Enski boltinn

Tími Koscielny hjá Arsenal er liðinn: Er í læknisskoðun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Laurent Koscielny hefur verið fyrirliði Arsenal en hér er hann eftir sinn síðasta leik með félaginu sem var úrslitaleikur Evrópudeildarinnar síðasta vor.
Laurent Koscielny hefur verið fyrirliði Arsenal en hér er hann eftir sinn síðasta leik með félaginu sem var úrslitaleikur Evrópudeildarinnar síðasta vor. Getty/Michael Regan
Arsenal hefur samþykkt að selja fyrirliða sinn til franska félagsins Bordeaux. Koscielny er að klára læknisskoðun í Frakklandi.

LaurentKoscielny átti eftir ár af samningi sínum við Arsenal og Arsenal vildi halda honum. Franski miðvörðurinn vildi aftur á móti losna og neitaði meðal annars að fara með í æfingaferð til Bandaríkjanna.





Það er að heyra á enskum miðlum að Koscielny hafi aðallega verið óánægður með samningstilboð Arsenal en samningamál félagsins hafa verið í hálfgerðum ólesti eftir að MesutÖzil fékk sín ofurlaun.

Bordeaux er að fá þennan 33 ára gamla miðvörð fyrir upphæð sem verður í mesta lagi fimm milljónir punda.

Koscielny snýr því aftur til Frakklands eftir níu ár í London svo framarlega að hann standist læknisskoðun og semji um kaup og kjör.





Arsenal lét LaurentKoscielny fyrst æfa með 23 ára liðinu en bauð honum síðan að koma aftur í aðalliðið. Frakkinn var hins vegar harður á því að yfirgefa Emirates. Arsenal var í viðræðum við bæði Bordeaux og Rennes en tók á endanum tilboði þess fyrrnefnda.

Arsenal þarf nú helst að finna nýjan miðvörð áður en félagsskiptaglugginn lokar á fimmtudaginn. Arsenal er samt enn að reyna að kaupa bakvörðinn KieranTierney frá Celtic. Það er líka líklegt að Carl Jenkinson verði seldur til NottinghamForest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×