Enski boltinn

Segja Manchester United vera nálægt því að kaupa Christian Eriksen frá Tottenham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Christian Eriksen í leik með Tottenham á Old Trafford.
Christian Eriksen í leik með Tottenham á Old Trafford. Getty/ Clive Brunskill
Christian Eriksen gæti skipt um lið áður en glugginn lokar á fimmtudaginn en hann er samt ekki á leiðinni suður til Spánar samkvæmt nýjustu fréttum.

Spænska blaðið AS hefur heimildir fyrir því að Manchester United sé nálægt því að kaupa danska landsliðsmanninn frá Tottenham.

Þetta kemur í framhaldi á því að Portúgalinn Bruno Fernandes vill frekar fara til Tottenham en til Manchester United. United hefur verið á eftir Fernandes í allt sumar en landsliðsmiðjumaðurinn vill frekar spila fyrir Spurs og í Meistaradeildinni.





Framíð Paul Pogba hjá Manchester United og möguleg félagsskipti Frakkans til Real Madrid gætu líka haft áhrif á framtíð Christian Eriksen.

Christian Eriksen hefur verið orðaður við Real Madrid í allt sumar en hann er aftur á móti ekki efstur á óskalistanum á Bernabéu. Það er Paul Pogba. AS segir að Real Madrid hafi verið í sambandi við Danann en að hann viti að hann sé ekki fyrsti kostur.

Solskjær var samkæmt frétt AS með Christian Eriksen á óskalista sínum strax í mars. Eriksen spilar lykilhlutverk hjá danska landsliðinu og þar ræðir ríkjum Åge Hareide. Åge Hareide og Ole Gunnar Solskjær eru landar og góðir vinir. Þeir hafa rætt möguleikann á því að Eriksen spili með United.





Mancheter United myndi bjóða hinum 27 ára gamla Christian Eriksen fimm ára samning og svipuð laun og Pogba er á.

Núverandi samningur Christian Eriksen og Tottenham rennur út næsta sumar og það gæti sett pressu á Tottenham að selja hann á meðan félagið getur fengið eitthvað fyrir hann.

Það lítur allaveg út fyrir það að Christian Eriksen vilji prófa eitthvað nýtt eftir sex ár hjá Tottenham liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×