Skólinn okkar – Illa búið að frístund Sævar Reykjalín Sigurðarson skrifar 2. ágúst 2019 10:45 Í Kelduskóla, eins og mörgum öðrum skólum í Reykjavík, er frístund afgangstærð í huga þeirra sem fara með völdin yfir skólamálum. Ekki stendur á stjórnmálamönnum að samþykkja og undirrita allskonar reglur og viðmið um háleit markmið en þegar það kemur af því að efna slíkt þá virðist það flókið og of kostnaðarsamt. Áður en lengra er haldið skal taka skýrt fram að við í Kelduskóla erum ótrúlega heppin með starfsfólk frístundaheimilinna og eiga þau skilið miklar þakkir og hrós fyrir frábært starf. Það er gríðarlega mikill auður í þessu frábæra starfsfólki. Kelduskóli hefur tvö húsnæði til umráða og eru þau í daglegu tali nefnd Kelduskóli – Vík (Víkurhverfi) og Kelduskóli – Korpa (Staðarhverfi). Einhver hefði haldið að fyrst að skólinn hafi tvö húsnæði til umráða að þá væri nægt pláss fyrir starfsemi skólans, sem það reyndar er, en þar sem núverandi meirihluti í borginni og Skóla- og frístundasvið (SFS) hefur að markmiði að loka einum skóla þá hefur verið tekin ákvörðun af þeirra hálfu að nýta ekki bæði húsnæðin til fulls. Það að sjálfsögðu bitnar eingöngu á börnunum, þeim sem síst skildi. Hjartarými er skilgreint svæði innan frístundaheimilia og félagsmiðstöðva. Samkvæmt gátlistum um húsnæði frístundaheimila er miðað við að frístundaheimili hafir 1 m2 á hvert barn í hjartarými og 4 m2 á heildarrými á hvert barn. Í félagsmiðstöðvunum er miðað við að lágmarki 60 m2 í hjartarými. Á fundi Skóla- og frístundaráðs (SFR) nr 152 má finna svar við fyrirspurn minnihlutans í SFR um stærð hjartarýmis allar félagsheimila og félagsmiðstöða í Reykjavík og svar við þeirri fyrirspurn ætti að valda mjög mörgum foreldrum áhyggjum. 15 frístundaheimili og félagsmiðstöðvar í Reykjavík uppfylla ekki þær lágmarkskröfur sem reglugerðir gera ráð fyrir. Það eitt eru sláandi upplýsingar, en við skulum okkur við Kelduskóla. Svo vitnað sé beint í svar frá Skóla- og frístundasviði (SFS) þá er þetta staðan á Galdraslóð sem er frístundaheimili staðsett í Kelduskóla-Vík:Aðstöðuleysi háir starfseminni og erfiðlega gengur að halda utan um starfið þar sem það er staðsett á mörgum stöðum í skólarýminu. Hjartað er helmingi minna en það á að vera skv rýmissamningi frístundaheimila.Um Pýgyn, félagsmiðstöðina í Kelduskóla-Vík segir:Aðstöðuleysi háir starfseminni og það vantar sárlega hjartarými til að bjóða upp á notanlega aðstöðu fyrir börnin og unglinganaTil að draga saman þá er aðstöðuleysi sem háir starfseminni. Það er sláandi að hjartarýmið fyrir yngstu börnin er helmingi minna en það á að vera og það er ekki til staðar fyrir unglingana. Forstöðumenn þessara heimila hafa í nokkur ár barist fyrir því að úr þessu sé bætt en ekkert gerist. Heilbrigðiseftirlitið hefur gert alvarlegar athugasemdir en ekkert er gert til að bæta úr. Starfsfólk hefur gert athugasemdir en tala fyrir daufum eyrum. Foreldrar hafa einnig gert athugasemdir en alltaf er komið af tómum kofanum hjá SFS. Þeirra hugmynd til að bæta starfið hefur hingað til gengið út á það að loka Kelduskóla-Korpu og fjölga umtalsvert börnum í Kelduskóla-Vík sem allir sjá að myndi eingöngu auka á aðstöðuleysið. Markmiðið að spara pening er ofar velferð barna. Til hvers eru reglur og lög þegar þeir sem fara með völdin telja sig ekki þurfa að fylgja þeim. Það er svo sláandi að lausnin á vandanum í Kelduskóla er mjög einföld. Það er að nýta húsnæðin tvö betur. Ef kennsla yrði í meiri mæli færð yfir í húsnæðið í Kelduskóla-Korpu væri hægt að bæta úr öllum athugasemdum samdægurs. Að hugsa sér það er hægt að leysa þetta vandamál í dag! En markmiðið er að loka einum skóla í norðanverðum Grafarvogi og þau sem gjalda fyrir það eru börnin.Höfundur er þriggja barna faðir og Reykvíkingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Sævar Reykjalín Tengdar fréttir Skólinn okkar – lög 91/2008 Til eru lög um grunnskóla númer 91/2008 sem ég hvet alla foreldra, nemendur og ekki síst þá sem bera ábyrgð á skólamálum að lesa. 31. júlí 2019 08:00 Skólinn okkar Síðan mitt fyrsta barn var skráð í leikskóla hef ég tekið þátt í starfi foreldrafélaga. Hvort sem það er leikskóli, grunnskóli eða hjá íþróttafélaginu þá hefur það verið auðsótt mál að taka þátt. 23. júlí 2019 12:59 Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Í Kelduskóla, eins og mörgum öðrum skólum í Reykjavík, er frístund afgangstærð í huga þeirra sem fara með völdin yfir skólamálum. Ekki stendur á stjórnmálamönnum að samþykkja og undirrita allskonar reglur og viðmið um háleit markmið en þegar það kemur af því að efna slíkt þá virðist það flókið og of kostnaðarsamt. Áður en lengra er haldið skal taka skýrt fram að við í Kelduskóla erum ótrúlega heppin með starfsfólk frístundaheimilinna og eiga þau skilið miklar þakkir og hrós fyrir frábært starf. Það er gríðarlega mikill auður í þessu frábæra starfsfólki. Kelduskóli hefur tvö húsnæði til umráða og eru þau í daglegu tali nefnd Kelduskóli – Vík (Víkurhverfi) og Kelduskóli – Korpa (Staðarhverfi). Einhver hefði haldið að fyrst að skólinn hafi tvö húsnæði til umráða að þá væri nægt pláss fyrir starfsemi skólans, sem það reyndar er, en þar sem núverandi meirihluti í borginni og Skóla- og frístundasvið (SFS) hefur að markmiði að loka einum skóla þá hefur verið tekin ákvörðun af þeirra hálfu að nýta ekki bæði húsnæðin til fulls. Það að sjálfsögðu bitnar eingöngu á börnunum, þeim sem síst skildi. Hjartarými er skilgreint svæði innan frístundaheimilia og félagsmiðstöðva. Samkvæmt gátlistum um húsnæði frístundaheimila er miðað við að frístundaheimili hafir 1 m2 á hvert barn í hjartarými og 4 m2 á heildarrými á hvert barn. Í félagsmiðstöðvunum er miðað við að lágmarki 60 m2 í hjartarými. Á fundi Skóla- og frístundaráðs (SFR) nr 152 má finna svar við fyrirspurn minnihlutans í SFR um stærð hjartarýmis allar félagsheimila og félagsmiðstöða í Reykjavík og svar við þeirri fyrirspurn ætti að valda mjög mörgum foreldrum áhyggjum. 15 frístundaheimili og félagsmiðstöðvar í Reykjavík uppfylla ekki þær lágmarkskröfur sem reglugerðir gera ráð fyrir. Það eitt eru sláandi upplýsingar, en við skulum okkur við Kelduskóla. Svo vitnað sé beint í svar frá Skóla- og frístundasviði (SFS) þá er þetta staðan á Galdraslóð sem er frístundaheimili staðsett í Kelduskóla-Vík:Aðstöðuleysi háir starfseminni og erfiðlega gengur að halda utan um starfið þar sem það er staðsett á mörgum stöðum í skólarýminu. Hjartað er helmingi minna en það á að vera skv rýmissamningi frístundaheimila.Um Pýgyn, félagsmiðstöðina í Kelduskóla-Vík segir:Aðstöðuleysi háir starfseminni og það vantar sárlega hjartarými til að bjóða upp á notanlega aðstöðu fyrir börnin og unglinganaTil að draga saman þá er aðstöðuleysi sem háir starfseminni. Það er sláandi að hjartarýmið fyrir yngstu börnin er helmingi minna en það á að vera og það er ekki til staðar fyrir unglingana. Forstöðumenn þessara heimila hafa í nokkur ár barist fyrir því að úr þessu sé bætt en ekkert gerist. Heilbrigðiseftirlitið hefur gert alvarlegar athugasemdir en ekkert er gert til að bæta úr. Starfsfólk hefur gert athugasemdir en tala fyrir daufum eyrum. Foreldrar hafa einnig gert athugasemdir en alltaf er komið af tómum kofanum hjá SFS. Þeirra hugmynd til að bæta starfið hefur hingað til gengið út á það að loka Kelduskóla-Korpu og fjölga umtalsvert börnum í Kelduskóla-Vík sem allir sjá að myndi eingöngu auka á aðstöðuleysið. Markmiðið að spara pening er ofar velferð barna. Til hvers eru reglur og lög þegar þeir sem fara með völdin telja sig ekki þurfa að fylgja þeim. Það er svo sláandi að lausnin á vandanum í Kelduskóla er mjög einföld. Það er að nýta húsnæðin tvö betur. Ef kennsla yrði í meiri mæli færð yfir í húsnæðið í Kelduskóla-Korpu væri hægt að bæta úr öllum athugasemdum samdægurs. Að hugsa sér það er hægt að leysa þetta vandamál í dag! En markmiðið er að loka einum skóla í norðanverðum Grafarvogi og þau sem gjalda fyrir það eru börnin.Höfundur er þriggja barna faðir og Reykvíkingur
Skólinn okkar – lög 91/2008 Til eru lög um grunnskóla númer 91/2008 sem ég hvet alla foreldra, nemendur og ekki síst þá sem bera ábyrgð á skólamálum að lesa. 31. júlí 2019 08:00
Skólinn okkar Síðan mitt fyrsta barn var skráð í leikskóla hef ég tekið þátt í starfi foreldrafélaga. Hvort sem það er leikskóli, grunnskóli eða hjá íþróttafélaginu þá hefur það verið auðsótt mál að taka þátt. 23. júlí 2019 12:59
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun