Líklegt að önnur bílaumboð eigi eftir að fylgja eftir með betri fjármögnunarleiðum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. ágúst 2019 12:30 Bílasala nýrra bíla hefur dregist saman um tæp fjörutíu prósent frá síðasta ári. Vísir/Vilhelm Bílasala nýrra bíla hefur dregist saman um tæp fjörutíu prósent frá síðasta ári. Formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda telur að ný fjármögnunarleið eigi eftir að glæða markaðinn en áréttar að fólk kynni sér lánakjör vel. Bílasala nýrra bíla hefur dregist saman um þrjátíu og átta prósent frá síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá Bílagreinasambandinu. Óðinn Valdimarsson, verkefnastjóri segir þó að hafa verði í huga að síðasta ár, og ári tvö þar á undan hafi verið þau stærstu í bílasölusögunni. Í Morgunblaðinu í morgun er greint frá því að bílaumboðið BL muni bjóða viðskiptavinum sínum bílafjármögnun sem sé um helmingi ódýrari en hagstæðustu bílalán á markaðinum í dag. Frá morgundeginum stendur til boða að taka lán á föstum þriggja komma níutíu og fimm prósenta, óverðtryggðum vöxtum. Þá verða heldur engin lántökugjöld innheimt. Óðinn segir fjármögnunarleiðina ekki nýja af nálinni. „Það er í mörg ár búið að vera í boði til dæmis bílalán með núll prósent vöxtum sem byrjuðu árið 2014 og mörg bílaupboð tóku upp og sumir enn þá með en önnur ekki. Þetta er í sjálfu sér eitthvað sem var viðbúið í þessu samkeppnisumhverfi sem við erum í og er á bílamarkaðnum, segir Óðinn.Telur þú að önnur umboð eigi eftir að fylgja eftir? „Ég hef engar upplýsingar um það en mér þætti líklegt að einhver umboð mundu líkja eftir þessu að einhverju leiti allavega. Það er það sem gerðir 2014 þegar vaxtalausu lánin komu,“ segir Óðinn.Mun hafa áhrif á markaðinn Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félag Íslenskra bifreiðaeigenda segir að boðuð fjármögnunarleið eigi eftir að hafa töluverð áhrif á markaðinn. „Við sjáum það að vextir á bílánum eru að lækka verulega með þessu útspili BL, í samstarfi við fjármögnunarfyrirtækið Lykil. Það er reyndar eitt sem að fólk verður að hafa í huga ef það er í bílahugleiðingum en það er að í nokkurn veginn öllum tilvikum fær fólk einhverskonar staðgreiðsluafslátt ef það hefur fjármagnið í höndunum en það er ekki í boði ef þú tekur svona lán. Engu að síður eru þetta betri kjör en hafa boðist fram að þessu,“ segir Runólfur. Runólfur segir ekki óalgengt að bílasalar bjóði 5-6% afslátt af bíl sem sé staðgreiddur. „Ef þú ert að tala um tíu milljón króna bíl, þá ert þú að tala um fimm til sex hundruð þúsund krónur og þarna stendur ekkert lántökugjald, þannig að þetta er svolítið dýrt lántökugjald ef þú hugsar að út frá því,“ segir Runólfur. Neytendur Samgöngur Tengdar fréttir 40 prósenta samdráttur í sölu nýrra fólksbíla 40,8 prósenta samdráttur varð í sölu nýrra fólksbíla bíla í janúar og febrúar 2019 samanborið við sama tímabil árið 2018. Alls voru skráðir 1.647 nýir fólksbílar í janúar og febrúar 2019. 7. mars 2019 10:16 Bílasalan næmari fyrir umræðunni Þjóðfélagsumræðan í vetur hafði töluverð áhrif á bílasölu. Aftur á móti jókst eftirspurn eftir bílaleigubílum. 24. janúar 2019 07:00 Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Bílasala nýrra bíla hefur dregist saman um tæp fjörutíu prósent frá síðasta ári. Formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda telur að ný fjármögnunarleið eigi eftir að glæða markaðinn en áréttar að fólk kynni sér lánakjör vel. Bílasala nýrra bíla hefur dregist saman um þrjátíu og átta prósent frá síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá Bílagreinasambandinu. Óðinn Valdimarsson, verkefnastjóri segir þó að hafa verði í huga að síðasta ár, og ári tvö þar á undan hafi verið þau stærstu í bílasölusögunni. Í Morgunblaðinu í morgun er greint frá því að bílaumboðið BL muni bjóða viðskiptavinum sínum bílafjármögnun sem sé um helmingi ódýrari en hagstæðustu bílalán á markaðinum í dag. Frá morgundeginum stendur til boða að taka lán á föstum þriggja komma níutíu og fimm prósenta, óverðtryggðum vöxtum. Þá verða heldur engin lántökugjöld innheimt. Óðinn segir fjármögnunarleiðina ekki nýja af nálinni. „Það er í mörg ár búið að vera í boði til dæmis bílalán með núll prósent vöxtum sem byrjuðu árið 2014 og mörg bílaupboð tóku upp og sumir enn þá með en önnur ekki. Þetta er í sjálfu sér eitthvað sem var viðbúið í þessu samkeppnisumhverfi sem við erum í og er á bílamarkaðnum, segir Óðinn.Telur þú að önnur umboð eigi eftir að fylgja eftir? „Ég hef engar upplýsingar um það en mér þætti líklegt að einhver umboð mundu líkja eftir þessu að einhverju leiti allavega. Það er það sem gerðir 2014 þegar vaxtalausu lánin komu,“ segir Óðinn.Mun hafa áhrif á markaðinn Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félag Íslenskra bifreiðaeigenda segir að boðuð fjármögnunarleið eigi eftir að hafa töluverð áhrif á markaðinn. „Við sjáum það að vextir á bílánum eru að lækka verulega með þessu útspili BL, í samstarfi við fjármögnunarfyrirtækið Lykil. Það er reyndar eitt sem að fólk verður að hafa í huga ef það er í bílahugleiðingum en það er að í nokkurn veginn öllum tilvikum fær fólk einhverskonar staðgreiðsluafslátt ef það hefur fjármagnið í höndunum en það er ekki í boði ef þú tekur svona lán. Engu að síður eru þetta betri kjör en hafa boðist fram að þessu,“ segir Runólfur. Runólfur segir ekki óalgengt að bílasalar bjóði 5-6% afslátt af bíl sem sé staðgreiddur. „Ef þú ert að tala um tíu milljón króna bíl, þá ert þú að tala um fimm til sex hundruð þúsund krónur og þarna stendur ekkert lántökugjald, þannig að þetta er svolítið dýrt lántökugjald ef þú hugsar að út frá því,“ segir Runólfur.
Neytendur Samgöngur Tengdar fréttir 40 prósenta samdráttur í sölu nýrra fólksbíla 40,8 prósenta samdráttur varð í sölu nýrra fólksbíla bíla í janúar og febrúar 2019 samanborið við sama tímabil árið 2018. Alls voru skráðir 1.647 nýir fólksbílar í janúar og febrúar 2019. 7. mars 2019 10:16 Bílasalan næmari fyrir umræðunni Þjóðfélagsumræðan í vetur hafði töluverð áhrif á bílasölu. Aftur á móti jókst eftirspurn eftir bílaleigubílum. 24. janúar 2019 07:00 Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
40 prósenta samdráttur í sölu nýrra fólksbíla 40,8 prósenta samdráttur varð í sölu nýrra fólksbíla bíla í janúar og febrúar 2019 samanborið við sama tímabil árið 2018. Alls voru skráðir 1.647 nýir fólksbílar í janúar og febrúar 2019. 7. mars 2019 10:16
Bílasalan næmari fyrir umræðunni Þjóðfélagsumræðan í vetur hafði töluverð áhrif á bílasölu. Aftur á móti jókst eftirspurn eftir bílaleigubílum. 24. janúar 2019 07:00