Aðeins fjögur lið í allri Evrópu hafa eytt meiri pening en Aston Villa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2019 15:45 Marvelous Nakamba er einn af nýju leikmönnum Aston Villa og er greinilega mjög sáttur með það. Félagið fékk hann frá Club Brugge í Belgíu. Getty/Neville Williams Nýliðar Aston Villa ætla að stimpla sig aftur inn í ensku úrvalsdeildina eftir þriggja ára fjarveru og það má sjá á eyðslu félagsins í sumarglugganum. Aston Villa hefur keypt nýja leikmenn fyrir 118 milljónir punda í sumar en alls eru tólf nýir leikmenn komnir til félagsins. Þetta gera 17,6 milljarða í íslenskum krónum sem er engin smáupphæð. Aston Villa spent more than £118m on 12 new players - only Real Madrid, Atletico Madrid, Barcelona and Juventus have paid out more this summer. But will it pay off? Judge for yourself https://t.co/v9Osnat6fP#avfc#bbcfootball#PremierLeaguepic.twitter.com/7ns9kozsg3 — BBC Sport (@BBCSport) August 2, 2019Staðan er sú að Aston Villa hefur eytt meiru en öll hin liðin í ensku úrvalsdeildinni og það eru aðeins fjögur lið í allri Evrópu hafa eytt meiri pening en Aston Villa. Liðin sem hafa eytt meira í nýja leikmenn í sumar eru spænsku liðin Real Madrid, Atletico Madrid og Barcelona sem og ítalska félagið Juventus. Nýir eigendur eru tilbúnir að dæla peningum inn í liðið og það kemur ekki til greina að detta aftur niður í b-deildina þar sem Aston Villa liðið hefur þurft að dúsa undanfarin þrjú tímabili. Aston Villa missti fjórtán af leikmönnum sem komu liðinu upp í fyrra og þar á meðal er markahæsti leikmaður liðsins, Tammy Abraham, sem var í láni frá Chelsea. Aston Villa þurfti því að taka til höndum á markaðnum og leikmenn hafa streymt inn. Villa hefur sett nýtt félagsmet í eyðslu og sló metið yfir dýrasta leikmann félagsins frá upphafi. Dýrasti leikmaður Aston Villa í sumar var brasilíski framherjinn Wesley sem Villa keypti fyrir 22 milljónir punda frá Club Brugge í júní. Aston Villa borgaði 20 milljónir punda fyrir miðvörðinn Tyrone Mings frá Bournemouth og 15 milljónir punda fyrir miðjumanninn Douglas Luiz frá Manchester City. Fimm aðrir leikmenn kostuðu Aston Villa meira en átta milljónir punda en það eru Ezri Konsa, miðvörður frá Southampton, Matt Targett, bakvörður frá Southampton, Björn Engels miðvörður frá Stade de Reims, Trézéguet, vængmaður frá Kasimpaa og loks Tom Heaton, markvörður frá Burnley. Breska ríkisútvarpið fór yfir eyðslu Aston Villa og hvaða leikmenn félagið var að kaupa í sumar. Það má sjá þessa samantekt hér. https://t.co/R3iKIxkF9L Great listen and insight into Villa #AVFC — The AVFC Faithful (@AVFCFaithful_) August 1, 2019 Enski boltinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir Sjá meira
Nýliðar Aston Villa ætla að stimpla sig aftur inn í ensku úrvalsdeildina eftir þriggja ára fjarveru og það má sjá á eyðslu félagsins í sumarglugganum. Aston Villa hefur keypt nýja leikmenn fyrir 118 milljónir punda í sumar en alls eru tólf nýir leikmenn komnir til félagsins. Þetta gera 17,6 milljarða í íslenskum krónum sem er engin smáupphæð. Aston Villa spent more than £118m on 12 new players - only Real Madrid, Atletico Madrid, Barcelona and Juventus have paid out more this summer. But will it pay off? Judge for yourself https://t.co/v9Osnat6fP#avfc#bbcfootball#PremierLeaguepic.twitter.com/7ns9kozsg3 — BBC Sport (@BBCSport) August 2, 2019Staðan er sú að Aston Villa hefur eytt meiru en öll hin liðin í ensku úrvalsdeildinni og það eru aðeins fjögur lið í allri Evrópu hafa eytt meiri pening en Aston Villa. Liðin sem hafa eytt meira í nýja leikmenn í sumar eru spænsku liðin Real Madrid, Atletico Madrid og Barcelona sem og ítalska félagið Juventus. Nýir eigendur eru tilbúnir að dæla peningum inn í liðið og það kemur ekki til greina að detta aftur niður í b-deildina þar sem Aston Villa liðið hefur þurft að dúsa undanfarin þrjú tímabili. Aston Villa missti fjórtán af leikmönnum sem komu liðinu upp í fyrra og þar á meðal er markahæsti leikmaður liðsins, Tammy Abraham, sem var í láni frá Chelsea. Aston Villa þurfti því að taka til höndum á markaðnum og leikmenn hafa streymt inn. Villa hefur sett nýtt félagsmet í eyðslu og sló metið yfir dýrasta leikmann félagsins frá upphafi. Dýrasti leikmaður Aston Villa í sumar var brasilíski framherjinn Wesley sem Villa keypti fyrir 22 milljónir punda frá Club Brugge í júní. Aston Villa borgaði 20 milljónir punda fyrir miðvörðinn Tyrone Mings frá Bournemouth og 15 milljónir punda fyrir miðjumanninn Douglas Luiz frá Manchester City. Fimm aðrir leikmenn kostuðu Aston Villa meira en átta milljónir punda en það eru Ezri Konsa, miðvörður frá Southampton, Matt Targett, bakvörður frá Southampton, Björn Engels miðvörður frá Stade de Reims, Trézéguet, vængmaður frá Kasimpaa og loks Tom Heaton, markvörður frá Burnley. Breska ríkisútvarpið fór yfir eyðslu Aston Villa og hvaða leikmenn félagið var að kaupa í sumar. Það má sjá þessa samantekt hér. https://t.co/R3iKIxkF9L Great listen and insight into Villa #AVFC — The AVFC Faithful (@AVFCFaithful_) August 1, 2019
Enski boltinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir Sjá meira