Enski boltinn

Færir sig af vellinum í sjónvarpið

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Crouch lauk keppni í ensku úrvalsdeildinni síðasta vor
Crouch lauk keppni í ensku úrvalsdeildinni síðasta vor vísir/getty
Englendingurinn hávaxni Peter Crouch verður í nýju hlutverki þegar flautað verður til leik í ensku úrvalsdeildinni í haust en þessi 38 ára gamli litríki karakter lagði skóna á hilluna í lok síðasta tímabils.

Hann verður einn af sérfræðingum BT Sports sjónvarpsstöðvarinnar en á meðal sérfræðinga stöðvarinnar eru til að mynda þeir Rio Ferdinand og Robin van Persie.

BT Sports fjallar vel um ensku úrvalsdeildina þó stöðin hafi aðeins sýningarrétt á nokkrum leikjum á hverju tímabili en einnig er fjallað vel um Meistaradeild Evrópu og fleiri deildir í Evrópu auk þess sem enski kvennaboltinn fær sífellt meira vægi í umfjölluninni.

Sláninn bráðfyndniCrouch átti ansi litríkan feril í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann lék með Aston Villa, Southampton, Liverpool, Portsmouth, Tottenham, Stoke og nú síðast Burnley. Að auki lék hann 42 A-landsleiki fyrir England og skoraði í þeim 22 mörk.

Hann hefur þegar getið sér gott orð sem fjölmiðlamaður og hefur meðal annars haldið úti hlaðvarpsþætti sem er afar vinsæll á meðal knattspyrnuáhugamanna.

Þá hefur hann gefið út tvær bækur sem fjalla um feril sinn og nutu þær báðar mikilla vinsælda, sérstaklega sú síðari sem kom út á síðasta ári og ber heitið How to be a Footballer. Þykir Crouch góður sögumaður og bráðfyndinn í þokkabót og er því beðið með eftirvæntingu eftir að sjá hvernig honum tekst til á sjónvarpsskjánum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×