Icelandair endurgreiddi farþega í mætingarskyldumáli en hafnaði ábyrgð Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. ágúst 2019 18:48 Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair sagði í viðtali við Stöð 2 í síðasta mánuði að málið snúist um samkomulag milli alþjóðlegra flugfélaga. Vísir/vilhelm Icelandair hefur gengið að öllum kröfum farþega síns sem taldi sig órétti beittan með svokölluðu mætingarskylduákvæði (e. no-show clause) og endurgreitt honum tjónið. Formaður Neytendasamtakanna setur þó spurningamerki við það að flugfélagið hafi ekki viðurkennt ábyrgð í málinu. Í mætingarskylduákvæðinu er kveðið á um að ef farþegi getur ekki nýtt sér einn legg flugleiðar fellir Icelandair, eða viðkomandi flugfélag, niður aðra flugleggi leiðarinnar án þess að endurgreiða farmiðana. Í tilkynningu frá Neytendasamtökunum segir að umræddur viðskiptavinur, sem er félagsmaður í samtökunum, hafi vakið athygli á því við samtökin í vor að Icelandair hefði beitt hann ákvæðinu. Þá hafði hann reynt án árangurs að fá endurgreitt. Í kjölfarið reyndu Neytendasamtökin að hafa milligöngu um málið en varð ekkert ágengt. Farþeginn skaut málinu því til úrskurðarnefndar Samtaka ferðaþjónustunnar og Neytendasamtakanna en áður en málið kom til efnislegrar meðferðar gekk Icelandair að öllum kröfum félagsmannsins og bætti honum tjónið. Flugfélagið sagði greiðsluna þó framkvæmda án viðurkenningar á ábyrgð af hálfu félagsins og með fyrirvara um réttmæti kröfunnar.Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonBreki Karlsson formaður Neytendasamtakanna hefur ítrekað gagnrýnt mætingarskylduákvæðið og sagt það brjóta í bága við lög. Breki segist í samtali við Vísi fagna því að farþeginn hafi fengið endurgreitt. „Það er mjög algengt að Icelandair beri fyrir sig þessari mætingarskyldureglu og við höfum margsinnis fundað og sent erindi til Icelandair þar sem við teljum hana ekki standast lög. Þess vegna hlökkuðum við til að fá úrskurð frá úrskurðarnefndinni, en það verður ekki, en auðvitað fögnum við því að Icelandair hafi gengið að kröfum neytandans.“ Breki setur þó spurningarmerki við það að Icelandair hafi ekki viðurkennt sök. „Við teljum að ástæðan fyrir því að þeir greiði sig frá þessu sé að þeir viti upp á sig sökina,“ segir Breki. Hann segir farþegann ekki hafa viljað gefa upp hversu há endurgreiðsluupphæðin hafi verið.Sjá einnig: Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Þá bendir Breki á að dómar sem fallið hafa í sambærilegum mætingarskyldumálum í Evrópu hafi allir fallið neytendum í hag. Það sé í raun tímaspursmál hvenær ákvæðið verði bannað. „Þetta er eins og að þú myndir kaupa þér miða á landsleik og vera svo meinaður aðgangur að seinni hálfleik.“ Í tilkynningu Neytendasamtakanna er því beint til neytenda sem hafa orðið fyrir mætingarskylduákvæðinu að hafa samband við Icelandair og krefjast bóta. „Því varla munu þeir mismuna farþegum sínum.“ Vísir hefur sent Icelandair fyrirspurn vegna málsins. Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair sagði í viðtali við Stöð 2 í síðasta mánuði að málið snúist um samkomulag milli alþjóðlegra flugfélaga. Þá hafi félagið verið með málið til skoðunar í svolítinn tíma og fylgst grannt með þróuninni á alþjóðavettvangi. Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Tengdar fréttir Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Reglan þekkist víða um heim en hún er þannig að mæti farþegi ekki í fyrri legg flugferðar fellir flugfélagið niður aðra leggi ferðarinnar. 22. júlí 2019 21:00 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Icelandair hefur gengið að öllum kröfum farþega síns sem taldi sig órétti beittan með svokölluðu mætingarskylduákvæði (e. no-show clause) og endurgreitt honum tjónið. Formaður Neytendasamtakanna setur þó spurningamerki við það að flugfélagið hafi ekki viðurkennt ábyrgð í málinu. Í mætingarskylduákvæðinu er kveðið á um að ef farþegi getur ekki nýtt sér einn legg flugleiðar fellir Icelandair, eða viðkomandi flugfélag, niður aðra flugleggi leiðarinnar án þess að endurgreiða farmiðana. Í tilkynningu frá Neytendasamtökunum segir að umræddur viðskiptavinur, sem er félagsmaður í samtökunum, hafi vakið athygli á því við samtökin í vor að Icelandair hefði beitt hann ákvæðinu. Þá hafði hann reynt án árangurs að fá endurgreitt. Í kjölfarið reyndu Neytendasamtökin að hafa milligöngu um málið en varð ekkert ágengt. Farþeginn skaut málinu því til úrskurðarnefndar Samtaka ferðaþjónustunnar og Neytendasamtakanna en áður en málið kom til efnislegrar meðferðar gekk Icelandair að öllum kröfum félagsmannsins og bætti honum tjónið. Flugfélagið sagði greiðsluna þó framkvæmda án viðurkenningar á ábyrgð af hálfu félagsins og með fyrirvara um réttmæti kröfunnar.Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonBreki Karlsson formaður Neytendasamtakanna hefur ítrekað gagnrýnt mætingarskylduákvæðið og sagt það brjóta í bága við lög. Breki segist í samtali við Vísi fagna því að farþeginn hafi fengið endurgreitt. „Það er mjög algengt að Icelandair beri fyrir sig þessari mætingarskyldureglu og við höfum margsinnis fundað og sent erindi til Icelandair þar sem við teljum hana ekki standast lög. Þess vegna hlökkuðum við til að fá úrskurð frá úrskurðarnefndinni, en það verður ekki, en auðvitað fögnum við því að Icelandair hafi gengið að kröfum neytandans.“ Breki setur þó spurningarmerki við það að Icelandair hafi ekki viðurkennt sök. „Við teljum að ástæðan fyrir því að þeir greiði sig frá þessu sé að þeir viti upp á sig sökina,“ segir Breki. Hann segir farþegann ekki hafa viljað gefa upp hversu há endurgreiðsluupphæðin hafi verið.Sjá einnig: Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Þá bendir Breki á að dómar sem fallið hafa í sambærilegum mætingarskyldumálum í Evrópu hafi allir fallið neytendum í hag. Það sé í raun tímaspursmál hvenær ákvæðið verði bannað. „Þetta er eins og að þú myndir kaupa þér miða á landsleik og vera svo meinaður aðgangur að seinni hálfleik.“ Í tilkynningu Neytendasamtakanna er því beint til neytenda sem hafa orðið fyrir mætingarskylduákvæðinu að hafa samband við Icelandair og krefjast bóta. „Því varla munu þeir mismuna farþegum sínum.“ Vísir hefur sent Icelandair fyrirspurn vegna málsins. Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair sagði í viðtali við Stöð 2 í síðasta mánuði að málið snúist um samkomulag milli alþjóðlegra flugfélaga. Þá hafi félagið verið með málið til skoðunar í svolítinn tíma og fylgst grannt með þróuninni á alþjóðavettvangi.
Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Tengdar fréttir Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Reglan þekkist víða um heim en hún er þannig að mæti farþegi ekki í fyrri legg flugferðar fellir flugfélagið niður aðra leggi ferðarinnar. 22. júlí 2019 21:00 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Reglan þekkist víða um heim en hún er þannig að mæti farþegi ekki í fyrri legg flugferðar fellir flugfélagið niður aðra leggi ferðarinnar. 22. júlí 2019 21:00