldi sig órétti beittan með svokölluðu mætingarskylduákvæði (e. no-show clause) og endurgreitt honum tjónið. Formaður Neytendasamtakanna setur þó spurningamerki við það að flugfélagið hafi ekki viðurkennt ábyrgð í málinu. Í mætingarskylduákvæðinu er kveðið á um að ef farþegi getur ekki nýtt sér einn legg flugleiðar fellir Icelandair, eða viðkomandi flugfélag, niður aðra flugleggi leiðarinnar án þess að endurgreiða farmiðana. Í tilkynningu frá Neytendasamtökunum segir að umræddur viðskiptavinur, sem er félagsmaður í samtökunum, hafi vakið athygli á því við samtökin í vor að Icelandair hefði beitt hann ákvæðinu. Þá hafði hann reynt án árangurs að fá endurgreitt. Í kjölfarið reyndu Neytendasamtökin að hafa milligöngu um málið en varð ekkert ágengt. Farþeginn skaut málinu því til úrskurðarnefndar Samtaka ferðaþjónustunnar og Neytendasamtakanna en áður en málið kom til efnislegrar meðferðar gekk Icelandair að öllum kröfum félagsmannsins og bætti honum tjónið. Flugfélagið sagði greiðsluna þó framkvæmda án viðurkenningar á ábyrgð af hálfu félagsins og með fyrirvara um réttmæti kröfunnar.Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonBreki Karlsson formaður Neytendasamtakanna hefur ítrekað gagnrýnt mætingarskylduákvæðið og sagt það brjóta í bága við lög. Breki segist í samtali við Vísi fagna því að farþeginn hafi fengið endurgreitt. „Það er mjög algengt að Icelandair beri fyrir sig þessari mætingarskyldureglu og við höfum margsinnis fundað og sent erindi til Icelandair þar sem við teljum hana ekki standast lög. Þess vegna hlökkuðum við til að fá úrskurð frá úrskurðarnefndinni, en það verður ekki, en auðvitað fögnum við því að Icelandair hafi gengið að kröfum neytandans.“ Breki setur þó spurningarmerki við það að Icelandair hafi ekki viðurkennt sök. „Við teljum að ástæðan fyrir því að þeir greiði sig frá þessu sé að þeir viti upp á sig sökina,“ segir Breki. Hann segir farþegann ekki hafa viljað gefa upp hversu há endurgreiðsluupphæðin hafi verið.Sjá einnig: Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Þá bendir Breki á að dómar sem fallið hafa í sambærilegum mætingarskyldumálum í Evrópu hafi allir fallið neytendum í hag. Það sé í raun tímaspursmál hvenær ákvæðið verði bannað. „Þetta er eins og að þú myndir kaupa þér miða á landsleik og vera svo meinaður aðgangur að seinni hálfleik.“ Í tilkynningu Neytendasamtakanna er því beint til neytenda sem hafa orðið fyrir mætingarskylduákvæðinu að hafa samband við Icelandair og krefjast bóta. „Því varla munu þeir mismuna farþegum sínum.“ Vísir hefur sent Icelandair fyrirspurn vegna málsins. Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair sagði í viðtali við Stöð 2 í síðasta mánuði að málið snúist um samkomulag milli alþjóðlegra flugfélaga. Þá hafi félagið verið með málið til skoðunar í svolítinn tíma og fylgst grannt með þróuninni á alþjóðavettvangi. Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Tengdar fréttir Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Reglan þekkist víða um heim en hún er þannig að mæti farþegi ekki í fyrri legg flugferðar fellir flugfélagið niður aðra leggi ferðarinnar. 22. júlí 2019 21:00 Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Icelandair hefur gengið að öllum kröfum farþega síns sem taldi sig órétti beittan með svokölluðu mætingarskylduákvæði (e. no-show clause) og endurgreitt honum tjónið. Formaður Neytendasamtakanna setur þó spurningamerki við það að flugfélagið hafi ekki viðurkennt ábyrgð í málinu. Í mætingarskylduákvæðinu er kveðið á um að ef farþegi getur ekki nýtt sér einn legg flugleiðar fellir Icelandair, eða viðkomandi flugfélag, niður aðra flugleggi leiðarinnar án þess að endurgreiða farmiðana. Í tilkynningu frá Neytendasamtökunum segir að umræddur viðskiptavinur, sem er félagsmaður í samtökunum, hafi vakið athygli á því við samtökin í vor að Icelandair hefði beitt hann ákvæðinu. Þá hafði hann reynt án árangurs að fá endurgreitt. Í kjölfarið reyndu Neytendasamtökin að hafa milligöngu um málið en varð ekkert ágengt. Farþeginn skaut málinu því til úrskurðarnefndar Samtaka ferðaþjónustunnar og Neytendasamtakanna en áður en málið kom til efnislegrar meðferðar gekk Icelandair að öllum kröfum félagsmannsins og bætti honum tjónið. Flugfélagið sagði greiðsluna þó framkvæmda án viðurkenningar á ábyrgð af hálfu félagsins og með fyrirvara um réttmæti kröfunnar.Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonBreki Karlsson formaður Neytendasamtakanna hefur ítrekað gagnrýnt mætingarskylduákvæðið og sagt það brjóta í bága við lög. Breki segist í samtali við Vísi fagna því að farþeginn hafi fengið endurgreitt. „Það er mjög algengt að Icelandair beri fyrir sig þessari mætingarskyldureglu og við höfum margsinnis fundað og sent erindi til Icelandair þar sem við teljum hana ekki standast lög. Þess vegna hlökkuðum við til að fá úrskurð frá úrskurðarnefndinni, en það verður ekki, en auðvitað fögnum við því að Icelandair hafi gengið að kröfum neytandans.“ Breki setur þó spurningarmerki við það að Icelandair hafi ekki viðurkennt sök. „Við teljum að ástæðan fyrir því að þeir greiði sig frá þessu sé að þeir viti upp á sig sökina,“ segir Breki. Hann segir farþegann ekki hafa viljað gefa upp hversu há endurgreiðsluupphæðin hafi verið.Sjá einnig: Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Þá bendir Breki á að dómar sem fallið hafa í sambærilegum mætingarskyldumálum í Evrópu hafi allir fallið neytendum í hag. Það sé í raun tímaspursmál hvenær ákvæðið verði bannað. „Þetta er eins og að þú myndir kaupa þér miða á landsleik og vera svo meinaður aðgangur að seinni hálfleik.“ Í tilkynningu Neytendasamtakanna er því beint til neytenda sem hafa orðið fyrir mætingarskylduákvæðinu að hafa samband við Icelandair og krefjast bóta. „Því varla munu þeir mismuna farþegum sínum.“ Vísir hefur sent Icelandair fyrirspurn vegna málsins. Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair sagði í viðtali við Stöð 2 í síðasta mánuði að málið snúist um samkomulag milli alþjóðlegra flugfélaga. Þá hafi félagið verið með málið til skoðunar í svolítinn tíma og fylgst grannt með þróuninni á alþjóðavettvangi.
Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Tengdar fréttir Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Reglan þekkist víða um heim en hún er þannig að mæti farþegi ekki í fyrri legg flugferðar fellir flugfélagið niður aðra leggi ferðarinnar. 22. júlí 2019 21:00 Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Reglan þekkist víða um heim en hún er þannig að mæti farþegi ekki í fyrri legg flugferðar fellir flugfélagið niður aðra leggi ferðarinnar. 22. júlí 2019 21:00