Enski boltinn

Mignolet seldur til Club Brugge

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mignolet lék yfir 200 leiki fyrir Liverpool.
Mignolet lék yfir 200 leiki fyrir Liverpool. vísir/getty
Simon Mignolet er genginn í raðir Club Brugge frá Liverpool. Hann skrifaði undir fimm ára samning við belgíska félagið.



Mignolet hóf ferilinn hjá Sint-Truiden í Belgíu og lék með liðinu til ársins 2010 þegar hann var seldur til Sunderland. Þar lék Mignolet í þrjú ár.

Liverpool keypti Mignolet 2013. Hann lék 204 leiki fyrir félagið en aðeins tveir þeirra komu á síðasta tímabili.

Mignolet, sem er 31 árs, hefur leikið 21 landsleik fyrir Belgíu. Síðustu árin hefur hann verið markvörður númer tvö í landsliðinu á eftir Thibaut Courtois.

Club Brugge hefur unnið báða leiki sína í belgísku úrvalsdeildinni á tímabilinu með markatölunni 9-1.

Liverpool laut í lægra haldi fyrir Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×