Enski boltinn

Segja Man. Utd hafa gengið frá kaupunum á Harry Maguire og að hann taki metið af Van Dijk

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Maguire.
Harry Maguire. Getty/Harriet Lander
Enska blaðið Telegraph hefur heimildir fyrir því að Manchester United sé loksins búið að ganga frá kaupunum á enska landsliðsmiðverðinum Harry Maguire.

Samkvæmt frétt Telegraph þá mun Manchester United borga Leicester City 85 milljónir punda fyrir leikmanninn eða þá upphæð sem Leicester hefur alltaf viljað fá.

Félögin hafa lengi verið í samningarviðræðum og ensku miðlarnir skrifuðu mikið um það að Manchester United væri að reyna að lækka verðmiðann. Samkvæmt þessum fréttum þá hafa þeir gefist upp enda tíminn að renna frá þeim.





Maguire var ekki í leikmannahópi Leicester City í dag þar sem liðið mætir ítalska félaginu Atalanta.

Harry Maguire er 26 ára landsliðsmiðvörður og er ætlað að koma vörn United-liðsins í gírinn. Það eru aðeins tvö ár sem hann spilaði með Hull City en hann hefur síðan þá unnið sér fastasæti í enska landsliðinu og orðið lykilmaður hjá liði Leicester.

Með þessum kaupum þá er Manchester United búið að gera Harry Maguire að dýrasta varnarmanni heims en hann bætir met Virgil van Dijk.

Liverpool borgaði Southampton 75 milljónir punda fyrir Virgil van Dijk í ársbyrjun 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×